LeBron James byrjaði að halda upp á afmælið sitt í gær er hann fór á kostum í sigri síns liðs, Cleveland, gegn Denver.
James skoraði 34 stig og tróð hvað eftir annað glæsilega. „Þunna loftið í Denver hlýtur að hafa hjálpað mér að fljúga," sagði James léttur eftir leik.
Hann heldur upp á 31 árs afmælið sitt í dag og sýndi í nótt að það er ekkert farið að hægjast mikið á honum.
Þetta var síðasti leikur Cleveland á útivelli í bili en þessi hrina endaði 2-2 hjá liðinu.
Úrslit:
NY Knicks-Detroit 108-96
Houston-Atlanta 115-121
Memphis-Miami 99-90
Oklahoma-Milwaukee 131-123
Denver-Cleveland 87-93
Staðan í NBA-deildinni.
Kóngurinn í stuði
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn

„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“
Íslenski boltinn

Bale af golfvellinum og á skjáinn
Enski boltinn

Hákon Rafn gæti fengið sénsinn
Enski boltinn

„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“
Íslenski boltinn


„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“
Íslenski boltinn

Donnarumma skilinn eftir heima
Enski boltinn


Tap setur Ísland í erfiða stöðu
Handbolti