Viðskipti innlent

Landsbjörg fær fimm krónur af lítranum

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, stóðu þjónustuvaktina saman hjá Olís í Álfheimum í morgun.
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, stóðu þjónustuvaktina saman hjá Olís í Álfheimum í morgun.
Fimm krónur af hverjum keyptum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB í dag og á morgun renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, stóðu þjónustuvaktina hjá Olís í Álfheimum í morgun og dældu þeir eldsneyti á bifreiðar viðskiptavina.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur innan sinna raða þúsundir sjálfboðaliða sem vinna ómetanlegt starf og eru alltaf til staðar í hvaða veðrum og aðstæðum sem er og koma öðrum til bjargar á ögurstundu. Við vonum að landsmenn verði til taks fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg í dag og á morgun og sýni þeim stuðning,” segir Jón Ólafur í tilkynningu.

Um er að ræða hluta af verkefni Olís „Gefum og gleðjum“ sem staðið hefur yfir í desember. Á undanförnum vikum hafa Styrktarfélag einhverfra barna, Mæðrastyrksnefnd og Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, og Geðhjálp notið góðs af verkefninu. Alls söfnuðust ein og hálf milljón króna fyrir hvert félag í verkefninu samkvæmt tilkynningunni.

Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir mikilvægt fyrir félagið að eiga góða styrktaraðila.

„Þrátt fyrir að allt starfið sé unnið í sjálfboðavinnu kostar mikla fjármuni að halda úti öflugu slysavarna- og björgunarstarfi um land allt. Við erum þakklát fyrir þann góða stuðning sem Olís sýnir félaginu, bæði með þessari söfnun, sem og að vera einn af aðal styrktaraðilum þess.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×