Paris Saint-Germain vann MVM Veszprém, 29-27, í risaslag í A-riðli Meistaradeildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Þetta var fyrsta tap Aron Pálmarssonar og félaga í Veszprém á þessari leiktíð í Meistaradeildinni og jafnframt fyrsti sigur PSG á Vezprém.
PSG var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, en undir forystu Arons Pálmarssonar jafnaði Veszprém leikinn í 22-22 í seinni hálfleik. PSG var þó sterkara á lokasprettinum og innsiglaði góðan sigur.
Sjá einnig:Aron sýndi að hann er einn sá besti | Sjáðu mörkin og stoðsendingarnar
PSG spilaði síðustu 15 mínútur leiksins án besta handboltamanns heims, Nikola Karabatic, en hann fékk beint rautt spjald frá íslenskum dómurum leiksins; Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Karabatic gat ekkert kvartað enda sló hann Ivan Sliskovic, skyttu Veszprém, beint í andlitið.
Bróðir Nikola, Luka Karabatic, sem er einn besti varnarmaður heims og varð heimsmeistari með Frökkum í Katar fyrr á þessu ári ásamt bróður sínum, kom sér líka í vandræði hjá íslensku dómurunum.
Leikmenn PSG fengu almenna viðvörun um miðbik fyrri hálfleiks fyrir að láta sig falla of auðveldlega í varnarleiknum þegar þeir voru að reyna að fiska ruðning. Aðeins tíu sekúndum eftir þá viðvörun henti Luka Karabatic sér í gólfið og fékk tveggja mínútna brottrekstur frá Antoni og Jónasi.
Þessa tvo dóma Antons og Jónasar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Anton og Jónas gáfu Nikola Karabatic rautt og bróður hans tvær mínútur fyrir leikaraskap
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið







Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti

Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn