Viðskipti innlent

Penninn-Eymundsson tekur við skiptibókunum af Griffli

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá því að mikill bruni gjöreyðilagði húsnæði Griffils í Skeifunni á síðasta ári hefur Penninn-Eymundsson tekið við inneignarnótum frá Griffli og verður því haldið áfram.
Frá því að mikill bruni gjöreyðilagði húsnæði Griffils í Skeifunni á síðasta ári hefur Penninn-Eymundsson tekið við inneignarnótum frá Griffli og verður því haldið áfram. Vísir/Andri
Ákveðið hefur verið að Penninn-Eymundsson taki alfarið yfir skiptibækur af Griffli. Frá því að mikill bruni gjöreyðilagði húsnæði Griffils í Skeifunni á síðasta ári hefur Penninn-Eymundsson tekið við inneignarnótum frá Griffli og verður því haldið áfram.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

Griffill mun ekki opna fyrir komandi vorönn.

„Tryggir viðskiptavinir Griffils hafa tekið okkur opnum örmum og við höfum lagt okkur öll fram um að koma til móts við þarfir skólafólks með tilboðum, úrvali og hagstæðu verði. Á því verður engin breyting,“ segir Guðmundur Vestmann, vefstjóri Pennan í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×