Hverfin gera kröfur til reksturs lágverðsverslana Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna. Með þessum breytingum verða verslanir Krónunnar alls sextán, víðs vegar um landið. Jón Björnsson, forstjóri Festu, sem rekur matvöruverslanirnar segir að ákvörðunin eigi sér töluverðan aðdraganda og hafi verið ræddar þegar Festi tók verslanirnar yfir í mars. „En þetta var ekki gert fyrr en að fullkönnuðu máli hvað varðar viðskiptavini hvers hverfis og framtíðarmöguleika hverrar búðar,“ segir hann. Jón segir að stemningin fyrir verslunum á borð við Nóatúnsverslanirnar, með fínu kjötborði og meiri lúxus, hafi þó alls ekki minnkað. „Við höldum í rauninni að það sé ágætis farvegur fyrir búðir sem leggja áherslu á hefðbundið kjötborð sem við þekkjum. Við teljum að það sé frjór jarðvegur. Það þarf hins vegar að vanda mjög til staðsetningar slíkra verslana. Sum hverfi gera ekki kröfur til þeirra á meðan þau gera kröfur til lágverðsverslana,“ segir Jón. Hann bendir á að þegar verslun hafi einungis eitt hús á hverjum stað þá verði að meta vel hvað eigi að bjóða viðskiptavinum upp á. „Það er það sem ræður stöðunni á hverjum stað. Við höfum ekki verið með Krónuverslun í þessum hverfum,“ segir Jón. Það sé ekkert útilokað að fyrirtækið fjárfesti í annars konar smásölustarfsemi sem tengist mat og sé ekki byggð á lágverðsverslunarhugmyndafræði. „Við ætlum að halda áfram með Nóatún í Austurveri sem hefur að mínu viti verið hin raunverulega Nóatúnsbúð og getað staðið vel undir því loforði, þó að við ætlum að gera enn betur þar,“ segir hann. Ef það verða tækifæri á öðrum stöðum til að uppfylla sömu kröfur og í Nóatúni í Austurveri þá verði horft á það. „Hvort sem það væri undir nafni Nóatúns eða öðrum nöfnum,“ segir Jón. Jón segir að Festi hafi jafnframt mikinn áhuga á því að bæta við Krónuverslunum. Verið sé að undirbúa opnun nýrrar verslunar í Hafnarfirði. „Þar erum við að byggja hús í Flatahrauni þar sem við ætlum að opna búð 2016. En við höfum haft áhuga á öðrum staðsetningum líka,“ segir hann. Jón segir að fjárfesting að baki opnun nýrrar verslunar sé slík að það sé ákvörðun sem sé tekin til margra ára. „Og það þarf virkilega að vanda til,“ segir Jón. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna. Með þessum breytingum verða verslanir Krónunnar alls sextán, víðs vegar um landið. Jón Björnsson, forstjóri Festu, sem rekur matvöruverslanirnar segir að ákvörðunin eigi sér töluverðan aðdraganda og hafi verið ræddar þegar Festi tók verslanirnar yfir í mars. „En þetta var ekki gert fyrr en að fullkönnuðu máli hvað varðar viðskiptavini hvers hverfis og framtíðarmöguleika hverrar búðar,“ segir hann. Jón segir að stemningin fyrir verslunum á borð við Nóatúnsverslanirnar, með fínu kjötborði og meiri lúxus, hafi þó alls ekki minnkað. „Við höldum í rauninni að það sé ágætis farvegur fyrir búðir sem leggja áherslu á hefðbundið kjötborð sem við þekkjum. Við teljum að það sé frjór jarðvegur. Það þarf hins vegar að vanda mjög til staðsetningar slíkra verslana. Sum hverfi gera ekki kröfur til þeirra á meðan þau gera kröfur til lágverðsverslana,“ segir Jón. Hann bendir á að þegar verslun hafi einungis eitt hús á hverjum stað þá verði að meta vel hvað eigi að bjóða viðskiptavinum upp á. „Það er það sem ræður stöðunni á hverjum stað. Við höfum ekki verið með Krónuverslun í þessum hverfum,“ segir Jón. Það sé ekkert útilokað að fyrirtækið fjárfesti í annars konar smásölustarfsemi sem tengist mat og sé ekki byggð á lágverðsverslunarhugmyndafræði. „Við ætlum að halda áfram með Nóatún í Austurveri sem hefur að mínu viti verið hin raunverulega Nóatúnsbúð og getað staðið vel undir því loforði, þó að við ætlum að gera enn betur þar,“ segir hann. Ef það verða tækifæri á öðrum stöðum til að uppfylla sömu kröfur og í Nóatúni í Austurveri þá verði horft á það. „Hvort sem það væri undir nafni Nóatúns eða öðrum nöfnum,“ segir Jón. Jón segir að Festi hafi jafnframt mikinn áhuga á því að bæta við Krónuverslunum. Verið sé að undirbúa opnun nýrrar verslunar í Hafnarfirði. „Þar erum við að byggja hús í Flatahrauni þar sem við ætlum að opna búð 2016. En við höfum haft áhuga á öðrum staðsetningum líka,“ segir hann. Jón segir að fjárfesting að baki opnun nýrrar verslunar sé slík að það sé ákvörðun sem sé tekin til margra ára. „Og það þarf virkilega að vanda til,“ segir Jón.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira