Hverfin gera kröfur til reksturs lágverðsverslana Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna. Með þessum breytingum verða verslanir Krónunnar alls sextán, víðs vegar um landið. Jón Björnsson, forstjóri Festu, sem rekur matvöruverslanirnar segir að ákvörðunin eigi sér töluverðan aðdraganda og hafi verið ræddar þegar Festi tók verslanirnar yfir í mars. „En þetta var ekki gert fyrr en að fullkönnuðu máli hvað varðar viðskiptavini hvers hverfis og framtíðarmöguleika hverrar búðar,“ segir hann. Jón segir að stemningin fyrir verslunum á borð við Nóatúnsverslanirnar, með fínu kjötborði og meiri lúxus, hafi þó alls ekki minnkað. „Við höldum í rauninni að það sé ágætis farvegur fyrir búðir sem leggja áherslu á hefðbundið kjötborð sem við þekkjum. Við teljum að það sé frjór jarðvegur. Það þarf hins vegar að vanda mjög til staðsetningar slíkra verslana. Sum hverfi gera ekki kröfur til þeirra á meðan þau gera kröfur til lágverðsverslana,“ segir Jón. Hann bendir á að þegar verslun hafi einungis eitt hús á hverjum stað þá verði að meta vel hvað eigi að bjóða viðskiptavinum upp á. „Það er það sem ræður stöðunni á hverjum stað. Við höfum ekki verið með Krónuverslun í þessum hverfum,“ segir Jón. Það sé ekkert útilokað að fyrirtækið fjárfesti í annars konar smásölustarfsemi sem tengist mat og sé ekki byggð á lágverðsverslunarhugmyndafræði. „Við ætlum að halda áfram með Nóatún í Austurveri sem hefur að mínu viti verið hin raunverulega Nóatúnsbúð og getað staðið vel undir því loforði, þó að við ætlum að gera enn betur þar,“ segir hann. Ef það verða tækifæri á öðrum stöðum til að uppfylla sömu kröfur og í Nóatúni í Austurveri þá verði horft á það. „Hvort sem það væri undir nafni Nóatúns eða öðrum nöfnum,“ segir Jón. Jón segir að Festi hafi jafnframt mikinn áhuga á því að bæta við Krónuverslunum. Verið sé að undirbúa opnun nýrrar verslunar í Hafnarfirði. „Þar erum við að byggja hús í Flatahrauni þar sem við ætlum að opna búð 2016. En við höfum haft áhuga á öðrum staðsetningum líka,“ segir hann. Jón segir að fjárfesting að baki opnun nýrrar verslunar sé slík að það sé ákvörðun sem sé tekin til margra ára. „Og það þarf virkilega að vanda til,“ segir Jón. Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Sjá meira
Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna. Með þessum breytingum verða verslanir Krónunnar alls sextán, víðs vegar um landið. Jón Björnsson, forstjóri Festu, sem rekur matvöruverslanirnar segir að ákvörðunin eigi sér töluverðan aðdraganda og hafi verið ræddar þegar Festi tók verslanirnar yfir í mars. „En þetta var ekki gert fyrr en að fullkönnuðu máli hvað varðar viðskiptavini hvers hverfis og framtíðarmöguleika hverrar búðar,“ segir hann. Jón segir að stemningin fyrir verslunum á borð við Nóatúnsverslanirnar, með fínu kjötborði og meiri lúxus, hafi þó alls ekki minnkað. „Við höldum í rauninni að það sé ágætis farvegur fyrir búðir sem leggja áherslu á hefðbundið kjötborð sem við þekkjum. Við teljum að það sé frjór jarðvegur. Það þarf hins vegar að vanda mjög til staðsetningar slíkra verslana. Sum hverfi gera ekki kröfur til þeirra á meðan þau gera kröfur til lágverðsverslana,“ segir Jón. Hann bendir á að þegar verslun hafi einungis eitt hús á hverjum stað þá verði að meta vel hvað eigi að bjóða viðskiptavinum upp á. „Það er það sem ræður stöðunni á hverjum stað. Við höfum ekki verið með Krónuverslun í þessum hverfum,“ segir Jón. Það sé ekkert útilokað að fyrirtækið fjárfesti í annars konar smásölustarfsemi sem tengist mat og sé ekki byggð á lágverðsverslunarhugmyndafræði. „Við ætlum að halda áfram með Nóatún í Austurveri sem hefur að mínu viti verið hin raunverulega Nóatúnsbúð og getað staðið vel undir því loforði, þó að við ætlum að gera enn betur þar,“ segir hann. Ef það verða tækifæri á öðrum stöðum til að uppfylla sömu kröfur og í Nóatúni í Austurveri þá verði horft á það. „Hvort sem það væri undir nafni Nóatúns eða öðrum nöfnum,“ segir Jón. Jón segir að Festi hafi jafnframt mikinn áhuga á því að bæta við Krónuverslunum. Verið sé að undirbúa opnun nýrrar verslunar í Hafnarfirði. „Þar erum við að byggja hús í Flatahrauni þar sem við ætlum að opna búð 2016. En við höfum haft áhuga á öðrum staðsetningum líka,“ segir hann. Jón segir að fjárfesting að baki opnun nýrrar verslunar sé slík að það sé ákvörðun sem sé tekin til margra ára. „Og það þarf virkilega að vanda til,“ segir Jón.
Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Sjá meira