Viðbótin hefur verið gagnrýnd mikið en Mozilla lokaði fyrir viðbótina í gærkvöldi degi eftir að yfirmaður öryggismála hjá Facebook kallaði eftir því að viðbótin yrði hreinlega lögð niður.
Ástæðan er sú að Adobe Flash, sem margir tölvunotendur hafa sótt í tölvur sínar, er ekki nægilega öruggt og hafa tölvunarsérfræðingar mælt með því að fólk hætti að notast við viðbótina í tölvum sínum. Í síðustu viku kom í ljós að fyrirtækið Hacking team, sem sérhæfir sig í að koma fyrir svokölluðu spyware í tölvum fólks, hafði notast við flash til að koma búnaðinum fyrir í tölvum fólks.
Spyware er búnaður eða forrit sem er komið fyrir í tölvum án vitundar notanda og það safnar upplýsingum um eiganda tölvunnar og netnotkun hans. Þetta kom í ljós þegar brotist var inn í Hackers team en gögn sem fundust í kjölfarið af því sýndu að fyrirtækið hafði nýtt sér veikleika í tölvukóða Flash.
„Nú er kominn tími til að Adobe tilkynni hvenær það hættir með Flash,“ sagði Alex Stamos, yfirmaður öryggisdeildar Facebook á sunnudag.
It is time for Adobe to announce the end-of-life date for Flash and to ask the browsers to set killbits on the same day.
— Alex Stamos (@alexstamos) July 12, 2015
BIG NEWS!! All versions of Flash are blocked by default in Firefox as of now. https://t.co/4SjVoqKPrR #tech #infosec pic.twitter.com/VRws3L0CBW
— Mark Schmidt (@MarkSchmidty) July 14, 2015
Til dæmis þurfti Flash til þess að horfa á allt efni á YouTube þegar síðan var sett í loftið árið 2005. En breyting varð árið 2010 þegar Steve Jobs skrifaði opið bréf til Adobe þar sem hann kvartaði yfir lélegu öryggi Flash og sagði forritið algengustu ástæðuna að baki því þegar tölvur frá Apple hrynja. Flash hefur aldrei virkað í iPhone símum.