Samkeppniseftirlitið: Efla þarf samkeppni á dagvörumarkaði Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2015 10:47 kki eru komnar fram vísbendingar um að staða Haga sem markaðsráðandi aðila á markaðnum hafi breyst. vísir/vilhelm Í skýrslu sem Samkeppniseftirlitið birti í dag um samkeppni á dagvörumarkaði kemur fram að heldur hafi dregið úr markaðshlutdeild Haga frá árinu 2009. Á sama tíma hafi nýir aðilar náð að auka hlutdeild sína. Þannig séu vísbendingar um að samþjöppun sé smám saman að minnka, a.m.k. um stundarsakir. Áfram sé þó mikil samþjöppun á dagvörumarkaði. Ekki eru komnar fram vísbendingar um að staða Haga sem markaðsráðandi aðila á markaðnum hafi breyst. Í skýrslunni segir að verðhækkanir á dagvöru undanfarið skýrist ekki einvörðungu af ytri aðstæðum. Þannig hafi verð á innfluttum vörum ekki lækkað til samræmis við gengisstyrkingu og verðþróun erlendis síðustu misserin. Á sama tíma hefur afkoma helstu verslanasamstæðna almennt verið góð. Mikilvægt er að neytendur njóti styrkingar á gengi og bættrar afkomu í gegnum lægra vöruverð. Talsvert skortir á að birgjar hafi sýnt fram á að verðmunur í samningum þeirra við annars vegar stærri verslanakeðjur og hins vegar smærri verslanir byggist á málefnalegum forsendum, s.s. vel rökstuddum kostnaðarútreikningum, en Samkeppniseftirlitið varpaði ljósi á þennan verðmun með skýrslu nr. 1/2012, Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þó eru vísbendingar um að almennt hafi dregið úr samkeppnishamlandi verðmismun frá árinu 2012. Með hliðsjón af framangreindu beinir Samkeppniseftirlitið því til aðila á markaði og stjórnvalda að grípa til eftirfarandi aðgerða:Stjórnvöld verða að beita sér fyrir aukinni samkeppni, m.a. með opnun markaða og endurskoðun á samkeppnishindrandi ákvæðum búvöru- og tollalaga.Birgjar og dagvöruverslunin verða að endurskoða viðskiptasamninga sína og fara að leiðbeiningum Samkeppniseftirlitsins.Samtök fyrirtækja á dagvörumarkaði þurfa að beita sér fyrir bættri samkeppnismenningu í sínum röðum, sem m.a. felst í því að tryggja að samkeppnislögum og þeim leikreglum sem lesa má út úr framkvæmd laganna sé fylgt.Mikilvægt er að neytendur og samtök sem bera hag þeirra fyrir brjósti sýni fyrirtækjum á dagvörumarkaði aðhald með öllum tiltækum ráðum. Aðhald neytenda getur haft mikla þýðingu til þess að tryggja að bættar ytri aðstæður skili sér í lægra verði og að nýlegar breytingar á opinberum gjöldum leiði ekki til hærra vöruverðs en óhjákvæmilegt er.Endurskoða þarf núverandi fyrirkomulag um skilarétt dagvöruverslana á vörum til birgja, í því skyni að auka hvata smásala til hagkvæmrar birgðastýringar en það ætti að öðru óbreyttu að leiða til lægra verðs og draga úr sóun matvæla. Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Í skýrslu sem Samkeppniseftirlitið birti í dag um samkeppni á dagvörumarkaði kemur fram að heldur hafi dregið úr markaðshlutdeild Haga frá árinu 2009. Á sama tíma hafi nýir aðilar náð að auka hlutdeild sína. Þannig séu vísbendingar um að samþjöppun sé smám saman að minnka, a.m.k. um stundarsakir. Áfram sé þó mikil samþjöppun á dagvörumarkaði. Ekki eru komnar fram vísbendingar um að staða Haga sem markaðsráðandi aðila á markaðnum hafi breyst. Í skýrslunni segir að verðhækkanir á dagvöru undanfarið skýrist ekki einvörðungu af ytri aðstæðum. Þannig hafi verð á innfluttum vörum ekki lækkað til samræmis við gengisstyrkingu og verðþróun erlendis síðustu misserin. Á sama tíma hefur afkoma helstu verslanasamstæðna almennt verið góð. Mikilvægt er að neytendur njóti styrkingar á gengi og bættrar afkomu í gegnum lægra vöruverð. Talsvert skortir á að birgjar hafi sýnt fram á að verðmunur í samningum þeirra við annars vegar stærri verslanakeðjur og hins vegar smærri verslanir byggist á málefnalegum forsendum, s.s. vel rökstuddum kostnaðarútreikningum, en Samkeppniseftirlitið varpaði ljósi á þennan verðmun með skýrslu nr. 1/2012, Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þó eru vísbendingar um að almennt hafi dregið úr samkeppnishamlandi verðmismun frá árinu 2012. Með hliðsjón af framangreindu beinir Samkeppniseftirlitið því til aðila á markaði og stjórnvalda að grípa til eftirfarandi aðgerða:Stjórnvöld verða að beita sér fyrir aukinni samkeppni, m.a. með opnun markaða og endurskoðun á samkeppnishindrandi ákvæðum búvöru- og tollalaga.Birgjar og dagvöruverslunin verða að endurskoða viðskiptasamninga sína og fara að leiðbeiningum Samkeppniseftirlitsins.Samtök fyrirtækja á dagvörumarkaði þurfa að beita sér fyrir bættri samkeppnismenningu í sínum röðum, sem m.a. felst í því að tryggja að samkeppnislögum og þeim leikreglum sem lesa má út úr framkvæmd laganna sé fylgt.Mikilvægt er að neytendur og samtök sem bera hag þeirra fyrir brjósti sýni fyrirtækjum á dagvörumarkaði aðhald með öllum tiltækum ráðum. Aðhald neytenda getur haft mikla þýðingu til þess að tryggja að bættar ytri aðstæður skili sér í lægra verði og að nýlegar breytingar á opinberum gjöldum leiði ekki til hærra vöruverðs en óhjákvæmilegt er.Endurskoða þarf núverandi fyrirkomulag um skilarétt dagvöruverslana á vörum til birgja, í því skyni að auka hvata smásala til hagkvæmrar birgðastýringar en það ætti að öðru óbreyttu að leiða til lægra verðs og draga úr sóun matvæla.
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira