Samkeppniseftirlitið: Efla þarf samkeppni á dagvörumarkaði Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2015 10:47 kki eru komnar fram vísbendingar um að staða Haga sem markaðsráðandi aðila á markaðnum hafi breyst. vísir/vilhelm Í skýrslu sem Samkeppniseftirlitið birti í dag um samkeppni á dagvörumarkaði kemur fram að heldur hafi dregið úr markaðshlutdeild Haga frá árinu 2009. Á sama tíma hafi nýir aðilar náð að auka hlutdeild sína. Þannig séu vísbendingar um að samþjöppun sé smám saman að minnka, a.m.k. um stundarsakir. Áfram sé þó mikil samþjöppun á dagvörumarkaði. Ekki eru komnar fram vísbendingar um að staða Haga sem markaðsráðandi aðila á markaðnum hafi breyst. Í skýrslunni segir að verðhækkanir á dagvöru undanfarið skýrist ekki einvörðungu af ytri aðstæðum. Þannig hafi verð á innfluttum vörum ekki lækkað til samræmis við gengisstyrkingu og verðþróun erlendis síðustu misserin. Á sama tíma hefur afkoma helstu verslanasamstæðna almennt verið góð. Mikilvægt er að neytendur njóti styrkingar á gengi og bættrar afkomu í gegnum lægra vöruverð. Talsvert skortir á að birgjar hafi sýnt fram á að verðmunur í samningum þeirra við annars vegar stærri verslanakeðjur og hins vegar smærri verslanir byggist á málefnalegum forsendum, s.s. vel rökstuddum kostnaðarútreikningum, en Samkeppniseftirlitið varpaði ljósi á þennan verðmun með skýrslu nr. 1/2012, Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þó eru vísbendingar um að almennt hafi dregið úr samkeppnishamlandi verðmismun frá árinu 2012. Með hliðsjón af framangreindu beinir Samkeppniseftirlitið því til aðila á markaði og stjórnvalda að grípa til eftirfarandi aðgerða:Stjórnvöld verða að beita sér fyrir aukinni samkeppni, m.a. með opnun markaða og endurskoðun á samkeppnishindrandi ákvæðum búvöru- og tollalaga.Birgjar og dagvöruverslunin verða að endurskoða viðskiptasamninga sína og fara að leiðbeiningum Samkeppniseftirlitsins.Samtök fyrirtækja á dagvörumarkaði þurfa að beita sér fyrir bættri samkeppnismenningu í sínum röðum, sem m.a. felst í því að tryggja að samkeppnislögum og þeim leikreglum sem lesa má út úr framkvæmd laganna sé fylgt.Mikilvægt er að neytendur og samtök sem bera hag þeirra fyrir brjósti sýni fyrirtækjum á dagvörumarkaði aðhald með öllum tiltækum ráðum. Aðhald neytenda getur haft mikla þýðingu til þess að tryggja að bættar ytri aðstæður skili sér í lægra verði og að nýlegar breytingar á opinberum gjöldum leiði ekki til hærra vöruverðs en óhjákvæmilegt er.Endurskoða þarf núverandi fyrirkomulag um skilarétt dagvöruverslana á vörum til birgja, í því skyni að auka hvata smásala til hagkvæmrar birgðastýringar en það ætti að öðru óbreyttu að leiða til lægra verðs og draga úr sóun matvæla. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Í skýrslu sem Samkeppniseftirlitið birti í dag um samkeppni á dagvörumarkaði kemur fram að heldur hafi dregið úr markaðshlutdeild Haga frá árinu 2009. Á sama tíma hafi nýir aðilar náð að auka hlutdeild sína. Þannig séu vísbendingar um að samþjöppun sé smám saman að minnka, a.m.k. um stundarsakir. Áfram sé þó mikil samþjöppun á dagvörumarkaði. Ekki eru komnar fram vísbendingar um að staða Haga sem markaðsráðandi aðila á markaðnum hafi breyst. Í skýrslunni segir að verðhækkanir á dagvöru undanfarið skýrist ekki einvörðungu af ytri aðstæðum. Þannig hafi verð á innfluttum vörum ekki lækkað til samræmis við gengisstyrkingu og verðþróun erlendis síðustu misserin. Á sama tíma hefur afkoma helstu verslanasamstæðna almennt verið góð. Mikilvægt er að neytendur njóti styrkingar á gengi og bættrar afkomu í gegnum lægra vöruverð. Talsvert skortir á að birgjar hafi sýnt fram á að verðmunur í samningum þeirra við annars vegar stærri verslanakeðjur og hins vegar smærri verslanir byggist á málefnalegum forsendum, s.s. vel rökstuddum kostnaðarútreikningum, en Samkeppniseftirlitið varpaði ljósi á þennan verðmun með skýrslu nr. 1/2012, Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þó eru vísbendingar um að almennt hafi dregið úr samkeppnishamlandi verðmismun frá árinu 2012. Með hliðsjón af framangreindu beinir Samkeppniseftirlitið því til aðila á markaði og stjórnvalda að grípa til eftirfarandi aðgerða:Stjórnvöld verða að beita sér fyrir aukinni samkeppni, m.a. með opnun markaða og endurskoðun á samkeppnishindrandi ákvæðum búvöru- og tollalaga.Birgjar og dagvöruverslunin verða að endurskoða viðskiptasamninga sína og fara að leiðbeiningum Samkeppniseftirlitsins.Samtök fyrirtækja á dagvörumarkaði þurfa að beita sér fyrir bættri samkeppnismenningu í sínum röðum, sem m.a. felst í því að tryggja að samkeppnislögum og þeim leikreglum sem lesa má út úr framkvæmd laganna sé fylgt.Mikilvægt er að neytendur og samtök sem bera hag þeirra fyrir brjósti sýni fyrirtækjum á dagvörumarkaði aðhald með öllum tiltækum ráðum. Aðhald neytenda getur haft mikla þýðingu til þess að tryggja að bættar ytri aðstæður skili sér í lægra verði og að nýlegar breytingar á opinberum gjöldum leiði ekki til hærra vöruverðs en óhjákvæmilegt er.Endurskoða þarf núverandi fyrirkomulag um skilarétt dagvöruverslana á vörum til birgja, í því skyni að auka hvata smásala til hagkvæmrar birgðastýringar en það ætti að öðru óbreyttu að leiða til lægra verðs og draga úr sóun matvæla.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira