Finnst skemmtilegra að flytja mál í Hæstarétti Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2015 11:00 Eva segist ekki vita hvað réð því að hún ákvað að læra lögfræði. fréttablaðið/gva Eva Hrönn Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður gekk á dögunum til liðs við Íslensku lögfræðistofuna. Hún hafði áður starfað hjá Opus lögmönnum. Þar hóf hún störf þegar hún var á síðustu önn í lagadeild og hefur nú starfað við lögmennsku í átta ár. Hún segir að fyrstu árin í lögmennskunni hafi hún tekið að sér fjölbreytt mál en síðustu ár hafi hún einkum tekið að sér slysa- og skaðabótamál. Það stendur ekki á svari þegar Eva Hrönn er spurð hvort sé skemmtilegra að flytja mál í héraði eða Hæstarétti. „Mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti en í héraði. Sumum finnst skýrslutökurnar fyrir héraðsdómi skemmtilegri. Ég get alveg skilið það, en mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti,“ segir hún. Eva Hrönn segist ekki vera alveg viss um hvað varð til þess að hún ákvað að læra lögfræði. „Ég ákvað það þegar ég var í menntaskóla, af engri sérstakri ástæðu. Það er enginn í fjölskyldunni sem hafði áhrif á mig. Og ég held að lögfræðiþættir í sjónvarpi hafi ekki heldur gert það, þó ég geti ekki alveg útilokað það. Þetta er bara eitthvað sem mér fannst mest spennandi,“ segir Eva og bætir því svo við að þetta hafi reynst mjög góð ákvörðun þótt hún hafi upphaflega ekkert vitað hvað hún var að fara út í. Eva segist telja að það hafi verið ágætt að auka víðsýni á starfið með því að breyta til og færa sig frá Opus til Íslensku lögfræðistofunnar. „Mér leist vel á stofuna og fólkið sem er hér. Mér fannst spennandi að fá tækifæri til að vinna með því og langaði til þess,“ segir hún og bætir við að hún hefði ekki farið frá Opus fyrir hvað sem er. Eva Hrönn segist nýta frítíma sinn til að sinna eiginmanninum og börnum. Hún er gift Grétari Erni Bragasyni og þau eiga tvö börn sem eru að verða fimm og sjö ára. „Það fer mestur tíminn utan vinnu í að sinna fjölskyldunni og gera eitthvað skemmtilegt með henni. Svo reyni ég að hitta vinkonur mínar og foreldra,“ segir hún. Frítíminn fari því í að rækja samskiptin við sína nánustu, en Eva segist ekki vera í neinu skipulögðu félagsstarfi. „Sund er mitt sport, ég æfði það frá því að ég var barn og fram í menntaskóla,“ segir Eva en hún æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Eva Hrönn Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður gekk á dögunum til liðs við Íslensku lögfræðistofuna. Hún hafði áður starfað hjá Opus lögmönnum. Þar hóf hún störf þegar hún var á síðustu önn í lagadeild og hefur nú starfað við lögmennsku í átta ár. Hún segir að fyrstu árin í lögmennskunni hafi hún tekið að sér fjölbreytt mál en síðustu ár hafi hún einkum tekið að sér slysa- og skaðabótamál. Það stendur ekki á svari þegar Eva Hrönn er spurð hvort sé skemmtilegra að flytja mál í héraði eða Hæstarétti. „Mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti en í héraði. Sumum finnst skýrslutökurnar fyrir héraðsdómi skemmtilegri. Ég get alveg skilið það, en mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti,“ segir hún. Eva Hrönn segist ekki vera alveg viss um hvað varð til þess að hún ákvað að læra lögfræði. „Ég ákvað það þegar ég var í menntaskóla, af engri sérstakri ástæðu. Það er enginn í fjölskyldunni sem hafði áhrif á mig. Og ég held að lögfræðiþættir í sjónvarpi hafi ekki heldur gert það, þó ég geti ekki alveg útilokað það. Þetta er bara eitthvað sem mér fannst mest spennandi,“ segir Eva og bætir því svo við að þetta hafi reynst mjög góð ákvörðun þótt hún hafi upphaflega ekkert vitað hvað hún var að fara út í. Eva segist telja að það hafi verið ágætt að auka víðsýni á starfið með því að breyta til og færa sig frá Opus til Íslensku lögfræðistofunnar. „Mér leist vel á stofuna og fólkið sem er hér. Mér fannst spennandi að fá tækifæri til að vinna með því og langaði til þess,“ segir hún og bætir við að hún hefði ekki farið frá Opus fyrir hvað sem er. Eva Hrönn segist nýta frítíma sinn til að sinna eiginmanninum og börnum. Hún er gift Grétari Erni Bragasyni og þau eiga tvö börn sem eru að verða fimm og sjö ára. „Það fer mestur tíminn utan vinnu í að sinna fjölskyldunni og gera eitthvað skemmtilegt með henni. Svo reyni ég að hitta vinkonur mínar og foreldra,“ segir hún. Frítíminn fari því í að rækja samskiptin við sína nánustu, en Eva segist ekki vera í neinu skipulögðu félagsstarfi. „Sund er mitt sport, ég æfði það frá því að ég var barn og fram í menntaskóla,“ segir Eva en hún æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira