Finnst skemmtilegra að flytja mál í Hæstarétti Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2015 11:00 Eva segist ekki vita hvað réð því að hún ákvað að læra lögfræði. fréttablaðið/gva Eva Hrönn Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður gekk á dögunum til liðs við Íslensku lögfræðistofuna. Hún hafði áður starfað hjá Opus lögmönnum. Þar hóf hún störf þegar hún var á síðustu önn í lagadeild og hefur nú starfað við lögmennsku í átta ár. Hún segir að fyrstu árin í lögmennskunni hafi hún tekið að sér fjölbreytt mál en síðustu ár hafi hún einkum tekið að sér slysa- og skaðabótamál. Það stendur ekki á svari þegar Eva Hrönn er spurð hvort sé skemmtilegra að flytja mál í héraði eða Hæstarétti. „Mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti en í héraði. Sumum finnst skýrslutökurnar fyrir héraðsdómi skemmtilegri. Ég get alveg skilið það, en mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti,“ segir hún. Eva Hrönn segist ekki vera alveg viss um hvað varð til þess að hún ákvað að læra lögfræði. „Ég ákvað það þegar ég var í menntaskóla, af engri sérstakri ástæðu. Það er enginn í fjölskyldunni sem hafði áhrif á mig. Og ég held að lögfræðiþættir í sjónvarpi hafi ekki heldur gert það, þó ég geti ekki alveg útilokað það. Þetta er bara eitthvað sem mér fannst mest spennandi,“ segir Eva og bætir því svo við að þetta hafi reynst mjög góð ákvörðun þótt hún hafi upphaflega ekkert vitað hvað hún var að fara út í. Eva segist telja að það hafi verið ágætt að auka víðsýni á starfið með því að breyta til og færa sig frá Opus til Íslensku lögfræðistofunnar. „Mér leist vel á stofuna og fólkið sem er hér. Mér fannst spennandi að fá tækifæri til að vinna með því og langaði til þess,“ segir hún og bætir við að hún hefði ekki farið frá Opus fyrir hvað sem er. Eva Hrönn segist nýta frítíma sinn til að sinna eiginmanninum og börnum. Hún er gift Grétari Erni Bragasyni og þau eiga tvö börn sem eru að verða fimm og sjö ára. „Það fer mestur tíminn utan vinnu í að sinna fjölskyldunni og gera eitthvað skemmtilegt með henni. Svo reyni ég að hitta vinkonur mínar og foreldra,“ segir hún. Frítíminn fari því í að rækja samskiptin við sína nánustu, en Eva segist ekki vera í neinu skipulögðu félagsstarfi. „Sund er mitt sport, ég æfði það frá því að ég var barn og fram í menntaskóla,“ segir Eva en hún æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Eva Hrönn Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður gekk á dögunum til liðs við Íslensku lögfræðistofuna. Hún hafði áður starfað hjá Opus lögmönnum. Þar hóf hún störf þegar hún var á síðustu önn í lagadeild og hefur nú starfað við lögmennsku í átta ár. Hún segir að fyrstu árin í lögmennskunni hafi hún tekið að sér fjölbreytt mál en síðustu ár hafi hún einkum tekið að sér slysa- og skaðabótamál. Það stendur ekki á svari þegar Eva Hrönn er spurð hvort sé skemmtilegra að flytja mál í héraði eða Hæstarétti. „Mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti en í héraði. Sumum finnst skýrslutökurnar fyrir héraðsdómi skemmtilegri. Ég get alveg skilið það, en mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti,“ segir hún. Eva Hrönn segist ekki vera alveg viss um hvað varð til þess að hún ákvað að læra lögfræði. „Ég ákvað það þegar ég var í menntaskóla, af engri sérstakri ástæðu. Það er enginn í fjölskyldunni sem hafði áhrif á mig. Og ég held að lögfræðiþættir í sjónvarpi hafi ekki heldur gert það, þó ég geti ekki alveg útilokað það. Þetta er bara eitthvað sem mér fannst mest spennandi,“ segir Eva og bætir því svo við að þetta hafi reynst mjög góð ákvörðun þótt hún hafi upphaflega ekkert vitað hvað hún var að fara út í. Eva segist telja að það hafi verið ágætt að auka víðsýni á starfið með því að breyta til og færa sig frá Opus til Íslensku lögfræðistofunnar. „Mér leist vel á stofuna og fólkið sem er hér. Mér fannst spennandi að fá tækifæri til að vinna með því og langaði til þess,“ segir hún og bætir við að hún hefði ekki farið frá Opus fyrir hvað sem er. Eva Hrönn segist nýta frítíma sinn til að sinna eiginmanninum og börnum. Hún er gift Grétari Erni Bragasyni og þau eiga tvö börn sem eru að verða fimm og sjö ára. „Það fer mestur tíminn utan vinnu í að sinna fjölskyldunni og gera eitthvað skemmtilegt með henni. Svo reyni ég að hitta vinkonur mínar og foreldra,“ segir hún. Frítíminn fari því í að rækja samskiptin við sína nánustu, en Eva segist ekki vera í neinu skipulögðu félagsstarfi. „Sund er mitt sport, ég æfði það frá því að ég var barn og fram í menntaskóla,“ segir Eva en hún æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira