Tilboði Alvogen hafnað en hafa enn áhuga Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 12:19 Róbert Wessman segir Alvogen vilja íslenskan markað Actavis með í kaupunum. Vísir/Vilhelm Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Tilkynnt var um lokun verksmiðjunnar síðastliðinn mánudag. 300 störf flytjast þá frá Íslandi til annarra landa þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, segir að tilboði fyrirtækisins hafi beinlínis verið hafnað en hann segir Alvogen enn haga áhuga hjá á að kaupa starfsemina. „Því var í rauninni beinlínis hafnað. Við buðum að okkar mati, sem er trúnaðarmál, mjög hagstætt verð fyrir Actavis svona miðað við hvað er verið að borga fyrir svona eignir í dag og svona starfsemi,“ segir hann. „Við lögðum fram tillögur sem snérust annars vegar um verksmiðjuna og hins vegar íslenska markaðinn, að taka hann með í kaupunum, því í sjálfu sér er erfitt að taka eingöngu yfir verksmiðjustarfsemi þar sem það tekur ákveðin tíma að byggja upp ákveðin tíma að byggja upp ný verkefni fyrir okkur,“ segir Róbert um tilboðið. Róbert segist hafa talið að þar sem Actavis hafi selt frá sér flesta markaði í Evrópu hafi það í sjálfu sér ekki verið mál að láta íslenska markaðinn fylgja með, enda smár markaður og framleiðnin ekki há fyrir jafn stórt fyrirtæki og Actavis. Hann segir að viðskiptin hafi strandað á því. Róbert segir Alvogen telja sig geta nýtt starfsemina vel en hann vann sjálfur í mörg ár með því fólki sem starfar í lyfjaverksmiðju Actavis. „Við teljum okkur geta nýtt þessa starfsemi vel, við þekkjum þessa starfsemi að sjálfsögðu vel, ég starfaði þarna eins og flestir vita í mjög mörg ár og þekki mikið af starfsfólki þarna, og teljum okkur geta nýtt þessa verksmiðju ekki bara hér heima heldur á okkar mörkuðum, en eins og menn kannski vita þá er Alvogen núna í 35 löndum og höfum svona aðeins verið að svipast eftir meiri framleiðsluafköstum,“ segir hann. Róbert segir það einnig vondar fréttir ef starfsemin leggist af. „Það væri mikil synd að missa 300 störf úr landi. Það var búið að byggja upp þekkingu á lyfjaframleiðslu og þróun á Íslandi, sem tók meira en 20 ár. Það væri mikil synd fyrir landið að missa þessa þekkingu úr landinu,“ segir hann. Ekki náðist í fulltrúa Actavis við vinnslu þessarar fréttar. Tengdar fréttir Róbert vill kaupa Actavis Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Formlegt tilboð var lagt fram fyrir tveimur vikum og er upphæð tilboðsins á fimmta milljarð króna. Til stendur að loka verksmiðjunni árið 2017. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Tilkynnt var um lokun verksmiðjunnar síðastliðinn mánudag. 300 störf flytjast þá frá Íslandi til annarra landa þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, segir að tilboði fyrirtækisins hafi beinlínis verið hafnað en hann segir Alvogen enn haga áhuga hjá á að kaupa starfsemina. „Því var í rauninni beinlínis hafnað. Við buðum að okkar mati, sem er trúnaðarmál, mjög hagstætt verð fyrir Actavis svona miðað við hvað er verið að borga fyrir svona eignir í dag og svona starfsemi,“ segir hann. „Við lögðum fram tillögur sem snérust annars vegar um verksmiðjuna og hins vegar íslenska markaðinn, að taka hann með í kaupunum, því í sjálfu sér er erfitt að taka eingöngu yfir verksmiðjustarfsemi þar sem það tekur ákveðin tíma að byggja upp ákveðin tíma að byggja upp ný verkefni fyrir okkur,“ segir Róbert um tilboðið. Róbert segist hafa talið að þar sem Actavis hafi selt frá sér flesta markaði í Evrópu hafi það í sjálfu sér ekki verið mál að láta íslenska markaðinn fylgja með, enda smár markaður og framleiðnin ekki há fyrir jafn stórt fyrirtæki og Actavis. Hann segir að viðskiptin hafi strandað á því. Róbert segir Alvogen telja sig geta nýtt starfsemina vel en hann vann sjálfur í mörg ár með því fólki sem starfar í lyfjaverksmiðju Actavis. „Við teljum okkur geta nýtt þessa starfsemi vel, við þekkjum þessa starfsemi að sjálfsögðu vel, ég starfaði þarna eins og flestir vita í mjög mörg ár og þekki mikið af starfsfólki þarna, og teljum okkur geta nýtt þessa verksmiðju ekki bara hér heima heldur á okkar mörkuðum, en eins og menn kannski vita þá er Alvogen núna í 35 löndum og höfum svona aðeins verið að svipast eftir meiri framleiðsluafköstum,“ segir hann. Róbert segir það einnig vondar fréttir ef starfsemin leggist af. „Það væri mikil synd að missa 300 störf úr landi. Það var búið að byggja upp þekkingu á lyfjaframleiðslu og þróun á Íslandi, sem tók meira en 20 ár. Það væri mikil synd fyrir landið að missa þessa þekkingu úr landinu,“ segir hann. Ekki náðist í fulltrúa Actavis við vinnslu þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Róbert vill kaupa Actavis Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Formlegt tilboð var lagt fram fyrir tveimur vikum og er upphæð tilboðsins á fimmta milljarð króna. Til stendur að loka verksmiðjunni árið 2017. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Róbert vill kaupa Actavis Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Formlegt tilboð var lagt fram fyrir tveimur vikum og er upphæð tilboðsins á fimmta milljarð króna. Til stendur að loka verksmiðjunni árið 2017. 2. júlí 2015 07:00
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent