Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2015 12:15 Eignarhlutur ríkisins í Arion banka var framseldur þann 3. september 2009 og hluturinn í Íslandsbanka þann 15. október 2009 með samningum sem gerðir voru við slitabú bankanna. vísir Eignarhlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka voru ekki framseldir til slitabúa bankanna fyrr en eftir að heimild fékkst til þess í lögum í desember 2009. Samningar um framsölin voru þó gerðir áður en lagaheimildin lá fyrir. Þetta kemur fram í umsögn Bankasýslu ríkisins um frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Frá því var greint í morgun að Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, hafi ekki haft lagaheimild til að framselja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka árið 2009. Eignarhlutur ríkisins í Arion banka var framseldur þann 3. september 2009 og hluturinn í Íslandsbanka þann 15. október 2009 með samningum sem gerðir voru við slitabú bankanna. Í umsögninni vísar bankasýslan í álit Ríkisendurskoðunar um að samkomulag ríkisins við skilanefndir bankanna um yfirtöku á eignarhlutunum teldist til ráðstöfunar á eignum ríkisins. Það hefði því þurft að afla heimildar í lögum til að framselja hlutina, samkvæmt 29. grein laga um fjárreiður ríkisins. Lög sem staðfestu breytingar á eignarhlutum ríkisins í bönkunum voru hins vegar ekki samþykkt fyrr en þann 22. desember 2009.Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar eignarhlutur ríkisins í bönkunum var framseldur. Vísir/ValliEignarhlutirnir voru framseldir eftir þann tíma, að því er fram kemur í umsögn bankasýslunnar, þó að samningarnir hafi verið gerðir áður en formleg heimild fékkst í lögum. Það sé því rangt sem fram komi í frumvarpinu annars vegar að Arion banki hafi verið í eigu ríkisins fram í nóvember 2009, og hins vegar að Íslandsbanki hafi verið í ríkiseigu til október 2009. Í umsögninni segir orðrétt: „Hið rétta er að það var ekki fyrr en 8. janúar 2010, sem 87,0% eignarhlutur ríkisins [í Arion banka] var framseldur til Kaupskila ehf., sbr. skýringu nr. 120 á bls. 73 í ársreikningi bankans fyrir árið 2009. Hins vegar er eignarhlutur íslenska ríkisins 13,0% í ríkisreikningi sama árs, þar sem hann var gerður í júní 2010, þegar framsalið hafði þegar átt sér stað.“ Um framsalið til Íslandsbanka segir: „Framsal 95,0% eignarhlutar ríkisins í bankanum til Glitnis hf. átti sér ekki stað fyrr en 31. desember 2009, sbr. skýringu á bls. 3 í ársreikningi bankans fyrir árið 2009.“ Tengdar fréttir Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Eignarhlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka voru ekki framseldir til slitabúa bankanna fyrr en eftir að heimild fékkst til þess í lögum í desember 2009. Samningar um framsölin voru þó gerðir áður en lagaheimildin lá fyrir. Þetta kemur fram í umsögn Bankasýslu ríkisins um frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Frá því var greint í morgun að Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, hafi ekki haft lagaheimild til að framselja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka árið 2009. Eignarhlutur ríkisins í Arion banka var framseldur þann 3. september 2009 og hluturinn í Íslandsbanka þann 15. október 2009 með samningum sem gerðir voru við slitabú bankanna. Í umsögninni vísar bankasýslan í álit Ríkisendurskoðunar um að samkomulag ríkisins við skilanefndir bankanna um yfirtöku á eignarhlutunum teldist til ráðstöfunar á eignum ríkisins. Það hefði því þurft að afla heimildar í lögum til að framselja hlutina, samkvæmt 29. grein laga um fjárreiður ríkisins. Lög sem staðfestu breytingar á eignarhlutum ríkisins í bönkunum voru hins vegar ekki samþykkt fyrr en þann 22. desember 2009.Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar eignarhlutur ríkisins í bönkunum var framseldur. Vísir/ValliEignarhlutirnir voru framseldir eftir þann tíma, að því er fram kemur í umsögn bankasýslunnar, þó að samningarnir hafi verið gerðir áður en formleg heimild fékkst í lögum. Það sé því rangt sem fram komi í frumvarpinu annars vegar að Arion banki hafi verið í eigu ríkisins fram í nóvember 2009, og hins vegar að Íslandsbanki hafi verið í ríkiseigu til október 2009. Í umsögninni segir orðrétt: „Hið rétta er að það var ekki fyrr en 8. janúar 2010, sem 87,0% eignarhlutur ríkisins [í Arion banka] var framseldur til Kaupskila ehf., sbr. skýringu nr. 120 á bls. 73 í ársreikningi bankans fyrir árið 2009. Hins vegar er eignarhlutur íslenska ríkisins 13,0% í ríkisreikningi sama árs, þar sem hann var gerður í júní 2010, þegar framsalið hafði þegar átt sér stað.“ Um framsalið til Íslandsbanka segir: „Framsal 95,0% eignarhlutar ríkisins í bankanum til Glitnis hf. átti sér ekki stað fyrr en 31. desember 2009, sbr. skýringu á bls. 3 í ársreikningi bankans fyrir árið 2009.“
Tengdar fréttir Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31
Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10