Búast má við að vara frá Sviss hækki í verði Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Búast má við því að verð á svissneskum lúxusvarningi á Íslandi og annars staðar í Evrópu hækki í kjölfar styrkingar frankans. Nordicphotos/afp Svissneskur franki er 25 krónum dýrari en hann var á miðvikudag í síðustu viku. Ástæðan er sú að svissneski seðlabankinn ákvað að hætta að halda gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart evru og rauk gengi frankans upp í kjölfarið. Seðlabanki Íslands hefur hins vegar reynt að halda íslensku krónunni stöðugri gagnvart evru. Víða í Evrópu hefur hækkun frankans mikil áhrif á efnahagslíf. BBC greindi frá því í fyrradag að um 566 þúsund Pólverjar hefðu tekið lán í svissneskum frönkum. Það væri um 37 prósent allra húsnæðislána þar. Íbúar margra fleiri ríkja hafa tekið lán í svissneskum franka, þar á meðal Ungverjar, Króatar og Austurríkismenn. Áhrifin kunna að hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf. Í svari frá Seðlabankanum kemur fram að þrjú prósent af heildarlánum frá erlendum aðilum, þar með talin bein lán og skuldabréfaútgáfur, eru í svissneskum frönkum. Þá segir jafnframt að hræringar á erlendum mörkuðum vegna svissneska frankans hafi ekki teljandi bein áhrif á efnahag Seðlabanka Íslands. „Sá órói sem verið hefur nú í upphafi árs á erlendum mörkuðum gæti hins vegar haft áhrif á þau kjör sem innlendum aðilum bjóðast á erlendum mörkuðum,“ segir í svari Seðlabankans. Það kann að vera að gengisbreytingin hafi bein áhrif á efnahagsreikning einhverra fjármálastofnana. Til að mynda nemur skuld fjármálafyrirtækisins Lýsingar umfram eign í svissneskum frönkum um 1.133 milljónum króna. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, bendir þó á að eigið fé Lýsingar sé rúmir tíu milljarðar króna. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Fréttablaðsins er vísað í níu mánaða uppgjör bankans á árinu 2014 þar sem fram kemur að eignir bankans umfram skuldir í svissneskum frönkum samsvara 354 milljónum króna. „Þetta er sumsé lág upphæð og hefur óveruleg áhrif þótt hún breytist eitthvað,“ segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi í svarinu. Eign Íslandsbanka í frönkum umfram skuld nam 485 milljónum í lok september í fyrra og hjá Arion banka voru það 97 milljónir. Þrjú prósent af heildarutanríkisviðskiptum Íslendinga eru í frönkum og gengisbreytingin kann að hafa einhver áhrif á innflutning ýmissa vara frá Sviss. Nærtækast er að nefna innflutning á lúxusvarningi eins og vönduðum úrum. „Í hverjum mánuði er ég að kaupa eitthvað inn,“ segir Frank Ú. Michelsen hjá Michelsen úrsmiðum á Laugavegi. Hann segir að hugsanlega muni því verð á varahlutum hækka eitthvað. Hann bíði þó með hækkanir í lengstu lög. Frank segir að núna sé aðalmálið að bíða eftir viðbrögðum Seðlabanka Evrópu og hvernig málin þróist. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Svissneskur franki er 25 krónum dýrari en hann var á miðvikudag í síðustu viku. Ástæðan er sú að svissneski seðlabankinn ákvað að hætta að halda gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart evru og rauk gengi frankans upp í kjölfarið. Seðlabanki Íslands hefur hins vegar reynt að halda íslensku krónunni stöðugri gagnvart evru. Víða í Evrópu hefur hækkun frankans mikil áhrif á efnahagslíf. BBC greindi frá því í fyrradag að um 566 þúsund Pólverjar hefðu tekið lán í svissneskum frönkum. Það væri um 37 prósent allra húsnæðislána þar. Íbúar margra fleiri ríkja hafa tekið lán í svissneskum franka, þar á meðal Ungverjar, Króatar og Austurríkismenn. Áhrifin kunna að hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf. Í svari frá Seðlabankanum kemur fram að þrjú prósent af heildarlánum frá erlendum aðilum, þar með talin bein lán og skuldabréfaútgáfur, eru í svissneskum frönkum. Þá segir jafnframt að hræringar á erlendum mörkuðum vegna svissneska frankans hafi ekki teljandi bein áhrif á efnahag Seðlabanka Íslands. „Sá órói sem verið hefur nú í upphafi árs á erlendum mörkuðum gæti hins vegar haft áhrif á þau kjör sem innlendum aðilum bjóðast á erlendum mörkuðum,“ segir í svari Seðlabankans. Það kann að vera að gengisbreytingin hafi bein áhrif á efnahagsreikning einhverra fjármálastofnana. Til að mynda nemur skuld fjármálafyrirtækisins Lýsingar umfram eign í svissneskum frönkum um 1.133 milljónum króna. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, bendir þó á að eigið fé Lýsingar sé rúmir tíu milljarðar króna. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Fréttablaðsins er vísað í níu mánaða uppgjör bankans á árinu 2014 þar sem fram kemur að eignir bankans umfram skuldir í svissneskum frönkum samsvara 354 milljónum króna. „Þetta er sumsé lág upphæð og hefur óveruleg áhrif þótt hún breytist eitthvað,“ segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi í svarinu. Eign Íslandsbanka í frönkum umfram skuld nam 485 milljónum í lok september í fyrra og hjá Arion banka voru það 97 milljónir. Þrjú prósent af heildarutanríkisviðskiptum Íslendinga eru í frönkum og gengisbreytingin kann að hafa einhver áhrif á innflutning ýmissa vara frá Sviss. Nærtækast er að nefna innflutning á lúxusvarningi eins og vönduðum úrum. „Í hverjum mánuði er ég að kaupa eitthvað inn,“ segir Frank Ú. Michelsen hjá Michelsen úrsmiðum á Laugavegi. Hann segir að hugsanlega muni því verð á varahlutum hækka eitthvað. Hann bíði þó með hækkanir í lengstu lög. Frank segir að núna sé aðalmálið að bíða eftir viðbrögðum Seðlabanka Evrópu og hvernig málin þróist.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira