Búast má við að vara frá Sviss hækki í verði Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Búast má við því að verð á svissneskum lúxusvarningi á Íslandi og annars staðar í Evrópu hækki í kjölfar styrkingar frankans. Nordicphotos/afp Svissneskur franki er 25 krónum dýrari en hann var á miðvikudag í síðustu viku. Ástæðan er sú að svissneski seðlabankinn ákvað að hætta að halda gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart evru og rauk gengi frankans upp í kjölfarið. Seðlabanki Íslands hefur hins vegar reynt að halda íslensku krónunni stöðugri gagnvart evru. Víða í Evrópu hefur hækkun frankans mikil áhrif á efnahagslíf. BBC greindi frá því í fyrradag að um 566 þúsund Pólverjar hefðu tekið lán í svissneskum frönkum. Það væri um 37 prósent allra húsnæðislána þar. Íbúar margra fleiri ríkja hafa tekið lán í svissneskum franka, þar á meðal Ungverjar, Króatar og Austurríkismenn. Áhrifin kunna að hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf. Í svari frá Seðlabankanum kemur fram að þrjú prósent af heildarlánum frá erlendum aðilum, þar með talin bein lán og skuldabréfaútgáfur, eru í svissneskum frönkum. Þá segir jafnframt að hræringar á erlendum mörkuðum vegna svissneska frankans hafi ekki teljandi bein áhrif á efnahag Seðlabanka Íslands. „Sá órói sem verið hefur nú í upphafi árs á erlendum mörkuðum gæti hins vegar haft áhrif á þau kjör sem innlendum aðilum bjóðast á erlendum mörkuðum,“ segir í svari Seðlabankans. Það kann að vera að gengisbreytingin hafi bein áhrif á efnahagsreikning einhverra fjármálastofnana. Til að mynda nemur skuld fjármálafyrirtækisins Lýsingar umfram eign í svissneskum frönkum um 1.133 milljónum króna. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, bendir þó á að eigið fé Lýsingar sé rúmir tíu milljarðar króna. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Fréttablaðsins er vísað í níu mánaða uppgjör bankans á árinu 2014 þar sem fram kemur að eignir bankans umfram skuldir í svissneskum frönkum samsvara 354 milljónum króna. „Þetta er sumsé lág upphæð og hefur óveruleg áhrif þótt hún breytist eitthvað,“ segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi í svarinu. Eign Íslandsbanka í frönkum umfram skuld nam 485 milljónum í lok september í fyrra og hjá Arion banka voru það 97 milljónir. Þrjú prósent af heildarutanríkisviðskiptum Íslendinga eru í frönkum og gengisbreytingin kann að hafa einhver áhrif á innflutning ýmissa vara frá Sviss. Nærtækast er að nefna innflutning á lúxusvarningi eins og vönduðum úrum. „Í hverjum mánuði er ég að kaupa eitthvað inn,“ segir Frank Ú. Michelsen hjá Michelsen úrsmiðum á Laugavegi. Hann segir að hugsanlega muni því verð á varahlutum hækka eitthvað. Hann bíði þó með hækkanir í lengstu lög. Frank segir að núna sé aðalmálið að bíða eftir viðbrögðum Seðlabanka Evrópu og hvernig málin þróist. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Svissneskur franki er 25 krónum dýrari en hann var á miðvikudag í síðustu viku. Ástæðan er sú að svissneski seðlabankinn ákvað að hætta að halda gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart evru og rauk gengi frankans upp í kjölfarið. Seðlabanki Íslands hefur hins vegar reynt að halda íslensku krónunni stöðugri gagnvart evru. Víða í Evrópu hefur hækkun frankans mikil áhrif á efnahagslíf. BBC greindi frá því í fyrradag að um 566 þúsund Pólverjar hefðu tekið lán í svissneskum frönkum. Það væri um 37 prósent allra húsnæðislána þar. Íbúar margra fleiri ríkja hafa tekið lán í svissneskum franka, þar á meðal Ungverjar, Króatar og Austurríkismenn. Áhrifin kunna að hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf. Í svari frá Seðlabankanum kemur fram að þrjú prósent af heildarlánum frá erlendum aðilum, þar með talin bein lán og skuldabréfaútgáfur, eru í svissneskum frönkum. Þá segir jafnframt að hræringar á erlendum mörkuðum vegna svissneska frankans hafi ekki teljandi bein áhrif á efnahag Seðlabanka Íslands. „Sá órói sem verið hefur nú í upphafi árs á erlendum mörkuðum gæti hins vegar haft áhrif á þau kjör sem innlendum aðilum bjóðast á erlendum mörkuðum,“ segir í svari Seðlabankans. Það kann að vera að gengisbreytingin hafi bein áhrif á efnahagsreikning einhverra fjármálastofnana. Til að mynda nemur skuld fjármálafyrirtækisins Lýsingar umfram eign í svissneskum frönkum um 1.133 milljónum króna. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, bendir þó á að eigið fé Lýsingar sé rúmir tíu milljarðar króna. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Fréttablaðsins er vísað í níu mánaða uppgjör bankans á árinu 2014 þar sem fram kemur að eignir bankans umfram skuldir í svissneskum frönkum samsvara 354 milljónum króna. „Þetta er sumsé lág upphæð og hefur óveruleg áhrif þótt hún breytist eitthvað,“ segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi í svarinu. Eign Íslandsbanka í frönkum umfram skuld nam 485 milljónum í lok september í fyrra og hjá Arion banka voru það 97 milljónir. Þrjú prósent af heildarutanríkisviðskiptum Íslendinga eru í frönkum og gengisbreytingin kann að hafa einhver áhrif á innflutning ýmissa vara frá Sviss. Nærtækast er að nefna innflutning á lúxusvarningi eins og vönduðum úrum. „Í hverjum mánuði er ég að kaupa eitthvað inn,“ segir Frank Ú. Michelsen hjá Michelsen úrsmiðum á Laugavegi. Hann segir að hugsanlega muni því verð á varahlutum hækka eitthvað. Hann bíði þó með hækkanir í lengstu lög. Frank segir að núna sé aðalmálið að bíða eftir viðbrögðum Seðlabanka Evrópu og hvernig málin þróist.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent