Búast má við að vara frá Sviss hækki í verði Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Búast má við því að verð á svissneskum lúxusvarningi á Íslandi og annars staðar í Evrópu hækki í kjölfar styrkingar frankans. Nordicphotos/afp Svissneskur franki er 25 krónum dýrari en hann var á miðvikudag í síðustu viku. Ástæðan er sú að svissneski seðlabankinn ákvað að hætta að halda gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart evru og rauk gengi frankans upp í kjölfarið. Seðlabanki Íslands hefur hins vegar reynt að halda íslensku krónunni stöðugri gagnvart evru. Víða í Evrópu hefur hækkun frankans mikil áhrif á efnahagslíf. BBC greindi frá því í fyrradag að um 566 þúsund Pólverjar hefðu tekið lán í svissneskum frönkum. Það væri um 37 prósent allra húsnæðislána þar. Íbúar margra fleiri ríkja hafa tekið lán í svissneskum franka, þar á meðal Ungverjar, Króatar og Austurríkismenn. Áhrifin kunna að hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf. Í svari frá Seðlabankanum kemur fram að þrjú prósent af heildarlánum frá erlendum aðilum, þar með talin bein lán og skuldabréfaútgáfur, eru í svissneskum frönkum. Þá segir jafnframt að hræringar á erlendum mörkuðum vegna svissneska frankans hafi ekki teljandi bein áhrif á efnahag Seðlabanka Íslands. „Sá órói sem verið hefur nú í upphafi árs á erlendum mörkuðum gæti hins vegar haft áhrif á þau kjör sem innlendum aðilum bjóðast á erlendum mörkuðum,“ segir í svari Seðlabankans. Það kann að vera að gengisbreytingin hafi bein áhrif á efnahagsreikning einhverra fjármálastofnana. Til að mynda nemur skuld fjármálafyrirtækisins Lýsingar umfram eign í svissneskum frönkum um 1.133 milljónum króna. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, bendir þó á að eigið fé Lýsingar sé rúmir tíu milljarðar króna. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Fréttablaðsins er vísað í níu mánaða uppgjör bankans á árinu 2014 þar sem fram kemur að eignir bankans umfram skuldir í svissneskum frönkum samsvara 354 milljónum króna. „Þetta er sumsé lág upphæð og hefur óveruleg áhrif þótt hún breytist eitthvað,“ segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi í svarinu. Eign Íslandsbanka í frönkum umfram skuld nam 485 milljónum í lok september í fyrra og hjá Arion banka voru það 97 milljónir. Þrjú prósent af heildarutanríkisviðskiptum Íslendinga eru í frönkum og gengisbreytingin kann að hafa einhver áhrif á innflutning ýmissa vara frá Sviss. Nærtækast er að nefna innflutning á lúxusvarningi eins og vönduðum úrum. „Í hverjum mánuði er ég að kaupa eitthvað inn,“ segir Frank Ú. Michelsen hjá Michelsen úrsmiðum á Laugavegi. Hann segir að hugsanlega muni því verð á varahlutum hækka eitthvað. Hann bíði þó með hækkanir í lengstu lög. Frank segir að núna sé aðalmálið að bíða eftir viðbrögðum Seðlabanka Evrópu og hvernig málin þróist. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Svissneskur franki er 25 krónum dýrari en hann var á miðvikudag í síðustu viku. Ástæðan er sú að svissneski seðlabankinn ákvað að hætta að halda gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart evru og rauk gengi frankans upp í kjölfarið. Seðlabanki Íslands hefur hins vegar reynt að halda íslensku krónunni stöðugri gagnvart evru. Víða í Evrópu hefur hækkun frankans mikil áhrif á efnahagslíf. BBC greindi frá því í fyrradag að um 566 þúsund Pólverjar hefðu tekið lán í svissneskum frönkum. Það væri um 37 prósent allra húsnæðislána þar. Íbúar margra fleiri ríkja hafa tekið lán í svissneskum franka, þar á meðal Ungverjar, Króatar og Austurríkismenn. Áhrifin kunna að hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf. Í svari frá Seðlabankanum kemur fram að þrjú prósent af heildarlánum frá erlendum aðilum, þar með talin bein lán og skuldabréfaútgáfur, eru í svissneskum frönkum. Þá segir jafnframt að hræringar á erlendum mörkuðum vegna svissneska frankans hafi ekki teljandi bein áhrif á efnahag Seðlabanka Íslands. „Sá órói sem verið hefur nú í upphafi árs á erlendum mörkuðum gæti hins vegar haft áhrif á þau kjör sem innlendum aðilum bjóðast á erlendum mörkuðum,“ segir í svari Seðlabankans. Það kann að vera að gengisbreytingin hafi bein áhrif á efnahagsreikning einhverra fjármálastofnana. Til að mynda nemur skuld fjármálafyrirtækisins Lýsingar umfram eign í svissneskum frönkum um 1.133 milljónum króna. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, bendir þó á að eigið fé Lýsingar sé rúmir tíu milljarðar króna. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Fréttablaðsins er vísað í níu mánaða uppgjör bankans á árinu 2014 þar sem fram kemur að eignir bankans umfram skuldir í svissneskum frönkum samsvara 354 milljónum króna. „Þetta er sumsé lág upphæð og hefur óveruleg áhrif þótt hún breytist eitthvað,“ segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi í svarinu. Eign Íslandsbanka í frönkum umfram skuld nam 485 milljónum í lok september í fyrra og hjá Arion banka voru það 97 milljónir. Þrjú prósent af heildarutanríkisviðskiptum Íslendinga eru í frönkum og gengisbreytingin kann að hafa einhver áhrif á innflutning ýmissa vara frá Sviss. Nærtækast er að nefna innflutning á lúxusvarningi eins og vönduðum úrum. „Í hverjum mánuði er ég að kaupa eitthvað inn,“ segir Frank Ú. Michelsen hjá Michelsen úrsmiðum á Laugavegi. Hann segir að hugsanlega muni því verð á varahlutum hækka eitthvað. Hann bíði þó með hækkanir í lengstu lög. Frank segir að núna sé aðalmálið að bíða eftir viðbrögðum Seðlabanka Evrópu og hvernig málin þróist.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent