Búast má við að vara frá Sviss hækki í verði Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Búast má við því að verð á svissneskum lúxusvarningi á Íslandi og annars staðar í Evrópu hækki í kjölfar styrkingar frankans. Nordicphotos/afp Svissneskur franki er 25 krónum dýrari en hann var á miðvikudag í síðustu viku. Ástæðan er sú að svissneski seðlabankinn ákvað að hætta að halda gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart evru og rauk gengi frankans upp í kjölfarið. Seðlabanki Íslands hefur hins vegar reynt að halda íslensku krónunni stöðugri gagnvart evru. Víða í Evrópu hefur hækkun frankans mikil áhrif á efnahagslíf. BBC greindi frá því í fyrradag að um 566 þúsund Pólverjar hefðu tekið lán í svissneskum frönkum. Það væri um 37 prósent allra húsnæðislána þar. Íbúar margra fleiri ríkja hafa tekið lán í svissneskum franka, þar á meðal Ungverjar, Króatar og Austurríkismenn. Áhrifin kunna að hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf. Í svari frá Seðlabankanum kemur fram að þrjú prósent af heildarlánum frá erlendum aðilum, þar með talin bein lán og skuldabréfaútgáfur, eru í svissneskum frönkum. Þá segir jafnframt að hræringar á erlendum mörkuðum vegna svissneska frankans hafi ekki teljandi bein áhrif á efnahag Seðlabanka Íslands. „Sá órói sem verið hefur nú í upphafi árs á erlendum mörkuðum gæti hins vegar haft áhrif á þau kjör sem innlendum aðilum bjóðast á erlendum mörkuðum,“ segir í svari Seðlabankans. Það kann að vera að gengisbreytingin hafi bein áhrif á efnahagsreikning einhverra fjármálastofnana. Til að mynda nemur skuld fjármálafyrirtækisins Lýsingar umfram eign í svissneskum frönkum um 1.133 milljónum króna. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, bendir þó á að eigið fé Lýsingar sé rúmir tíu milljarðar króna. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Fréttablaðsins er vísað í níu mánaða uppgjör bankans á árinu 2014 þar sem fram kemur að eignir bankans umfram skuldir í svissneskum frönkum samsvara 354 milljónum króna. „Þetta er sumsé lág upphæð og hefur óveruleg áhrif þótt hún breytist eitthvað,“ segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi í svarinu. Eign Íslandsbanka í frönkum umfram skuld nam 485 milljónum í lok september í fyrra og hjá Arion banka voru það 97 milljónir. Þrjú prósent af heildarutanríkisviðskiptum Íslendinga eru í frönkum og gengisbreytingin kann að hafa einhver áhrif á innflutning ýmissa vara frá Sviss. Nærtækast er að nefna innflutning á lúxusvarningi eins og vönduðum úrum. „Í hverjum mánuði er ég að kaupa eitthvað inn,“ segir Frank Ú. Michelsen hjá Michelsen úrsmiðum á Laugavegi. Hann segir að hugsanlega muni því verð á varahlutum hækka eitthvað. Hann bíði þó með hækkanir í lengstu lög. Frank segir að núna sé aðalmálið að bíða eftir viðbrögðum Seðlabanka Evrópu og hvernig málin þróist. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Svissneskur franki er 25 krónum dýrari en hann var á miðvikudag í síðustu viku. Ástæðan er sú að svissneski seðlabankinn ákvað að hætta að halda gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart evru og rauk gengi frankans upp í kjölfarið. Seðlabanki Íslands hefur hins vegar reynt að halda íslensku krónunni stöðugri gagnvart evru. Víða í Evrópu hefur hækkun frankans mikil áhrif á efnahagslíf. BBC greindi frá því í fyrradag að um 566 þúsund Pólverjar hefðu tekið lán í svissneskum frönkum. Það væri um 37 prósent allra húsnæðislána þar. Íbúar margra fleiri ríkja hafa tekið lán í svissneskum franka, þar á meðal Ungverjar, Króatar og Austurríkismenn. Áhrifin kunna að hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf. Í svari frá Seðlabankanum kemur fram að þrjú prósent af heildarlánum frá erlendum aðilum, þar með talin bein lán og skuldabréfaútgáfur, eru í svissneskum frönkum. Þá segir jafnframt að hræringar á erlendum mörkuðum vegna svissneska frankans hafi ekki teljandi bein áhrif á efnahag Seðlabanka Íslands. „Sá órói sem verið hefur nú í upphafi árs á erlendum mörkuðum gæti hins vegar haft áhrif á þau kjör sem innlendum aðilum bjóðast á erlendum mörkuðum,“ segir í svari Seðlabankans. Það kann að vera að gengisbreytingin hafi bein áhrif á efnahagsreikning einhverra fjármálastofnana. Til að mynda nemur skuld fjármálafyrirtækisins Lýsingar umfram eign í svissneskum frönkum um 1.133 milljónum króna. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, bendir þó á að eigið fé Lýsingar sé rúmir tíu milljarðar króna. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Fréttablaðsins er vísað í níu mánaða uppgjör bankans á árinu 2014 þar sem fram kemur að eignir bankans umfram skuldir í svissneskum frönkum samsvara 354 milljónum króna. „Þetta er sumsé lág upphæð og hefur óveruleg áhrif þótt hún breytist eitthvað,“ segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi í svarinu. Eign Íslandsbanka í frönkum umfram skuld nam 485 milljónum í lok september í fyrra og hjá Arion banka voru það 97 milljónir. Þrjú prósent af heildarutanríkisviðskiptum Íslendinga eru í frönkum og gengisbreytingin kann að hafa einhver áhrif á innflutning ýmissa vara frá Sviss. Nærtækast er að nefna innflutning á lúxusvarningi eins og vönduðum úrum. „Í hverjum mánuði er ég að kaupa eitthvað inn,“ segir Frank Ú. Michelsen hjá Michelsen úrsmiðum á Laugavegi. Hann segir að hugsanlega muni því verð á varahlutum hækka eitthvað. Hann bíði þó með hækkanir í lengstu lög. Frank segir að núna sé aðalmálið að bíða eftir viðbrögðum Seðlabanka Evrópu og hvernig málin þróist.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira