Viðskipti innlent

Friðrik Dór, Ólafur Arnalds og Arnar Dan opna frönskustað

ingvar haraldsson skrifar
Friðrik Dór segir að Ólafi Arnalds hafi strax litist vel á hugmyndina enda sé hann mikill áhugamaður um belgískar kartöflur.
Friðrik Dór segir að Ólafi Arnalds hafi strax litist vel á hugmyndina enda sé hann mikill áhugamaður um belgískar kartöflur. vísir/valli/getty/ernir
Tónlistamaðurinn Friðrik Dór Jónsson hyggst opna skyndibitastaðinn Reykjavík Chips við Vitastíg 10 með tónlistamanninum Ólafi Arnalds og tveim æskuvinum sínum, leikaranum Arnari Dan Kristjánssyni og matgæðingnum Hermanni Óla Davíðssyni.

Eini rétturinn á matseðlinum verða franskar kartöflur, matreiddar samkvæmt belgískri hefð. „Þetta er mjög einfalt konsept. Þú færð þér franskar, velur sósu sem þú vilt ofan á og svo getur þú skolað þessu með drykk að eigin vali, hvort sem það er bjór, vatn eða gos,“ segir Friðrik.

Friðrik segir að breyta þurfi viðhorfi Íslendinga gagnvart djúpsteiktum kartöflum. „Franskar eru alltaf eitthvað meðlæti en þetta er aðalréttur og eini rétturinn hjá okkur og þannig er þetta í Belgíu. Þessi tegund af stöðum er að dreifast um Evrópu,“ segir Friðrik.

Æskuvinirnir Arnar Dan Kristjánsson, Hermann Óli Davíðsson og Friðrik Dór Jónsson fyrir utan Reykjavík Chips, við Vitastíg 10. Stefnt er að því að opna staðinn í júní.mynd/friðrik dór
„Það skiptir máli hvernig þú gerir franskar kartöflur, það er ekki sama að fá þetta frosið í hús og skella því í djúpsteikingarpott og kalla það franskar. Hjá okkur er þetta gert frá grunni og svolítið nostrað við þetta,“ bætir Friðrik við.

Friðrik segir að stefnt sé að því að opna staðinn í júní.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.