Friðrik Dór, Ólafur Arnalds og Arnar Dan opna frönskustað ingvar haraldsson skrifar 22. apríl 2015 10:27 Friðrik Dór segir að Ólafi Arnalds hafi strax litist vel á hugmyndina enda sé hann mikill áhugamaður um belgískar kartöflur. vísir/valli/getty/ernir Tónlistamaðurinn Friðrik Dór Jónsson hyggst opna skyndibitastaðinn Reykjavík Chips við Vitastíg 10 með tónlistamanninum Ólafi Arnalds og tveim æskuvinum sínum, leikaranum Arnari Dan Kristjánssyni og matgæðingnum Hermanni Óla Davíðssyni. Eini rétturinn á matseðlinum verða franskar kartöflur, matreiddar samkvæmt belgískri hefð. „Þetta er mjög einfalt konsept. Þú færð þér franskar, velur sósu sem þú vilt ofan á og svo getur þú skolað þessu með drykk að eigin vali, hvort sem það er bjór, vatn eða gos,“ segir Friðrik. Friðrik segir að breyta þurfi viðhorfi Íslendinga gagnvart djúpsteiktum kartöflum. „Franskar eru alltaf eitthvað meðlæti en þetta er aðalréttur og eini rétturinn hjá okkur og þannig er þetta í Belgíu. Þessi tegund af stöðum er að dreifast um Evrópu,“ segir Friðrik.Æskuvinirnir Arnar Dan Kristjánsson, Hermann Óli Davíðsson og Friðrik Dór Jónsson fyrir utan Reykjavík Chips, við Vitastíg 10. Stefnt er að því að opna staðinn í júní.mynd/friðrik dór„Það skiptir máli hvernig þú gerir franskar kartöflur, það er ekki sama að fá þetta frosið í hús og skella því í djúpsteikingarpott og kalla það franskar. Hjá okkur er þetta gert frá grunni og svolítið nostrað við þetta,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að stefnt sé að því að opna staðinn í júní. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Tónlistamaðurinn Friðrik Dór Jónsson hyggst opna skyndibitastaðinn Reykjavík Chips við Vitastíg 10 með tónlistamanninum Ólafi Arnalds og tveim æskuvinum sínum, leikaranum Arnari Dan Kristjánssyni og matgæðingnum Hermanni Óla Davíðssyni. Eini rétturinn á matseðlinum verða franskar kartöflur, matreiddar samkvæmt belgískri hefð. „Þetta er mjög einfalt konsept. Þú færð þér franskar, velur sósu sem þú vilt ofan á og svo getur þú skolað þessu með drykk að eigin vali, hvort sem það er bjór, vatn eða gos,“ segir Friðrik. Friðrik segir að breyta þurfi viðhorfi Íslendinga gagnvart djúpsteiktum kartöflum. „Franskar eru alltaf eitthvað meðlæti en þetta er aðalréttur og eini rétturinn hjá okkur og þannig er þetta í Belgíu. Þessi tegund af stöðum er að dreifast um Evrópu,“ segir Friðrik.Æskuvinirnir Arnar Dan Kristjánsson, Hermann Óli Davíðsson og Friðrik Dór Jónsson fyrir utan Reykjavík Chips, við Vitastíg 10. Stefnt er að því að opna staðinn í júní.mynd/friðrik dór„Það skiptir máli hvernig þú gerir franskar kartöflur, það er ekki sama að fá þetta frosið í hús og skella því í djúpsteikingarpott og kalla það franskar. Hjá okkur er þetta gert frá grunni og svolítið nostrað við þetta,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að stefnt sé að því að opna staðinn í júní.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira