Milljarðar frá Rio Tinto í Straumsvík til Rio Tinto í Sviss þrátt fyrir tap Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. desember 2015 13:28 Kaupa súrál af móðurfélaginu og greiða fyrir einkaleyfi og fleira. Vísir/Vilhelm Eigandi álversins Rio Tinto Alcan í Straumsvík greiðir milljarða króna á ári til eiganda síns Alcan Holdings Switzerland, á hverju ári þrátt fyrir taprekstur. Tapið er í raun að hluta tilkomið vegna þessara háu greiðslna. Fjallað er um málið í Stundinni í dag.Rannveig sagði á þriðjudag að ekki stæði til að loka en í morgun sagði hún spurningu hvort starfsemin ætti bara að felast í því að uppfylla rafmagnskaupasamningVísir/GVAGreiða fyrir einkaleyfi og súrál Þar kemur fram að í svörum frá upplýsingafulltrúa Alcan á Ísland, Ólafi Teiti Guðnasyni, séu þessi gjöld, sem bókfærð eru sem kostnaður, tilkomin vegna einkaleyfa, tæknilegrar þjónustu, sameiginlegrar stjórnunar. Til viðbótar á álverið í Straumsvík umtalsverð viðskipti við móðurfélagið vegna kaupa á súráli og rafskauta sem notuð eru í framleiðslunni. Umræða hefur verið um hvort álverinu verði lokað vegna kjarabaráttu starfsmanna en baráttan virðist vera algjörlega strand. Álverð hefur lækkað talsvert á síðustu misserum.Vísir/GVAÓljóst hvað gert verður Boðuð verkfalli var aflýst á síðustu stundu í vikunni, ekki vegna þess að útlit væri fyrir samninga heldur þvert á móti þar sem forsvarsmenn starfsmanna sögðu engan samning í augsýn og að verið væri að nota starfsmenn sem átyllu til að loka verksmiðjunni. Taprekstur hefur verið á álverinu síðustu ár en ráðist hefur verið í talsverða fjárfestingu. Rannveig Rist, forstjóri álversins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að ekki stæði til að loka. „Við erum að vinna að því að láta þennan rekstur ganga vel og ganga áfram. Við erum nýbúin að fjárfesta hér fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum.“ Nú tveimur dögum síðar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, sagði Rannveig hins vegar spurningu um hvort tapið á rekstri álversins væri svo mikið að það borgi sig að borga bara rafmagnið og hætta framleiðslu. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Eigandi álversins Rio Tinto Alcan í Straumsvík greiðir milljarða króna á ári til eiganda síns Alcan Holdings Switzerland, á hverju ári þrátt fyrir taprekstur. Tapið er í raun að hluta tilkomið vegna þessara háu greiðslna. Fjallað er um málið í Stundinni í dag.Rannveig sagði á þriðjudag að ekki stæði til að loka en í morgun sagði hún spurningu hvort starfsemin ætti bara að felast í því að uppfylla rafmagnskaupasamningVísir/GVAGreiða fyrir einkaleyfi og súrál Þar kemur fram að í svörum frá upplýsingafulltrúa Alcan á Ísland, Ólafi Teiti Guðnasyni, séu þessi gjöld, sem bókfærð eru sem kostnaður, tilkomin vegna einkaleyfa, tæknilegrar þjónustu, sameiginlegrar stjórnunar. Til viðbótar á álverið í Straumsvík umtalsverð viðskipti við móðurfélagið vegna kaupa á súráli og rafskauta sem notuð eru í framleiðslunni. Umræða hefur verið um hvort álverinu verði lokað vegna kjarabaráttu starfsmanna en baráttan virðist vera algjörlega strand. Álverð hefur lækkað talsvert á síðustu misserum.Vísir/GVAÓljóst hvað gert verður Boðuð verkfalli var aflýst á síðustu stundu í vikunni, ekki vegna þess að útlit væri fyrir samninga heldur þvert á móti þar sem forsvarsmenn starfsmanna sögðu engan samning í augsýn og að verið væri að nota starfsmenn sem átyllu til að loka verksmiðjunni. Taprekstur hefur verið á álverinu síðustu ár en ráðist hefur verið í talsverða fjárfestingu. Rannveig Rist, forstjóri álversins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að ekki stæði til að loka. „Við erum að vinna að því að láta þennan rekstur ganga vel og ganga áfram. Við erum nýbúin að fjárfesta hér fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum.“ Nú tveimur dögum síðar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, sagði Rannveig hins vegar spurningu um hvort tapið á rekstri álversins væri svo mikið að það borgi sig að borga bara rafmagnið og hætta framleiðslu.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27