Imon-málið komið á dagskrá Hæstaréttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2015 08:51 Steinþór Gunnarsson, Elín Sigfúsdóttir og Sigurjón Þ. Árnason. Vísir Imon-málið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 21. september næstkomandi. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af voru sex skilorðsbundnir. Dómur féll í héraði í byrjun júní og mánuði síðar ákvað ríkissaksóknari að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Steinþór Gunnarsson hafði þegar tekið þá ákvörðun að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Mun Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari flytja málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Sérstakur saksóknari var ekki sáttur við niðurstöðuna í héraði.Vísir/ValliSérstakur telur um sýndarviðskipti að ræða Í málinu voru stjórnendurnir þrír ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með lánveitingu til félagsins Imon ehf. til kaupa á hlutabréfa í Landsbankanum þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna haustið 2008. Lánið hljóðaði upp á fimm milljarða króna en Imon ehf var í eigu Magnúsar Ármann. Steinþór var sakaður um að hafa tilkynnt kaup Imon ehf á hlutabréfunum sem raunveruleg viðskipti til Kauphallarinnar. Sérstakur saksóknari taldi að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda verði á hlutabréfum í bankanum uppi.Sigurjón Árnason ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni.Vísir/VilhelmFjölskipaður héraðsdómur klofnaðiÍ dómi héraðsdóms segir að hann hafi ekki geta dulist að upplýsingar um hvernig að viðskiptunum væri staðið gæti haft áhrif á mat aðila verðbréfamarkaðarins á verði hlutabréfa. Því hafi honum borið að haga starfi sínu á þann veg að misvísandi eða villandi upplýsingar um verðmæti hlutabréfa bærust ekki út á markaðinn. Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu en einn dómari af þremur taldi að sakfella ætti Sigurjón þar sem hann hefði tekið ákvörðun um viðskiptin. Sigurjón var í nóvember síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli. Tveir starfsmenn bankans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Hreiðarsson, fengu níu mánaða dóm en þar af voru sex á skilorði. Málið var töluvert umfangsmeira en Imon-málið og eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari rannsakaði í kjölfar efnahagashrunsins. Málflutningur í Imon-málinu verður í Hæstarétti mánudaginn 21. september klukkan 9. Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Imon-málið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 21. september næstkomandi. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af voru sex skilorðsbundnir. Dómur féll í héraði í byrjun júní og mánuði síðar ákvað ríkissaksóknari að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Steinþór Gunnarsson hafði þegar tekið þá ákvörðun að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Mun Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari flytja málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Sérstakur saksóknari var ekki sáttur við niðurstöðuna í héraði.Vísir/ValliSérstakur telur um sýndarviðskipti að ræða Í málinu voru stjórnendurnir þrír ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með lánveitingu til félagsins Imon ehf. til kaupa á hlutabréfa í Landsbankanum þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna haustið 2008. Lánið hljóðaði upp á fimm milljarða króna en Imon ehf var í eigu Magnúsar Ármann. Steinþór var sakaður um að hafa tilkynnt kaup Imon ehf á hlutabréfunum sem raunveruleg viðskipti til Kauphallarinnar. Sérstakur saksóknari taldi að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda verði á hlutabréfum í bankanum uppi.Sigurjón Árnason ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni.Vísir/VilhelmFjölskipaður héraðsdómur klofnaðiÍ dómi héraðsdóms segir að hann hafi ekki geta dulist að upplýsingar um hvernig að viðskiptunum væri staðið gæti haft áhrif á mat aðila verðbréfamarkaðarins á verði hlutabréfa. Því hafi honum borið að haga starfi sínu á þann veg að misvísandi eða villandi upplýsingar um verðmæti hlutabréfa bærust ekki út á markaðinn. Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu en einn dómari af þremur taldi að sakfella ætti Sigurjón þar sem hann hefði tekið ákvörðun um viðskiptin. Sigurjón var í nóvember síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli. Tveir starfsmenn bankans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Hreiðarsson, fengu níu mánaða dóm en þar af voru sex á skilorði. Málið var töluvert umfangsmeira en Imon-málið og eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari rannsakaði í kjölfar efnahagashrunsins. Málflutningur í Imon-málinu verður í Hæstarétti mánudaginn 21. september klukkan 9.
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45