Viðskipti innlent

Segja launakjör stjórnarmanna svipuð því sem gerist í sambærilegum félögum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Herdís Dröfn Fjeldsted er formaður stjórnar VÍS.
Herdís Dröfn Fjeldsted er formaður stjórnar VÍS. vísir/anton
Í ljósi frétta í kjölfar tilkynningar stjórnar VÍS hækkun launa stjórnarmanna hefur stjórn VÍS sent frá sér tilkynningu þar sem segir að launakjör stjórnarmanna VÍS séu svipuð því sem gerist í sambærilegum félögum á markaði.

Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:

Í ljósi frétta í kjölfar tilkynningar stjórnar VÍS um launakjör stjórnarmanna skal tekið fram:

Launakjör stjórnarmanna VÍS eru svipuð því sem gerist í sambærilegum félögum á markaði.

Vísað er til ársreiknings VÍS um laun stjórnarmanna fyrir árið 2014, sá samanburður leiðir í ljós að ekki er um þá veigamiklu breytingu að ræða á heildar starfskjörum stjórnarmanna frá árinu 2014 sem komið hefur fram í fjölmiðlum.

Stjórn tekur kjör samkvæmt samþykkt aðalfundar VÍS þar sem tekið var mið af umfangi og eðli rekstrar og er í samræmi við önnur sambærileg félög í Kauphöll Íslands.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×