Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 09:19 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun var frestað um klukkutíma. vísir/gva Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun hefur verið frestað um klukkutíma vegna þess að tölvukerfi Héraðsdóms Reykjavíkur liggur niðri. Ekki er hægt að komast inn í málaskrá og þá er hvorki hægt að taka upp né komast inn í tölvupósta eða á netið. Óljóst er hversu langan tíma það mun taka að koma tölvukerfinu í lag og var þinghaldi því frestað til klukkan 10.Hreiðar og Sigurður hafa ekki látið sjá sig Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir í málinu fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun og umboðssvik á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun. Í seinustu viku lauk skýrslutökum yfir tveimur verðbréfasölum sem störfuðu hjá eigin viðskiptum bankans, þeim Pétri Kristni Guðmarssyni og Birni Sæ Björnssyni. Þeir eru sakaðir um að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Eiga þeir að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, og Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í málinu og átti skýrslutaka yfir Einari Pálma að hefjast í morgun. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg eru ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Þeir afplána nú sem kunnugt er fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins og hefur lítið sést til þeirra í héraðsdómi á meðan aðalmeðferðin hefur staðið yfir. Magnús leit við í klukkutíma síðastliðinn föstudag í fylgd fangavarða en Hreiðar og Sigurður hafa ekkert látið sjá sig. Að auki eru Bjarki H. Diego, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings, og Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviði ákærð.Uppfært klukkan 10:05 Tölvukerfið komst aftur í lag og aðalmeðferð hófst að nýju klukkan 10. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun hefur verið frestað um klukkutíma vegna þess að tölvukerfi Héraðsdóms Reykjavíkur liggur niðri. Ekki er hægt að komast inn í málaskrá og þá er hvorki hægt að taka upp né komast inn í tölvupósta eða á netið. Óljóst er hversu langan tíma það mun taka að koma tölvukerfinu í lag og var þinghaldi því frestað til klukkan 10.Hreiðar og Sigurður hafa ekki látið sjá sig Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir í málinu fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun og umboðssvik á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun. Í seinustu viku lauk skýrslutökum yfir tveimur verðbréfasölum sem störfuðu hjá eigin viðskiptum bankans, þeim Pétri Kristni Guðmarssyni og Birni Sæ Björnssyni. Þeir eru sakaðir um að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Eiga þeir að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, og Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í málinu og átti skýrslutaka yfir Einari Pálma að hefjast í morgun. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg eru ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Þeir afplána nú sem kunnugt er fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins og hefur lítið sést til þeirra í héraðsdómi á meðan aðalmeðferðin hefur staðið yfir. Magnús leit við í klukkutíma síðastliðinn föstudag í fylgd fangavarða en Hreiðar og Sigurður hafa ekkert látið sjá sig. Að auki eru Bjarki H. Diego, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings, og Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviði ákærð.Uppfært klukkan 10:05 Tölvukerfið komst aftur í lag og aðalmeðferð hófst að nýju klukkan 10.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10
Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01
Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00
Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41
Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38