Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 18:00 Fyrir dómi í dag kom fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kauþings, hóf skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni í héraðsdómi í dag. Birnir var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn hlutabréfa í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Átti að halda góðum seljanleika Starf Birnis fólst í því að eiga viðskipti með hlutabréf, meðal annars í Kaupþingi. Kvaðst hann aðallega hafa átt viðskipti með bréfin á íslenska markaðnum en tilgangur viðskiptanna var að sögn Birnis að halda góðum seljanleika í bréfunum. Sú háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru á að hafa verið að undirlagi yfirmanna hans, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Til að leiða í ljós að háttsemin hafi að sönnu verið að undirlagi yfirmanna spurði saksóknari Birni út í hversu mikil samskipti hann hafi átt við þá og hvernig þeim samskiptum hafi verið háttað.Ræddu saman 12 sinnum á dag skömmu fyrir hrun Um hvort að samskipti við Ingólf hafi verið mikil sagði Birnir: „Já, þau voru þó nokkur. [...] Þau voru í borðsíma, með meili, smsum. [...] Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mörg smsin voru og ég get ekki svarað hvort að samskiptin hafi eitthvað breyst á ákærutímabilinu.” Saksóknari sagði þá gögn málsins sýna að samskiptin hafi aukist mikið í ágúst 2008 og verið nokkuð meiri en áður mánuðina tvo fyrir hrun. Sýndi hann meðal annars yfirlit yfir samskipti Birnis og Ingólfs í gegnum farsíma og sást þar að í vikunni 15.-19. september 2008 ræddu þeir að meðaltali saman 12 sinnum á dag. Spurði Björn hvort eitthvað rifjaðist upp varðandi breytingu á samskiptunum en Birnir sagði svo ekki vera þótt hann rengdi ekki tölurnar í skjalinu. Þá sagðist hann einnig hafa átt í nokkuð tíðum samskiptum við Hreiðar Má sem tengdust viðskiptum með yfirstjórnarsafn bankans. Birnir sagði að samskipti við Sigurð Einarsson hafi verið engin nema það að hann var viðtakandi að tölvupóstum sem voru sendir.„Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann” Líkt og áður við aðalmeðferðina var nokkuð mikill fjölda símtala spilaður í dómssal í dag. Mörg þeirra voru tekin upp við rannsókn málsins í maí 2010 og kenndi þar ýmissa grasa. Kom meðal annars fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Í einu símtalanna ræðir Birnir aðkomu Einars Pálma og Ingólfs að viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi: „Ingólfur var í miklu sambandi við Einar og Einar kom alltaf til okkar. [...] Einar var alltaf í gemsanum og að fara upp og kom svo til okkar.” Síðar í símtalinu segir Birnir að honum og Pétri hafi ekki fundist þetta „eðlilegt” og að þeir hafi rætt það við Einar Pálma á sínum tíma. „Okkur var farið að þykja þetta óþægilegt og vildum hopa hraðar [...] þetta var bara stefnan og við treystum okkar yfirmönnum.” Í öðru símtali frá maí 2010 ræðir Birnir við Einar Pálma og segist „ekkert viss um að Ingólfur sé sekur.” Einar Pálmi tekur undir það: „Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kauþings, hóf skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni í héraðsdómi í dag. Birnir var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn hlutabréfa í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Átti að halda góðum seljanleika Starf Birnis fólst í því að eiga viðskipti með hlutabréf, meðal annars í Kaupþingi. Kvaðst hann aðallega hafa átt viðskipti með bréfin á íslenska markaðnum en tilgangur viðskiptanna var að sögn Birnis að halda góðum seljanleika í bréfunum. Sú háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru á að hafa verið að undirlagi yfirmanna hans, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Til að leiða í ljós að háttsemin hafi að sönnu verið að undirlagi yfirmanna spurði saksóknari Birni út í hversu mikil samskipti hann hafi átt við þá og hvernig þeim samskiptum hafi verið háttað.Ræddu saman 12 sinnum á dag skömmu fyrir hrun Um hvort að samskipti við Ingólf hafi verið mikil sagði Birnir: „Já, þau voru þó nokkur. [...] Þau voru í borðsíma, með meili, smsum. [...] Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mörg smsin voru og ég get ekki svarað hvort að samskiptin hafi eitthvað breyst á ákærutímabilinu.” Saksóknari sagði þá gögn málsins sýna að samskiptin hafi aukist mikið í ágúst 2008 og verið nokkuð meiri en áður mánuðina tvo fyrir hrun. Sýndi hann meðal annars yfirlit yfir samskipti Birnis og Ingólfs í gegnum farsíma og sást þar að í vikunni 15.-19. september 2008 ræddu þeir að meðaltali saman 12 sinnum á dag. Spurði Björn hvort eitthvað rifjaðist upp varðandi breytingu á samskiptunum en Birnir sagði svo ekki vera þótt hann rengdi ekki tölurnar í skjalinu. Þá sagðist hann einnig hafa átt í nokkuð tíðum samskiptum við Hreiðar Má sem tengdust viðskiptum með yfirstjórnarsafn bankans. Birnir sagði að samskipti við Sigurð Einarsson hafi verið engin nema það að hann var viðtakandi að tölvupóstum sem voru sendir.„Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann” Líkt og áður við aðalmeðferðina var nokkuð mikill fjölda símtala spilaður í dómssal í dag. Mörg þeirra voru tekin upp við rannsókn málsins í maí 2010 og kenndi þar ýmissa grasa. Kom meðal annars fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Í einu símtalanna ræðir Birnir aðkomu Einars Pálma og Ingólfs að viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi: „Ingólfur var í miklu sambandi við Einar og Einar kom alltaf til okkar. [...] Einar var alltaf í gemsanum og að fara upp og kom svo til okkar.” Síðar í símtalinu segir Birnir að honum og Pétri hafi ekki fundist þetta „eðlilegt” og að þeir hafi rætt það við Einar Pálma á sínum tíma. „Okkur var farið að þykja þetta óþægilegt og vildum hopa hraðar [...] þetta var bara stefnan og við treystum okkar yfirmönnum.” Í öðru símtali frá maí 2010 ræðir Birnir við Einar Pálma og segist „ekkert viss um að Ingólfur sé sekur.” Einar Pálmi tekur undir það: „Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira