Starfsfólk krefst vinnufriðar: Segja andstæðinga RÚV hunsa jákvæðan viðsnúning í rekstri Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2015 17:09 Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV. Vísir/GVA Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV og því að moldviðri sé þyrlað upp í kringum starfsemi stofnunarinnar árlega af þeim sem vilji hag þess sem minnstan. Þetta segir í harðorðri tilkynningu sem formaður og gjaldkeri Starfsmannafélags RÚV skrifa undir. Í tilkynningunni segir að starfshópur menntamálaráðherra, sem í síðustu viku skilaði af sér skýrslu sem dró upp dökka mynd af rekstri RÚV, hafi skautað framhjá „raunverulegri hagræðingu og jákvæðum viðsnúningi“ í rekstri undanfarið ár.Sjá einnig: Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar „Fyrir rúmu ári gall í andstæðingum RÚV að fyrirtækið þyrfti að hagræða og ná tökum á rekstrinum. Þá var líka kallað eftir því að RÚV lækkaði skuldir,“ segir í tilkynningunni. „Nú, ári síðar, hefur RÚV nýlega kynnt uppgjör sem sýnir algeran viðsnúning og hallalausan rekstur.“Starfshópur menntamálaráðherra skilar í síðustu viku af sér skýrslu um rekstur RÚV.Í tilkynningunni segir að markverður árangur hafi náðst, meðal annars með sölu á byggingarrétti á lóð RÚV við Efstaleiti sem muni leiða til mestu skuldalökkunar í sögu stofnunnarinnar. Umræða „andstæðinga RÚV,“ sem vilji að Alþingi skeri áfram niður fjárveitingar til stofnunarinnar, taki hins vegar ekki tillit til þessa góða árangurs.Sjá einnig: Menntamálaráðherra vill endurskoða starfsemi RÚV „Staðreyndin er sú að RÚV ohf. hefur verið yfirskuldsett frá stofnun og allar stjórnir þess hafa frá upphafi bent á það,“ segir í tilkynningunni. „Frá stofnun RÚV ohf. hefur ríkið haldið eftir hátt í þremur milljörðum króna af útvarpsgjaldinu sem almenningur taldi sig vera að greiða til RÚV. Framlög til RÚV eru margfalt lægri en allra systurstofnananna á Norðurlöndunum og jafnvel þótt borin séu saman framlög á hvern einstakling (per capita), þá fær RÚV minna en þær flestar, þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Alger viðsnúningur hefur orðið í rekstri RÚV ohf. síðustu misserin eins og ársreikningar félagsins staðfesta.“Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira
Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV og því að moldviðri sé þyrlað upp í kringum starfsemi stofnunarinnar árlega af þeim sem vilji hag þess sem minnstan. Þetta segir í harðorðri tilkynningu sem formaður og gjaldkeri Starfsmannafélags RÚV skrifa undir. Í tilkynningunni segir að starfshópur menntamálaráðherra, sem í síðustu viku skilaði af sér skýrslu sem dró upp dökka mynd af rekstri RÚV, hafi skautað framhjá „raunverulegri hagræðingu og jákvæðum viðsnúningi“ í rekstri undanfarið ár.Sjá einnig: Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar „Fyrir rúmu ári gall í andstæðingum RÚV að fyrirtækið þyrfti að hagræða og ná tökum á rekstrinum. Þá var líka kallað eftir því að RÚV lækkaði skuldir,“ segir í tilkynningunni. „Nú, ári síðar, hefur RÚV nýlega kynnt uppgjör sem sýnir algeran viðsnúning og hallalausan rekstur.“Starfshópur menntamálaráðherra skilar í síðustu viku af sér skýrslu um rekstur RÚV.Í tilkynningunni segir að markverður árangur hafi náðst, meðal annars með sölu á byggingarrétti á lóð RÚV við Efstaleiti sem muni leiða til mestu skuldalökkunar í sögu stofnunnarinnar. Umræða „andstæðinga RÚV,“ sem vilji að Alþingi skeri áfram niður fjárveitingar til stofnunarinnar, taki hins vegar ekki tillit til þessa góða árangurs.Sjá einnig: Menntamálaráðherra vill endurskoða starfsemi RÚV „Staðreyndin er sú að RÚV ohf. hefur verið yfirskuldsett frá stofnun og allar stjórnir þess hafa frá upphafi bent á það,“ segir í tilkynningunni. „Frá stofnun RÚV ohf. hefur ríkið haldið eftir hátt í þremur milljörðum króna af útvarpsgjaldinu sem almenningur taldi sig vera að greiða til RÚV. Framlög til RÚV eru margfalt lægri en allra systurstofnananna á Norðurlöndunum og jafnvel þótt borin séu saman framlög á hvern einstakling (per capita), þá fær RÚV minna en þær flestar, þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Alger viðsnúningur hefur orðið í rekstri RÚV ohf. síðustu misserin eins og ársreikningar félagsins staðfesta.“Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira
Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00
Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01
Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22
Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00