NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 10:00 Jeff Teague er einn af þeim sem eru í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Vísir/Getty NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. Atlanta Hawks liðið hefur unnið 17 leiki í röð og liðið á líka þrjá leikmenn í Stjörnuliði Austurdeildarinnar eða þá Al Horford, Paul Millsap og Jeff Teague. Ekkert lið í deildinni á fleiri leikmenn í Stjörnuleiknum í ár. Þriggja stiga skyttan Kyle Korver gat jafnvel orðið sá fjórði en var ekki valinn. Chris Bosh og Dwyane Wade hjá Miami Heat voru báðir valdir í liðið en Kevin Love hjá Cleveland Cavaliers þykir ekki nægilega góður fyrir stjörnulið Austurdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook, leikmenn Oklahoma City Thunder, komust báðir í liðið þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, var ekki valinn í liðið sem vekur furðu margra enda frábær leikmaður sem fer fyrir þriðja besta liði Vesturdeildarinnar. Kobe Bryant er meiddur og því gæti Lillard verið tekinn inn fyrir hann en Adam Silver, yfirmaður deildarinnar, ákveður hvaða varamaður kemur inn. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson hjá Golden State Warriors eru að sjálfsögðu báðir í liðinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1993 (Chris Mullin og Tim Hardaway) sem Golden State Warriors á tvo leikmenn í Stjörnuleiknum. Hér fyrir neðan má sjá liðin í stjörnuleiknum. Varamennirnir eru valdir út frá kosningu þjálfar í viðkomandi deild. Þeir mega þó ekki kjósa eigin leikmenn. Tim Duncan var valinn í Stjörnleikinn í fimmtánda sinn og jafnaði þar með þá Shaquille O'Neal og Kevin Garnett. Kareem Abdul-Jabbar var 19 sinnum valinn í Stjörnuleikinn á sínum tíma og Kobe Bryant nú í 17. sinn.Stjörnulið Austurdeildarinnar:Byrjunarliðið John Wall, Washington Wizards Kyle Lowry, Toronto Raptors [Nýliði] LeBron James, Cleveland Cavaliers Pau Gasol, Chicago Bulls Carmelo Anthony, New York KnicksVaramenn: Al Horford, Atlanta Hawks Chris Bosh, Miami Heat Paul Millsap, Atlanta Hawks Jimmy Butler, Chicago Bulls [Nýliði] Dwyane Wade, Miami Heat Jeff Teague, Atlanta Hawks [Nýliði] Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers Þjálfari: Mike Budenholzer (Atlanta Hawks)Stjörnulið Vesturdeildarinnar:Byrjunarliðið Stephen Curry, Golden State Warriors Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Anthony Davis, New Orleans Pelicans Marc Gasol, Memphis Grizzlies Blake Griffin, Los Angeles Clippers Varamenn: LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers Tim Duncan, San Antonio Spurs Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Klay Thompson, Golden State Warriors [Nýliði] Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder James Harden, Houston Rockets Chris Paul, Los Angeles ClippersÞjálfari: Steve Kerr (Golden State Warriors) NBA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. Atlanta Hawks liðið hefur unnið 17 leiki í röð og liðið á líka þrjá leikmenn í Stjörnuliði Austurdeildarinnar eða þá Al Horford, Paul Millsap og Jeff Teague. Ekkert lið í deildinni á fleiri leikmenn í Stjörnuleiknum í ár. Þriggja stiga skyttan Kyle Korver gat jafnvel orðið sá fjórði en var ekki valinn. Chris Bosh og Dwyane Wade hjá Miami Heat voru báðir valdir í liðið en Kevin Love hjá Cleveland Cavaliers þykir ekki nægilega góður fyrir stjörnulið Austurdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook, leikmenn Oklahoma City Thunder, komust báðir í liðið þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, var ekki valinn í liðið sem vekur furðu margra enda frábær leikmaður sem fer fyrir þriðja besta liði Vesturdeildarinnar. Kobe Bryant er meiddur og því gæti Lillard verið tekinn inn fyrir hann en Adam Silver, yfirmaður deildarinnar, ákveður hvaða varamaður kemur inn. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson hjá Golden State Warriors eru að sjálfsögðu báðir í liðinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1993 (Chris Mullin og Tim Hardaway) sem Golden State Warriors á tvo leikmenn í Stjörnuleiknum. Hér fyrir neðan má sjá liðin í stjörnuleiknum. Varamennirnir eru valdir út frá kosningu þjálfar í viðkomandi deild. Þeir mega þó ekki kjósa eigin leikmenn. Tim Duncan var valinn í Stjörnleikinn í fimmtánda sinn og jafnaði þar með þá Shaquille O'Neal og Kevin Garnett. Kareem Abdul-Jabbar var 19 sinnum valinn í Stjörnuleikinn á sínum tíma og Kobe Bryant nú í 17. sinn.Stjörnulið Austurdeildarinnar:Byrjunarliðið John Wall, Washington Wizards Kyle Lowry, Toronto Raptors [Nýliði] LeBron James, Cleveland Cavaliers Pau Gasol, Chicago Bulls Carmelo Anthony, New York KnicksVaramenn: Al Horford, Atlanta Hawks Chris Bosh, Miami Heat Paul Millsap, Atlanta Hawks Jimmy Butler, Chicago Bulls [Nýliði] Dwyane Wade, Miami Heat Jeff Teague, Atlanta Hawks [Nýliði] Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers Þjálfari: Mike Budenholzer (Atlanta Hawks)Stjörnulið Vesturdeildarinnar:Byrjunarliðið Stephen Curry, Golden State Warriors Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Anthony Davis, New Orleans Pelicans Marc Gasol, Memphis Grizzlies Blake Griffin, Los Angeles Clippers Varamenn: LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers Tim Duncan, San Antonio Spurs Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Klay Thompson, Golden State Warriors [Nýliði] Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder James Harden, Houston Rockets Chris Paul, Los Angeles ClippersÞjálfari: Steve Kerr (Golden State Warriors)
NBA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira