Flutningur hefur ekki áhrif á innlenda framleiðslu Sveinn Arnarsson skrifar 3. febrúar 2015 09:00 Promens á Dalvík Flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins Promens úr landi mun ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins á Dalvík. Fyrirtækið sem var í eigu Framtakssjóðs Íslands og Landsbankans hefur verið selt erlendu fyrirtæki. Promens er stór vinnustaður á Dalvík, sem áður hét Sæplast. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir fyrirtækið áfram verða stóran hluta af atvinnulífi í bænum og að ekkert fararsnið sé á verksmiðjunni.„Ég heyrði af mögulegum flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins seint í haust. En miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá verða engar breytingar á innlendri starfsemi fyrirtækisins. Stutt er síðan þeir stækkuðu við sig hér á Dalvík og tóku í notkun nýjan ofn í framleiðsluna. Þannig að það er frekar sóknarhugur í fyrirtækinu hér,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Fluttu höfuðstöðvar til útlanda eftir að Seðlabankinn hafnaði undanþágu frá höftum. Fyrirhugaður flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins er tilkominn vegna þess að Seðlabankinn hafnaði beiðni fyrirtækisins um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra um afstöðu hans á þingi í gær. Sagði Árni þekkingarfyrirtæki flytja unnvörpum úr landi vegna gjaldeyrishafta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að fyrirtækið hefði verið selt í nóvember síðastliðnum og viljað fá afslátt af gjaldeyri til að nota til fjárfestinga erlendis. Þessar upplýsingar hefði hann fengið í samtali við Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Már segir fyrirtækið hafa viljað kaupa gjaldeyri á afslætti, fram hjá gjaldeyrisútboði Seðlabankans, fyrir nokkra milljarða króna. „Seðlabankinn hefur ekki veitt slíkar undanþágur. Hins vegar get ég ekki tjáð mig um einstaka viðskiptavini bankans,“ segir Már. Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Telur Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, þetta dæmi um alvarlegar afleiðingar fjármagnshaftanna. Fleiri fyrirtæki íhugi einnig að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur tekið í sama streng. Afnám gjaldeyrishafta sé lykilatriði í því að bæta hag íslenskra fyrirtækja. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins Promens úr landi mun ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins á Dalvík. Fyrirtækið sem var í eigu Framtakssjóðs Íslands og Landsbankans hefur verið selt erlendu fyrirtæki. Promens er stór vinnustaður á Dalvík, sem áður hét Sæplast. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir fyrirtækið áfram verða stóran hluta af atvinnulífi í bænum og að ekkert fararsnið sé á verksmiðjunni.„Ég heyrði af mögulegum flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins seint í haust. En miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá verða engar breytingar á innlendri starfsemi fyrirtækisins. Stutt er síðan þeir stækkuðu við sig hér á Dalvík og tóku í notkun nýjan ofn í framleiðsluna. Þannig að það er frekar sóknarhugur í fyrirtækinu hér,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Fluttu höfuðstöðvar til útlanda eftir að Seðlabankinn hafnaði undanþágu frá höftum. Fyrirhugaður flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins er tilkominn vegna þess að Seðlabankinn hafnaði beiðni fyrirtækisins um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra um afstöðu hans á þingi í gær. Sagði Árni þekkingarfyrirtæki flytja unnvörpum úr landi vegna gjaldeyrishafta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að fyrirtækið hefði verið selt í nóvember síðastliðnum og viljað fá afslátt af gjaldeyri til að nota til fjárfestinga erlendis. Þessar upplýsingar hefði hann fengið í samtali við Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Már segir fyrirtækið hafa viljað kaupa gjaldeyri á afslætti, fram hjá gjaldeyrisútboði Seðlabankans, fyrir nokkra milljarða króna. „Seðlabankinn hefur ekki veitt slíkar undanþágur. Hins vegar get ég ekki tjáð mig um einstaka viðskiptavini bankans,“ segir Már. Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Telur Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, þetta dæmi um alvarlegar afleiðingar fjármagnshaftanna. Fleiri fyrirtæki íhugi einnig að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur tekið í sama streng. Afnám gjaldeyrishafta sé lykilatriði í því að bæta hag íslenskra fyrirtækja.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira