Flutningur hefur ekki áhrif á innlenda framleiðslu Sveinn Arnarsson skrifar 3. febrúar 2015 09:00 Promens á Dalvík Flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins Promens úr landi mun ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins á Dalvík. Fyrirtækið sem var í eigu Framtakssjóðs Íslands og Landsbankans hefur verið selt erlendu fyrirtæki. Promens er stór vinnustaður á Dalvík, sem áður hét Sæplast. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir fyrirtækið áfram verða stóran hluta af atvinnulífi í bænum og að ekkert fararsnið sé á verksmiðjunni.„Ég heyrði af mögulegum flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins seint í haust. En miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá verða engar breytingar á innlendri starfsemi fyrirtækisins. Stutt er síðan þeir stækkuðu við sig hér á Dalvík og tóku í notkun nýjan ofn í framleiðsluna. Þannig að það er frekar sóknarhugur í fyrirtækinu hér,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Fluttu höfuðstöðvar til útlanda eftir að Seðlabankinn hafnaði undanþágu frá höftum. Fyrirhugaður flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins er tilkominn vegna þess að Seðlabankinn hafnaði beiðni fyrirtækisins um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra um afstöðu hans á þingi í gær. Sagði Árni þekkingarfyrirtæki flytja unnvörpum úr landi vegna gjaldeyrishafta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að fyrirtækið hefði verið selt í nóvember síðastliðnum og viljað fá afslátt af gjaldeyri til að nota til fjárfestinga erlendis. Þessar upplýsingar hefði hann fengið í samtali við Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Már segir fyrirtækið hafa viljað kaupa gjaldeyri á afslætti, fram hjá gjaldeyrisútboði Seðlabankans, fyrir nokkra milljarða króna. „Seðlabankinn hefur ekki veitt slíkar undanþágur. Hins vegar get ég ekki tjáð mig um einstaka viðskiptavini bankans,“ segir Már. Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Telur Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, þetta dæmi um alvarlegar afleiðingar fjármagnshaftanna. Fleiri fyrirtæki íhugi einnig að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur tekið í sama streng. Afnám gjaldeyrishafta sé lykilatriði í því að bæta hag íslenskra fyrirtækja. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins Promens úr landi mun ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins á Dalvík. Fyrirtækið sem var í eigu Framtakssjóðs Íslands og Landsbankans hefur verið selt erlendu fyrirtæki. Promens er stór vinnustaður á Dalvík, sem áður hét Sæplast. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir fyrirtækið áfram verða stóran hluta af atvinnulífi í bænum og að ekkert fararsnið sé á verksmiðjunni.„Ég heyrði af mögulegum flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins seint í haust. En miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá verða engar breytingar á innlendri starfsemi fyrirtækisins. Stutt er síðan þeir stækkuðu við sig hér á Dalvík og tóku í notkun nýjan ofn í framleiðsluna. Þannig að það er frekar sóknarhugur í fyrirtækinu hér,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Fluttu höfuðstöðvar til útlanda eftir að Seðlabankinn hafnaði undanþágu frá höftum. Fyrirhugaður flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins er tilkominn vegna þess að Seðlabankinn hafnaði beiðni fyrirtækisins um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra um afstöðu hans á þingi í gær. Sagði Árni þekkingarfyrirtæki flytja unnvörpum úr landi vegna gjaldeyrishafta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að fyrirtækið hefði verið selt í nóvember síðastliðnum og viljað fá afslátt af gjaldeyri til að nota til fjárfestinga erlendis. Þessar upplýsingar hefði hann fengið í samtali við Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Már segir fyrirtækið hafa viljað kaupa gjaldeyri á afslætti, fram hjá gjaldeyrisútboði Seðlabankans, fyrir nokkra milljarða króna. „Seðlabankinn hefur ekki veitt slíkar undanþágur. Hins vegar get ég ekki tjáð mig um einstaka viðskiptavini bankans,“ segir Már. Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Telur Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, þetta dæmi um alvarlegar afleiðingar fjármagnshaftanna. Fleiri fyrirtæki íhugi einnig að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur tekið í sama streng. Afnám gjaldeyrishafta sé lykilatriði í því að bæta hag íslenskra fyrirtækja.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira