Jón Garðar dæmdur í tólf mánaða fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2015 08:56 Jón Garðar Ögmundsson. Vísir/Vilhelm Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi rekstraraðili McDonald‘s á Íslandi og veitingastaðarins Metro, var í gær dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Þar að auki dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Jón Garðar til að greiða 70 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Hæstiréttur staðfesti í febrúar fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna McDonald‘s og síðar Metro eftir að McDonald‘s hætti. Þetta mál snýr þó að einkahlutafélaginu Líf og heilsu og var Ásgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins einnig ákærð. Þeim var gert að hafa framið sama brot og framið var hjá McDonald´s og Metro. Samtals 33.861.435 krónur hvað varðar Ásgerði og 34.960.099 krónur hvað varðar Jón Garðar. Bæði neituðu þau sök. Fyrir dómi sagðist fyrrum bókari Lífs og Heilsu ehff. hafa starfað með Jóni Garðari við bókhald félagsins. Hún sagðist ekki hafa átt mikil samskipti við Ásgerði og hafi ekki litið á hana sem yfirmann sinn varðandi bókhald og rekstur. Hún hafi einungis tekið við fyrirmælum frá Jóni Garðari. Ásgerður var alfarið sýknuð af ákæru í málinu. Í dómnum segir að hún hafi ekki verið starfandi sem eiginlegur framkvæmdastjóri, þó hún hafi verið skráð sem slík. Jón Garðar sagðist hafa starfað sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður og þannig borið ábyrgð á rekstrinum. Málsvarnarlaun verjanda Ásgerðar greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Ákærð fyrir tugmilljóna skattsvik: Segir að skatturinn hafi „spilað með“ Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni og Ásgerði Guðmundsdóttur vegna skattsvika tengdum veitingastaðnum Metro fór fram í héraðsdómi í gær. 18. mars 2015 00:01 Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09 Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi rekstraraðili McDonald‘s á Íslandi og veitingastaðarins Metro, var í gær dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Þar að auki dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Jón Garðar til að greiða 70 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Hæstiréttur staðfesti í febrúar fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna McDonald‘s og síðar Metro eftir að McDonald‘s hætti. Þetta mál snýr þó að einkahlutafélaginu Líf og heilsu og var Ásgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins einnig ákærð. Þeim var gert að hafa framið sama brot og framið var hjá McDonald´s og Metro. Samtals 33.861.435 krónur hvað varðar Ásgerði og 34.960.099 krónur hvað varðar Jón Garðar. Bæði neituðu þau sök. Fyrir dómi sagðist fyrrum bókari Lífs og Heilsu ehff. hafa starfað með Jóni Garðari við bókhald félagsins. Hún sagðist ekki hafa átt mikil samskipti við Ásgerði og hafi ekki litið á hana sem yfirmann sinn varðandi bókhald og rekstur. Hún hafi einungis tekið við fyrirmælum frá Jóni Garðari. Ásgerður var alfarið sýknuð af ákæru í málinu. Í dómnum segir að hún hafi ekki verið starfandi sem eiginlegur framkvæmdastjóri, þó hún hafi verið skráð sem slík. Jón Garðar sagðist hafa starfað sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður og þannig borið ábyrgð á rekstrinum. Málsvarnarlaun verjanda Ásgerðar greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir tugmilljóna skattsvik: Segir að skatturinn hafi „spilað með“ Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni og Ásgerði Guðmundsdóttur vegna skattsvika tengdum veitingastaðnum Metro fór fram í héraðsdómi í gær. 18. mars 2015 00:01 Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09 Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Ákærð fyrir tugmilljóna skattsvik: Segir að skatturinn hafi „spilað með“ Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni og Ásgerði Guðmundsdóttur vegna skattsvika tengdum veitingastaðnum Metro fór fram í héraðsdómi í gær. 18. mars 2015 00:01
Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09
Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent