Jón Garðar dæmdur í tólf mánaða fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2015 08:56 Jón Garðar Ögmundsson. Vísir/Vilhelm Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi rekstraraðili McDonald‘s á Íslandi og veitingastaðarins Metro, var í gær dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Þar að auki dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Jón Garðar til að greiða 70 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Hæstiréttur staðfesti í febrúar fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna McDonald‘s og síðar Metro eftir að McDonald‘s hætti. Þetta mál snýr þó að einkahlutafélaginu Líf og heilsu og var Ásgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins einnig ákærð. Þeim var gert að hafa framið sama brot og framið var hjá McDonald´s og Metro. Samtals 33.861.435 krónur hvað varðar Ásgerði og 34.960.099 krónur hvað varðar Jón Garðar. Bæði neituðu þau sök. Fyrir dómi sagðist fyrrum bókari Lífs og Heilsu ehff. hafa starfað með Jóni Garðari við bókhald félagsins. Hún sagðist ekki hafa átt mikil samskipti við Ásgerði og hafi ekki litið á hana sem yfirmann sinn varðandi bókhald og rekstur. Hún hafi einungis tekið við fyrirmælum frá Jóni Garðari. Ásgerður var alfarið sýknuð af ákæru í málinu. Í dómnum segir að hún hafi ekki verið starfandi sem eiginlegur framkvæmdastjóri, þó hún hafi verið skráð sem slík. Jón Garðar sagðist hafa starfað sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður og þannig borið ábyrgð á rekstrinum. Málsvarnarlaun verjanda Ásgerðar greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Ákærð fyrir tugmilljóna skattsvik: Segir að skatturinn hafi „spilað með“ Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni og Ásgerði Guðmundsdóttur vegna skattsvika tengdum veitingastaðnum Metro fór fram í héraðsdómi í gær. 18. mars 2015 00:01 Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09 Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi rekstraraðili McDonald‘s á Íslandi og veitingastaðarins Metro, var í gær dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Þar að auki dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Jón Garðar til að greiða 70 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Hæstiréttur staðfesti í febrúar fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna McDonald‘s og síðar Metro eftir að McDonald‘s hætti. Þetta mál snýr þó að einkahlutafélaginu Líf og heilsu og var Ásgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins einnig ákærð. Þeim var gert að hafa framið sama brot og framið var hjá McDonald´s og Metro. Samtals 33.861.435 krónur hvað varðar Ásgerði og 34.960.099 krónur hvað varðar Jón Garðar. Bæði neituðu þau sök. Fyrir dómi sagðist fyrrum bókari Lífs og Heilsu ehff. hafa starfað með Jóni Garðari við bókhald félagsins. Hún sagðist ekki hafa átt mikil samskipti við Ásgerði og hafi ekki litið á hana sem yfirmann sinn varðandi bókhald og rekstur. Hún hafi einungis tekið við fyrirmælum frá Jóni Garðari. Ásgerður var alfarið sýknuð af ákæru í málinu. Í dómnum segir að hún hafi ekki verið starfandi sem eiginlegur framkvæmdastjóri, þó hún hafi verið skráð sem slík. Jón Garðar sagðist hafa starfað sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður og þannig borið ábyrgð á rekstrinum. Málsvarnarlaun verjanda Ásgerðar greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir tugmilljóna skattsvik: Segir að skatturinn hafi „spilað með“ Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni og Ásgerði Guðmundsdóttur vegna skattsvika tengdum veitingastaðnum Metro fór fram í héraðsdómi í gær. 18. mars 2015 00:01 Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09 Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Ákærð fyrir tugmilljóna skattsvik: Segir að skatturinn hafi „spilað með“ Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni og Ásgerði Guðmundsdóttur vegna skattsvika tengdum veitingastaðnum Metro fór fram í héraðsdómi í gær. 18. mars 2015 00:01
Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09
Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30