ON áætlar 13 milljarða króna fjárfestingar til ársins 2019 Svavar Hávarðsson skrifar 7. mars 2015 12:00 Varnir gegn brennisteinsgasmengun og meðferð á vinnsluvatni. Vísir/Vilhelm Fjárfestingaráætlun Orku náttúrunnar (ON), eins þriggja dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur, hljóðar upp á þrettán milljarða króna á næstu fimm árum. Umhverfismál skýra að stærstum hluta fjárfestingar árin 2017 til 2019 – gangi áætlunin eftir. Stærsta einstaka verkefnið er lagning Hverahlíðarlagnar frá borholum við Hverahlíð á Hellisheiði að Hellisheiðarvirkjun, en ON heldur utan um orkuframleiðslu OR. Verkið er þegar hafið en mestur þungi framkvæmda er nú í ár; frágangi mun ljúka 2016. Um 2,5 milljarðar renna til þess verkefnis á árinu en fjárfestingin alls er áætluð tæpir fjórir milljarðar króna. Páll Erland, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, spurður um einstaka þætti áætlunarinnar, segir að ákvarðanir um einstök verkefni liggi ekki fyrir. Hins vegar miði áætlunin að því að sinna helst tveimur þáttum; áframhaldandi orkuöflun og umhverfismálum. Undir orkuöflun fellur Hverahlíðarlögnin, en þegar líður á tímabilið eru umhverfismálin í forgrunni. Verkefnin snúa að því að draga úr hveralykt og mengun frá Hellisheiðarvirkjun og því að skila vinnsluvatni aftur niður í jarðhitageyminn. „Þetta eru stóru málin og skýra um fimm milljarða af þessum áætlaða fjárfestingarkostnaði,“ segir Páll og bætir við að tæknilausn Orkuveitunnar vegna brennisteinsvetnismengunar hafi reynst vel. „Ef allt gengur að óskum vonumst við til að þurfa ekki að leggja í allan þennan kostnað, heldur þvert á móti. Þetta er því varfærin áætlun til að eiga handbæra peninga ef þarf að fara út í miklar aðgerðir,“ segir Páll og staðfestir að engin ný virkjanauppbygging sé inni í áætluninni til 2019 heldur snúist hún um að hlúa að núverandi virkjanasvæðum; á Hellisheiði, á Nesjavöllum og Andakílsvirkjun. Skiljuvatnslögn frá Hellisheiðarvirkjun til sjávar, sem yrði 23,5 kílómetra löng, er innan þessara áforma. Um er að ræða lögn meðfram Þrengslavegi og áfram með Þorlákshafnarvegi til sjávar við Þorlákshöfn sem Fréttablaðið hefur sagt frá í tengslum við aðalskipulag Ölfuss. Páll segir að óvissa um niðurdælingu með skiljuvatnið skýri hugmyndir um lögnina. Hún er hins vegar háð ýmsum leyfum og verkefnið stutt á veg komið. Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Fjárfestingaráætlun Orku náttúrunnar (ON), eins þriggja dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur, hljóðar upp á þrettán milljarða króna á næstu fimm árum. Umhverfismál skýra að stærstum hluta fjárfestingar árin 2017 til 2019 – gangi áætlunin eftir. Stærsta einstaka verkefnið er lagning Hverahlíðarlagnar frá borholum við Hverahlíð á Hellisheiði að Hellisheiðarvirkjun, en ON heldur utan um orkuframleiðslu OR. Verkið er þegar hafið en mestur þungi framkvæmda er nú í ár; frágangi mun ljúka 2016. Um 2,5 milljarðar renna til þess verkefnis á árinu en fjárfestingin alls er áætluð tæpir fjórir milljarðar króna. Páll Erland, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, spurður um einstaka þætti áætlunarinnar, segir að ákvarðanir um einstök verkefni liggi ekki fyrir. Hins vegar miði áætlunin að því að sinna helst tveimur þáttum; áframhaldandi orkuöflun og umhverfismálum. Undir orkuöflun fellur Hverahlíðarlögnin, en þegar líður á tímabilið eru umhverfismálin í forgrunni. Verkefnin snúa að því að draga úr hveralykt og mengun frá Hellisheiðarvirkjun og því að skila vinnsluvatni aftur niður í jarðhitageyminn. „Þetta eru stóru málin og skýra um fimm milljarða af þessum áætlaða fjárfestingarkostnaði,“ segir Páll og bætir við að tæknilausn Orkuveitunnar vegna brennisteinsvetnismengunar hafi reynst vel. „Ef allt gengur að óskum vonumst við til að þurfa ekki að leggja í allan þennan kostnað, heldur þvert á móti. Þetta er því varfærin áætlun til að eiga handbæra peninga ef þarf að fara út í miklar aðgerðir,“ segir Páll og staðfestir að engin ný virkjanauppbygging sé inni í áætluninni til 2019 heldur snúist hún um að hlúa að núverandi virkjanasvæðum; á Hellisheiði, á Nesjavöllum og Andakílsvirkjun. Skiljuvatnslögn frá Hellisheiðarvirkjun til sjávar, sem yrði 23,5 kílómetra löng, er innan þessara áforma. Um er að ræða lögn meðfram Þrengslavegi og áfram með Þorlákshafnarvegi til sjávar við Þorlákshöfn sem Fréttablaðið hefur sagt frá í tengslum við aðalskipulag Ölfuss. Páll segir að óvissa um niðurdælingu með skiljuvatnið skýri hugmyndir um lögnina. Hún er hins vegar háð ýmsum leyfum og verkefnið stutt á veg komið.
Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent