Maturinn vegur þyngst Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. september 2015 08:00 Um áramótin voru felld niður almenn vörugjöld sem lögðust á ýmsar vörur. Þar vóg þyngst vörugjald á raftæki og byggingarvörur en 15-25 prósenta vörugjald lagðist á slíkar vörur sem augljóslega hafði áhrif á verðmyndun til neytenda. Samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins hefur niðurfelling gjaldanna reynst veruleg búbót fyrir íslenska neytendur þar sem tekin voru dæmi um verð á þvottavélum og sjónvörpum sem hafa lækkað síðan gjöldin voru lögð af. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að tollar falli niður af fötum og skóm um næstu áramót. Gera má ráð fyrir að sú niðurfelling muni einnig skila sér í lækkuðu vöruverði og hafi enn frekari áhrif á stöðu neytenda, sem alla jafna kaupa oftar föt og skó heldur en stór og dýr raftæki. Í frumvarpinu var einnig kveðið á um að tollar verði felldir niður af nokkrum tegundum af mjólkurlausum ís. Um er að ræða staðgengdarvörur kúamjólkur, það er vörur úr sojabaunum, hrísgrjónum, höfrum, hnetum og/eða möndlum, sem neytt er í stað mjólkur til dæmis vegna mjólkurofnæmis eða óþols. Frekari tollalækkanir hafa verið boðaðar. Niðurfelling vörugjaldanna sem og tollalækkanir eru stórt skref í átt að frekara viðskiptafrelsi og neytendavernd. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Ásgeir Baldursson, eiganda Ísbílsins, sem furðar sig á því að frostpinnar beri áfram toll og hefði talið eðlilegra að orða undanþáguna með almennum hætti þannig að hún næði yfir allan ís sem ekki er framleiddur úr mjólk. Sem dæmi má nefna að ís framleiddur úr kókosvatni fellur ekki undir undanþáguákvæðið né heldur ís úr ávaxtaþykkni. „Það eru bara Emmess og Kjörís sem njóta verndar af tolli sem leggst á vatn með bragðefni,“ segir Ásgeir og bætir því við að tollskýrslan verði líklegast talsvert flóknari með svo sérstækum undanþágum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, tekur í sama streng. Félagið fagnaði í vikunni viðleitni stjórnvalda til að viðurkenna að ekki eigi að leggja verndartolla á matvöru sem eigi sér enga samsvörun í innlendri búvöruframleiðslu. Í blaðinu í dag harmar Ólafur að stjórnvöld gangi ekki lengra. Hann segir slíka tollheimtu ekki vernda neitt og fráleitt að íslenskir neytendur séu að greiða verndartolla af vatni, litarefnum og bragðefnum sem ekkert eigi skylt við íslenskan landbúnað. Íslenska ríkið heldur uppi viðskiptahindrunum með tollum á ýmsar innfluttar vörur án þess að verið sé að vernda nokkra íslenska framleiðslu. Sem dæmi má taka franskar kartöflur, sem bera 76 prósenta toll, snakk ber 59 prósenta toll og sætar kartöflur bera 30 prósenta toll. Hverfandi eða engin framleiðsla er á þessum vörum hérlendis. Svo mætti áfram telja. Matartollar hækka verð til neytenda en fátt, annað en húsnæði, vegur eins þungt í heimilisbókhaldinu og kaup á matvælum. Endurskoðun á matartollum er þannig nauðsynleg en tollvernduð matvæli geta verið allt að 59 prósentum dýrari en í öðrum ríkjum. Tollar á matvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi eru fráleitir. Niðurfelling þeirra og tolla á önnur innflutt matvæli væri alvöru búbót fyrir íslensk heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Um áramótin voru felld niður almenn vörugjöld sem lögðust á ýmsar vörur. Þar vóg þyngst vörugjald á raftæki og byggingarvörur en 15-25 prósenta vörugjald lagðist á slíkar vörur sem augljóslega hafði áhrif á verðmyndun til neytenda. Samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins hefur niðurfelling gjaldanna reynst veruleg búbót fyrir íslenska neytendur þar sem tekin voru dæmi um verð á þvottavélum og sjónvörpum sem hafa lækkað síðan gjöldin voru lögð af. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að tollar falli niður af fötum og skóm um næstu áramót. Gera má ráð fyrir að sú niðurfelling muni einnig skila sér í lækkuðu vöruverði og hafi enn frekari áhrif á stöðu neytenda, sem alla jafna kaupa oftar föt og skó heldur en stór og dýr raftæki. Í frumvarpinu var einnig kveðið á um að tollar verði felldir niður af nokkrum tegundum af mjólkurlausum ís. Um er að ræða staðgengdarvörur kúamjólkur, það er vörur úr sojabaunum, hrísgrjónum, höfrum, hnetum og/eða möndlum, sem neytt er í stað mjólkur til dæmis vegna mjólkurofnæmis eða óþols. Frekari tollalækkanir hafa verið boðaðar. Niðurfelling vörugjaldanna sem og tollalækkanir eru stórt skref í átt að frekara viðskiptafrelsi og neytendavernd. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Ásgeir Baldursson, eiganda Ísbílsins, sem furðar sig á því að frostpinnar beri áfram toll og hefði talið eðlilegra að orða undanþáguna með almennum hætti þannig að hún næði yfir allan ís sem ekki er framleiddur úr mjólk. Sem dæmi má nefna að ís framleiddur úr kókosvatni fellur ekki undir undanþáguákvæðið né heldur ís úr ávaxtaþykkni. „Það eru bara Emmess og Kjörís sem njóta verndar af tolli sem leggst á vatn með bragðefni,“ segir Ásgeir og bætir því við að tollskýrslan verði líklegast talsvert flóknari með svo sérstækum undanþágum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, tekur í sama streng. Félagið fagnaði í vikunni viðleitni stjórnvalda til að viðurkenna að ekki eigi að leggja verndartolla á matvöru sem eigi sér enga samsvörun í innlendri búvöruframleiðslu. Í blaðinu í dag harmar Ólafur að stjórnvöld gangi ekki lengra. Hann segir slíka tollheimtu ekki vernda neitt og fráleitt að íslenskir neytendur séu að greiða verndartolla af vatni, litarefnum og bragðefnum sem ekkert eigi skylt við íslenskan landbúnað. Íslenska ríkið heldur uppi viðskiptahindrunum með tollum á ýmsar innfluttar vörur án þess að verið sé að vernda nokkra íslenska framleiðslu. Sem dæmi má taka franskar kartöflur, sem bera 76 prósenta toll, snakk ber 59 prósenta toll og sætar kartöflur bera 30 prósenta toll. Hverfandi eða engin framleiðsla er á þessum vörum hérlendis. Svo mætti áfram telja. Matartollar hækka verð til neytenda en fátt, annað en húsnæði, vegur eins þungt í heimilisbókhaldinu og kaup á matvælum. Endurskoðun á matartollum er þannig nauðsynleg en tollvernduð matvæli geta verið allt að 59 prósentum dýrari en í öðrum ríkjum. Tollar á matvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi eru fráleitir. Niðurfelling þeirra og tolla á önnur innflutt matvæli væri alvöru búbót fyrir íslensk heimili.