Verið að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum! Björgvin Guðmundsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Hagstofan hefur birt rannsókn um það hverja skorti efnisleg gæði. Samkvæmt rannsókninni skortir hóp öryrkja og aldraðra efnisleg gæði og hefur þessi hópur stækkað frá árinu 2013 til 2014. Með skorti á efnislegum gæðum er m.a. átt við eftirfarandi: Hefur ekki efni á að fara í vikulegt frí með fjölskyldunni, hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð, a.m.k annan hvern dag, hefur ekki efni á heimasíma, farsíma eða sjónvarpi, hefur ekki efni á þvottavél, hefur ekki efni á bíl og ekki heldur á tölvubúnaði, hefur ekki efni á að kynda íbúðina nógu vel og hefur lent í vanskilum með húsnæðislán eða önnur lán vegna fjárskorts. Ef um skort á a.m.k. þremur framangreindum atriðum er að ræða, telst vera skortur á efnislegum gæðum. Ríkið skammtar nauman lífeyriÞessi rannsókn er mjög athyglisverð. Hún staðfestir það, sem áður hefur verið vitað, að margir aldraðir og öryrkjar geta ekki lifað eðlilegu lífi vegna þess, að ríkið skammtar þeim svo nauman lífeyri, að þeir geta ekki framfleytt sér að fullu. Samkvæmt þessu er ljóst, að ríkið er að brjóta stjórnarskrána með þessu framferði gegn lífeyrisþegum. Réttur aldraðra og öryrkja til þess að lifa eðlilegu lífi er stjórnarskrárvarinn. Þegar stjórnvöld eru að skera mikið niður greiðslur til aldraðra og öryrkja eins og nú, eru þau að brjóta stjórnarskrána. Láta lífeyrisþega fá þriðjung af hækkun launþegaRíkisstjórnin ætlar nú láta lífeyrisþega fá þriðjung af þeirri hækkun, sem launþegar fá á nýju samningstímabili. Það er hoggið í sama knérunn og áður. Í stað þess að láta lífeyrisþega fá meira en launþegar fá til þess að leiðrétta lífeyrinn vel er skorið niður til lífeyrisþega eins og áður. Lífeyrir einhleypra lífeyrisþega, sem einungis hafa tekjur frá TR, er í dag 225 þúsund krónur fyrir skatt, 192 þúsund eftir skatt. Eins hár og húsnæðiskostnaður er í dag er engin leið að lifa eðlilegu, mannsæmandi lífi af þessari hungurlús.Algeng húsaleiga í dag er 150 þúsund krónur á mánuði. Og þó hún sé 10 þúsund krónum lægri í vissum tilvikum sjá allir, að engin leið er að lifa eðlilegu lífi af því, sem eftir er af lífeyrinum. Þeir, sem eiga sitt húsnæði, þurfa að greiða eitthvað minna í húsnæðiskostnað. En útgjöld eru samt mikil í afborganir og vexti lána, fasteignagjöld, rafmagn og hita, hússjóð o.fl. Flestir úr þessum hópi öryrkja og aldraðra flokkast undir þá, sem skortir efnisleg gæði. Lífeyrisþegar fái það sama og launþegarRíkisstjórnin hefur nú tækifæri til þess að laga ástandið hjá lífeyrisþegum og hætta að brjóta á þeim stjórnarskrárvarinn rétt. Hún getur látið lífeyrisþega fá sömu hækkun og láglaunafólk fékk sl. vor, þ.e. 31 þúsund króna hækkun á mánuði frá 1. maí. Lágmarkstrygging hækkaði þá um 31 þúsund á mánuði. 28% hækkun verður á þremur árum.Lífeyrir á að hækka í 300 þúsund á mánuði á þessum tíma eins og lágmarkslaun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Hagstofan hefur birt rannsókn um það hverja skorti efnisleg gæði. Samkvæmt rannsókninni skortir hóp öryrkja og aldraðra efnisleg gæði og hefur þessi hópur stækkað frá árinu 2013 til 2014. Með skorti á efnislegum gæðum er m.a. átt við eftirfarandi: Hefur ekki efni á að fara í vikulegt frí með fjölskyldunni, hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð, a.m.k annan hvern dag, hefur ekki efni á heimasíma, farsíma eða sjónvarpi, hefur ekki efni á þvottavél, hefur ekki efni á bíl og ekki heldur á tölvubúnaði, hefur ekki efni á að kynda íbúðina nógu vel og hefur lent í vanskilum með húsnæðislán eða önnur lán vegna fjárskorts. Ef um skort á a.m.k. þremur framangreindum atriðum er að ræða, telst vera skortur á efnislegum gæðum. Ríkið skammtar nauman lífeyriÞessi rannsókn er mjög athyglisverð. Hún staðfestir það, sem áður hefur verið vitað, að margir aldraðir og öryrkjar geta ekki lifað eðlilegu lífi vegna þess, að ríkið skammtar þeim svo nauman lífeyri, að þeir geta ekki framfleytt sér að fullu. Samkvæmt þessu er ljóst, að ríkið er að brjóta stjórnarskrána með þessu framferði gegn lífeyrisþegum. Réttur aldraðra og öryrkja til þess að lifa eðlilegu lífi er stjórnarskrárvarinn. Þegar stjórnvöld eru að skera mikið niður greiðslur til aldraðra og öryrkja eins og nú, eru þau að brjóta stjórnarskrána. Láta lífeyrisþega fá þriðjung af hækkun launþegaRíkisstjórnin ætlar nú láta lífeyrisþega fá þriðjung af þeirri hækkun, sem launþegar fá á nýju samningstímabili. Það er hoggið í sama knérunn og áður. Í stað þess að láta lífeyrisþega fá meira en launþegar fá til þess að leiðrétta lífeyrinn vel er skorið niður til lífeyrisþega eins og áður. Lífeyrir einhleypra lífeyrisþega, sem einungis hafa tekjur frá TR, er í dag 225 þúsund krónur fyrir skatt, 192 þúsund eftir skatt. Eins hár og húsnæðiskostnaður er í dag er engin leið að lifa eðlilegu, mannsæmandi lífi af þessari hungurlús.Algeng húsaleiga í dag er 150 þúsund krónur á mánuði. Og þó hún sé 10 þúsund krónum lægri í vissum tilvikum sjá allir, að engin leið er að lifa eðlilegu lífi af því, sem eftir er af lífeyrinum. Þeir, sem eiga sitt húsnæði, þurfa að greiða eitthvað minna í húsnæðiskostnað. En útgjöld eru samt mikil í afborganir og vexti lána, fasteignagjöld, rafmagn og hita, hússjóð o.fl. Flestir úr þessum hópi öryrkja og aldraðra flokkast undir þá, sem skortir efnisleg gæði. Lífeyrisþegar fái það sama og launþegarRíkisstjórnin hefur nú tækifæri til þess að laga ástandið hjá lífeyrisþegum og hætta að brjóta á þeim stjórnarskrárvarinn rétt. Hún getur látið lífeyrisþega fá sömu hækkun og láglaunafólk fékk sl. vor, þ.e. 31 þúsund króna hækkun á mánuði frá 1. maí. Lágmarkstrygging hækkaði þá um 31 þúsund á mánuði. 28% hækkun verður á þremur árum.Lífeyrir á að hækka í 300 þúsund á mánuði á þessum tíma eins og lágmarkslaun.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun