Efnahagsleg áhrif Auðlindagarðsins á Suðurnesjum Sölvi Blöndal og Friðrik Már Baldursson skrifar 16. september 2015 00:00 Ísland hefur sérstöðu hvað varðar nýtingu grænna orkugjafa, en um 87% af frumorku sem notuð er í landinu eru endurnýjanleg. Orkunotkun á hvern íbúa er meiri hér en þekkist annars staðar og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er hærra en hjá öðrum þjóðum. Mikilvægi jarðhita í orkubúskapnum er hvergi meira en hér á landi – 69% af heildinni – og er Ísland á meðal þeirra þjóða sem nýta þessa auðlind mest. En notkun grænnar orku á sér einnig hagræna skírskotun sem snýr að ákjósanlegustu nýtingu auðlinda hverju sinni. Betri nýting endurspeglast í aukinni sérþekkingu, samnýtingu mannauðs og nýtingu afurða sem áður fóru til spillis. Þetta gerist m.a. vegna tækniframfara en reynslan sýnir að samstarf fyrirtækja vegur einnig þungt í þessu tilliti. Auðlindagarðurinn á Suðurnesjum, sem er þyrping fyrirtækja sem nýta auðlindastrauma frá jarðhitavirkjunum HS Orku, sýnir mikilvægi bestu nýtingar auðlinda og hlutverk breiddar/stærðarhagræðis í atvinnurekstri. Starfsemi Auðlindagarðsins er að mestu leyti á sviði orkuframleiðslu og ferðaþjónustu en þar er einnig að finna fyrirtæki sem vinna sjávarafurðir og fyrirtæki sem stunda nýsköpun í líftækni og endurnýjun orkugjafa. Bróðurpartur framleiðslu Auðlindagarðsins fer, beint eða óbeint, á erlendan markað og því skipta aðstæður til útflutnings miklu fyrir afkomu garðsins.Sterk viðspyrna í umróti eftirhrunsára Árið 2013 námu heildartekjur fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins um 20,6 milljörðum króna á verðlagi ársins 2014, og höfðu þá aukist um tæplega tvo milljarða síðan árið 2008. Umsvif garðsins námu því um 1% af vergri landframleiðslu. Framlag til landsframleiðslu var um helmingur af þessu, eða 0,54%. Til samanburðar nam framlag fiskveiða um 5,5% af landsframleiðslu og álframleiðslu um 2,3% árið 2013. Umsvif Auðlindagarðsins eru því umtalsverð í samanburði við stærri útflutningsgreinar landsins. Frá 2008-2013 hefur árlegur vöxtur virðisauka af starfsemi Auðlindagarðsins verið að meðaltali 4% á föstu verðlagi. Á sama tíma dróst verg landsframleiðsla saman um 0,3% á ári að meðaltali. Vöxtur Auðlindagarðsins var því mun kröftugri en í hagkerfinu í heild á sama tíma.Suðurnesin ná vopnum sínum Á fyrrnefndu tímabili hafa meðaltekjur á Suðurnesjum verið með þeim lægstu á landinu. Líklegt má telja að starfsemi Auðlindagarðsins frá 2008 hafi haft veruleg jákvæð áhrif á atvinnuástand á Suðurnesjum. Árið 2013 störfuðu um 500 manns innan Auðlindagarðsins og hafði þeim þá fjölgað um tæplega 150 frá árinu 2009, um rúm 40%. Að teknu tilliti til afleiddra starfa má reikna með því að fyrir hvert stöðugildi innan Auðlindagarðsins verði til um það bil eitt afleitt stöðugildi utan hans í tengdri starfsemi. Að viðbættum margföldunaráhrifum má því ætla að Auðlindagarðurinn skapi á bilinu 1.000–1.100 störf með einum eða öðrum hætti, eða um 10% af heildarfjölda starfa á Suðurnesjum. Að gefinni forsendu má ætla að atvinnuleysi hefði að meðaltali verið um tveimur prósentustigum hærra á árunum 2008-2013 ef Auðlindagarðsins hefði ekki notið við. Neðangreind mynd sýnir þróun atvinnuleysis frá 1998.Framtíð Auðlindagarðsins Margt bendir til þess að eðlisbreyting sé að verða á starfsemi Auðlindagarðsins og viðfangsefnum fyrirtækjanna sem þar starfa. Vægi rannsókna og þróunar hefur t.d. aukist verulega. Breytingin felst einnig í aukinni sérhæfingu starfa og eftirspurn eftir menntuðu vinnuafli, sem hefur leitt til hækkunar launa umfram meðallaun á Suðurnesjum. Flest bendir til þess að sú þróun haldi áfram á næstu árum samhliða vexti þessara fyrirtækja. Af framangreindu má sjá að miklu skiptir að aðstæður til útflutnings verði áfram stöðugar, að raungengi haldist svipað og fyrirtækin haldi samkeppnishæfni sinni. Að því gefnu bendir flest til áframhaldandi vaxtar fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins. Sívaxandi áhersla er nú lögð á sjálfbæra og hagkvæma nýtingu auðlinda jarðar. Auðlindagarðurinn er dæmi um það hvernig hægt er, með þekkingu og hugkvæmni að vopni, að nýta náttúruauðlind, sem flestir töldu upprunalega að væri einungis nýtanleg til orkuframleiðslu, til fjölbreyttrar starfsemi á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, nærsamfélagi og landinu öllu til hagsbóta. Höfundar eru hagfræðingar og unnu að gerð skýrslu um Auðlindagarðinn á vegum GAMMA. HS Orka og Bláa lónið stóðu straum af kostnaði við gerð skýrslunnar en höfundar voru sjálfráðir um efnistök og greiningaraðferðir innan þess efnisramma sem mótaður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur sérstöðu hvað varðar nýtingu grænna orkugjafa, en um 87% af frumorku sem notuð er í landinu eru endurnýjanleg. Orkunotkun á hvern íbúa er meiri hér en þekkist annars staðar og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er hærra en hjá öðrum þjóðum. Mikilvægi jarðhita í orkubúskapnum er hvergi meira en hér á landi – 69% af heildinni – og er Ísland á meðal þeirra þjóða sem nýta þessa auðlind mest. En notkun grænnar orku á sér einnig hagræna skírskotun sem snýr að ákjósanlegustu nýtingu auðlinda hverju sinni. Betri nýting endurspeglast í aukinni sérþekkingu, samnýtingu mannauðs og nýtingu afurða sem áður fóru til spillis. Þetta gerist m.a. vegna tækniframfara en reynslan sýnir að samstarf fyrirtækja vegur einnig þungt í þessu tilliti. Auðlindagarðurinn á Suðurnesjum, sem er þyrping fyrirtækja sem nýta auðlindastrauma frá jarðhitavirkjunum HS Orku, sýnir mikilvægi bestu nýtingar auðlinda og hlutverk breiddar/stærðarhagræðis í atvinnurekstri. Starfsemi Auðlindagarðsins er að mestu leyti á sviði orkuframleiðslu og ferðaþjónustu en þar er einnig að finna fyrirtæki sem vinna sjávarafurðir og fyrirtæki sem stunda nýsköpun í líftækni og endurnýjun orkugjafa. Bróðurpartur framleiðslu Auðlindagarðsins fer, beint eða óbeint, á erlendan markað og því skipta aðstæður til útflutnings miklu fyrir afkomu garðsins.Sterk viðspyrna í umróti eftirhrunsára Árið 2013 námu heildartekjur fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins um 20,6 milljörðum króna á verðlagi ársins 2014, og höfðu þá aukist um tæplega tvo milljarða síðan árið 2008. Umsvif garðsins námu því um 1% af vergri landframleiðslu. Framlag til landsframleiðslu var um helmingur af þessu, eða 0,54%. Til samanburðar nam framlag fiskveiða um 5,5% af landsframleiðslu og álframleiðslu um 2,3% árið 2013. Umsvif Auðlindagarðsins eru því umtalsverð í samanburði við stærri útflutningsgreinar landsins. Frá 2008-2013 hefur árlegur vöxtur virðisauka af starfsemi Auðlindagarðsins verið að meðaltali 4% á föstu verðlagi. Á sama tíma dróst verg landsframleiðsla saman um 0,3% á ári að meðaltali. Vöxtur Auðlindagarðsins var því mun kröftugri en í hagkerfinu í heild á sama tíma.Suðurnesin ná vopnum sínum Á fyrrnefndu tímabili hafa meðaltekjur á Suðurnesjum verið með þeim lægstu á landinu. Líklegt má telja að starfsemi Auðlindagarðsins frá 2008 hafi haft veruleg jákvæð áhrif á atvinnuástand á Suðurnesjum. Árið 2013 störfuðu um 500 manns innan Auðlindagarðsins og hafði þeim þá fjölgað um tæplega 150 frá árinu 2009, um rúm 40%. Að teknu tilliti til afleiddra starfa má reikna með því að fyrir hvert stöðugildi innan Auðlindagarðsins verði til um það bil eitt afleitt stöðugildi utan hans í tengdri starfsemi. Að viðbættum margföldunaráhrifum má því ætla að Auðlindagarðurinn skapi á bilinu 1.000–1.100 störf með einum eða öðrum hætti, eða um 10% af heildarfjölda starfa á Suðurnesjum. Að gefinni forsendu má ætla að atvinnuleysi hefði að meðaltali verið um tveimur prósentustigum hærra á árunum 2008-2013 ef Auðlindagarðsins hefði ekki notið við. Neðangreind mynd sýnir þróun atvinnuleysis frá 1998.Framtíð Auðlindagarðsins Margt bendir til þess að eðlisbreyting sé að verða á starfsemi Auðlindagarðsins og viðfangsefnum fyrirtækjanna sem þar starfa. Vægi rannsókna og þróunar hefur t.d. aukist verulega. Breytingin felst einnig í aukinni sérhæfingu starfa og eftirspurn eftir menntuðu vinnuafli, sem hefur leitt til hækkunar launa umfram meðallaun á Suðurnesjum. Flest bendir til þess að sú þróun haldi áfram á næstu árum samhliða vexti þessara fyrirtækja. Af framangreindu má sjá að miklu skiptir að aðstæður til útflutnings verði áfram stöðugar, að raungengi haldist svipað og fyrirtækin haldi samkeppnishæfni sinni. Að því gefnu bendir flest til áframhaldandi vaxtar fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins. Sívaxandi áhersla er nú lögð á sjálfbæra og hagkvæma nýtingu auðlinda jarðar. Auðlindagarðurinn er dæmi um það hvernig hægt er, með þekkingu og hugkvæmni að vopni, að nýta náttúruauðlind, sem flestir töldu upprunalega að væri einungis nýtanleg til orkuframleiðslu, til fjölbreyttrar starfsemi á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, nærsamfélagi og landinu öllu til hagsbóta. Höfundar eru hagfræðingar og unnu að gerð skýrslu um Auðlindagarðinn á vegum GAMMA. HS Orka og Bláa lónið stóðu straum af kostnaði við gerð skýrslunnar en höfundar voru sjálfráðir um efnistök og greiningaraðferðir innan þess efnisramma sem mótaður var.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun