Efnahagsleg áhrif Auðlindagarðsins á Suðurnesjum Sölvi Blöndal og Friðrik Már Baldursson skrifar 16. september 2015 00:00 Ísland hefur sérstöðu hvað varðar nýtingu grænna orkugjafa, en um 87% af frumorku sem notuð er í landinu eru endurnýjanleg. Orkunotkun á hvern íbúa er meiri hér en þekkist annars staðar og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er hærra en hjá öðrum þjóðum. Mikilvægi jarðhita í orkubúskapnum er hvergi meira en hér á landi – 69% af heildinni – og er Ísland á meðal þeirra þjóða sem nýta þessa auðlind mest. En notkun grænnar orku á sér einnig hagræna skírskotun sem snýr að ákjósanlegustu nýtingu auðlinda hverju sinni. Betri nýting endurspeglast í aukinni sérþekkingu, samnýtingu mannauðs og nýtingu afurða sem áður fóru til spillis. Þetta gerist m.a. vegna tækniframfara en reynslan sýnir að samstarf fyrirtækja vegur einnig þungt í þessu tilliti. Auðlindagarðurinn á Suðurnesjum, sem er þyrping fyrirtækja sem nýta auðlindastrauma frá jarðhitavirkjunum HS Orku, sýnir mikilvægi bestu nýtingar auðlinda og hlutverk breiddar/stærðarhagræðis í atvinnurekstri. Starfsemi Auðlindagarðsins er að mestu leyti á sviði orkuframleiðslu og ferðaþjónustu en þar er einnig að finna fyrirtæki sem vinna sjávarafurðir og fyrirtæki sem stunda nýsköpun í líftækni og endurnýjun orkugjafa. Bróðurpartur framleiðslu Auðlindagarðsins fer, beint eða óbeint, á erlendan markað og því skipta aðstæður til útflutnings miklu fyrir afkomu garðsins.Sterk viðspyrna í umróti eftirhrunsára Árið 2013 námu heildartekjur fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins um 20,6 milljörðum króna á verðlagi ársins 2014, og höfðu þá aukist um tæplega tvo milljarða síðan árið 2008. Umsvif garðsins námu því um 1% af vergri landframleiðslu. Framlag til landsframleiðslu var um helmingur af þessu, eða 0,54%. Til samanburðar nam framlag fiskveiða um 5,5% af landsframleiðslu og álframleiðslu um 2,3% árið 2013. Umsvif Auðlindagarðsins eru því umtalsverð í samanburði við stærri útflutningsgreinar landsins. Frá 2008-2013 hefur árlegur vöxtur virðisauka af starfsemi Auðlindagarðsins verið að meðaltali 4% á föstu verðlagi. Á sama tíma dróst verg landsframleiðsla saman um 0,3% á ári að meðaltali. Vöxtur Auðlindagarðsins var því mun kröftugri en í hagkerfinu í heild á sama tíma.Suðurnesin ná vopnum sínum Á fyrrnefndu tímabili hafa meðaltekjur á Suðurnesjum verið með þeim lægstu á landinu. Líklegt má telja að starfsemi Auðlindagarðsins frá 2008 hafi haft veruleg jákvæð áhrif á atvinnuástand á Suðurnesjum. Árið 2013 störfuðu um 500 manns innan Auðlindagarðsins og hafði þeim þá fjölgað um tæplega 150 frá árinu 2009, um rúm 40%. Að teknu tilliti til afleiddra starfa má reikna með því að fyrir hvert stöðugildi innan Auðlindagarðsins verði til um það bil eitt afleitt stöðugildi utan hans í tengdri starfsemi. Að viðbættum margföldunaráhrifum má því ætla að Auðlindagarðurinn skapi á bilinu 1.000–1.100 störf með einum eða öðrum hætti, eða um 10% af heildarfjölda starfa á Suðurnesjum. Að gefinni forsendu má ætla að atvinnuleysi hefði að meðaltali verið um tveimur prósentustigum hærra á árunum 2008-2013 ef Auðlindagarðsins hefði ekki notið við. Neðangreind mynd sýnir þróun atvinnuleysis frá 1998.Framtíð Auðlindagarðsins Margt bendir til þess að eðlisbreyting sé að verða á starfsemi Auðlindagarðsins og viðfangsefnum fyrirtækjanna sem þar starfa. Vægi rannsókna og þróunar hefur t.d. aukist verulega. Breytingin felst einnig í aukinni sérhæfingu starfa og eftirspurn eftir menntuðu vinnuafli, sem hefur leitt til hækkunar launa umfram meðallaun á Suðurnesjum. Flest bendir til þess að sú þróun haldi áfram á næstu árum samhliða vexti þessara fyrirtækja. Af framangreindu má sjá að miklu skiptir að aðstæður til útflutnings verði áfram stöðugar, að raungengi haldist svipað og fyrirtækin haldi samkeppnishæfni sinni. Að því gefnu bendir flest til áframhaldandi vaxtar fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins. Sívaxandi áhersla er nú lögð á sjálfbæra og hagkvæma nýtingu auðlinda jarðar. Auðlindagarðurinn er dæmi um það hvernig hægt er, með þekkingu og hugkvæmni að vopni, að nýta náttúruauðlind, sem flestir töldu upprunalega að væri einungis nýtanleg til orkuframleiðslu, til fjölbreyttrar starfsemi á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, nærsamfélagi og landinu öllu til hagsbóta. Höfundar eru hagfræðingar og unnu að gerð skýrslu um Auðlindagarðinn á vegum GAMMA. HS Orka og Bláa lónið stóðu straum af kostnaði við gerð skýrslunnar en höfundar voru sjálfráðir um efnistök og greiningaraðferðir innan þess efnisramma sem mótaður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ísland hefur sérstöðu hvað varðar nýtingu grænna orkugjafa, en um 87% af frumorku sem notuð er í landinu eru endurnýjanleg. Orkunotkun á hvern íbúa er meiri hér en þekkist annars staðar og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er hærra en hjá öðrum þjóðum. Mikilvægi jarðhita í orkubúskapnum er hvergi meira en hér á landi – 69% af heildinni – og er Ísland á meðal þeirra þjóða sem nýta þessa auðlind mest. En notkun grænnar orku á sér einnig hagræna skírskotun sem snýr að ákjósanlegustu nýtingu auðlinda hverju sinni. Betri nýting endurspeglast í aukinni sérþekkingu, samnýtingu mannauðs og nýtingu afurða sem áður fóru til spillis. Þetta gerist m.a. vegna tækniframfara en reynslan sýnir að samstarf fyrirtækja vegur einnig þungt í þessu tilliti. Auðlindagarðurinn á Suðurnesjum, sem er þyrping fyrirtækja sem nýta auðlindastrauma frá jarðhitavirkjunum HS Orku, sýnir mikilvægi bestu nýtingar auðlinda og hlutverk breiddar/stærðarhagræðis í atvinnurekstri. Starfsemi Auðlindagarðsins er að mestu leyti á sviði orkuframleiðslu og ferðaþjónustu en þar er einnig að finna fyrirtæki sem vinna sjávarafurðir og fyrirtæki sem stunda nýsköpun í líftækni og endurnýjun orkugjafa. Bróðurpartur framleiðslu Auðlindagarðsins fer, beint eða óbeint, á erlendan markað og því skipta aðstæður til útflutnings miklu fyrir afkomu garðsins.Sterk viðspyrna í umróti eftirhrunsára Árið 2013 námu heildartekjur fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins um 20,6 milljörðum króna á verðlagi ársins 2014, og höfðu þá aukist um tæplega tvo milljarða síðan árið 2008. Umsvif garðsins námu því um 1% af vergri landframleiðslu. Framlag til landsframleiðslu var um helmingur af þessu, eða 0,54%. Til samanburðar nam framlag fiskveiða um 5,5% af landsframleiðslu og álframleiðslu um 2,3% árið 2013. Umsvif Auðlindagarðsins eru því umtalsverð í samanburði við stærri útflutningsgreinar landsins. Frá 2008-2013 hefur árlegur vöxtur virðisauka af starfsemi Auðlindagarðsins verið að meðaltali 4% á föstu verðlagi. Á sama tíma dróst verg landsframleiðsla saman um 0,3% á ári að meðaltali. Vöxtur Auðlindagarðsins var því mun kröftugri en í hagkerfinu í heild á sama tíma.Suðurnesin ná vopnum sínum Á fyrrnefndu tímabili hafa meðaltekjur á Suðurnesjum verið með þeim lægstu á landinu. Líklegt má telja að starfsemi Auðlindagarðsins frá 2008 hafi haft veruleg jákvæð áhrif á atvinnuástand á Suðurnesjum. Árið 2013 störfuðu um 500 manns innan Auðlindagarðsins og hafði þeim þá fjölgað um tæplega 150 frá árinu 2009, um rúm 40%. Að teknu tilliti til afleiddra starfa má reikna með því að fyrir hvert stöðugildi innan Auðlindagarðsins verði til um það bil eitt afleitt stöðugildi utan hans í tengdri starfsemi. Að viðbættum margföldunaráhrifum má því ætla að Auðlindagarðurinn skapi á bilinu 1.000–1.100 störf með einum eða öðrum hætti, eða um 10% af heildarfjölda starfa á Suðurnesjum. Að gefinni forsendu má ætla að atvinnuleysi hefði að meðaltali verið um tveimur prósentustigum hærra á árunum 2008-2013 ef Auðlindagarðsins hefði ekki notið við. Neðangreind mynd sýnir þróun atvinnuleysis frá 1998.Framtíð Auðlindagarðsins Margt bendir til þess að eðlisbreyting sé að verða á starfsemi Auðlindagarðsins og viðfangsefnum fyrirtækjanna sem þar starfa. Vægi rannsókna og þróunar hefur t.d. aukist verulega. Breytingin felst einnig í aukinni sérhæfingu starfa og eftirspurn eftir menntuðu vinnuafli, sem hefur leitt til hækkunar launa umfram meðallaun á Suðurnesjum. Flest bendir til þess að sú þróun haldi áfram á næstu árum samhliða vexti þessara fyrirtækja. Af framangreindu má sjá að miklu skiptir að aðstæður til útflutnings verði áfram stöðugar, að raungengi haldist svipað og fyrirtækin haldi samkeppnishæfni sinni. Að því gefnu bendir flest til áframhaldandi vaxtar fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins. Sívaxandi áhersla er nú lögð á sjálfbæra og hagkvæma nýtingu auðlinda jarðar. Auðlindagarðurinn er dæmi um það hvernig hægt er, með þekkingu og hugkvæmni að vopni, að nýta náttúruauðlind, sem flestir töldu upprunalega að væri einungis nýtanleg til orkuframleiðslu, til fjölbreyttrar starfsemi á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, nærsamfélagi og landinu öllu til hagsbóta. Höfundar eru hagfræðingar og unnu að gerð skýrslu um Auðlindagarðinn á vegum GAMMA. HS Orka og Bláa lónið stóðu straum af kostnaði við gerð skýrslunnar en höfundar voru sjálfráðir um efnistök og greiningaraðferðir innan þess efnisramma sem mótaður var.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun