Mega hafa með sér samstarf um rekstur dreifikerfis Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2015 16:09 Vodafone og Nova óskuðu eftir því að Samkeppniseftirlitið veitti þeim undanþágu fyrir stofnun sameiginlegs félags í jafnri eigu þeirra beggja um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu. vísir/pjetur Samkeppniseftirlitsins heimilar Fjarskiptum hf. (Vodafone) og Nova ehf. að hafa með sér samstarf um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu gegn tilteknum skilyrðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Forsenda samstarfsins er að aðilar hafa fallist á að hlíta skilyrðum sem vinna eiga gegn því að samstarf félaganna um rekstur dreifikerfisins raski samkeppni á mörkuðum fyrir farsímaþjónustu á bæði heildsölustigi og smásölustigi. Í tilkynningunni segir að skilyrðunum sé einnig ætlað að skapa fleiri valkosti og þar með aukna möguleika fyrir núverandi og nýja þjónustuaðila á markaði fyrir farsímaþjónustu á smásölustigi og stuðla þannig að frekari samkeppni á viðkomandi mörkuðum. Einnig sé skapað tækifæri til betri nýtingar á fjárfestingum í undirliggjandi kerfum farsímaþjónustu. Vodafone og Nova óskuðu eftir því að Samkeppniseftirlitið veitti þeim undanþágu fyrir stofnun sameiginlegs félags í jafnri eigu þeirra beggja um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu. Samkvæmt 15. gr. samkeppnislaga er Samkeppniseftirlitinu heimilt að veita undanþágu frá banni 10. gr. samkeppnislaga við samráði fyrirtækja, enda sé slíkt samstarf m.a. til þess fallið að stuðla að bættri nýtingu fjármuna og komi neytendum til góða. Að undangenginni rannsókn taldi Samkeppniseftirlitið forsendur til að heimila samstarfið að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Vodafone og Nova hafa nú gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að fara að þeim skilyrðum.Sáttin felur í sér eftirfarandi meginatriði: · Við heildsölu Fjarskipta og Nova á markaði m.a. fyrir aðgang og upphaf símtala í farsímakerfum (m.a. fyrir sýndarnetsaðila og endursöluaðila), skulu félögin gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis gagnvart þeim fjarskiptafyrirtækjum sem óska eftir slíkum aðgangi. · Fyrirmæli um tiltekið óhæði þeirra sem sitja í stjórn rekstrarfélagsins, þar sem girt er fyrir að stjórnendur samstarfsaðila (Vodafone og Nova) geti setið saman í stjórninni og koma í veg fyrir að samstarfið geti orðið uppspretta frekara samstarfs sem skaðaði samkeppni. · Fyrirmæli um óhæði stjórnenda og lykilstarfsmanna rekstrarfélagsins. · Fyrirmæli um tilhögun tæknilegs samstarfs, m.a. skipan og umgjörð tímabundins tæknihóps við innleiðingu starfseminnar. · Ákvæði um eftirfylgni vegna ákvæða sáttarinnar, kynningu o.fl. Framangreind skilyrði eru byggð á mati á samkeppnisaðstæðum á viðkomandi mörkuðum. Var leitað sjónarmiða hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum á fjarskiptamörkuðum. Jafnframt var höfð hliðsjón af sambærilegum erlendum úrlausnum og þróun á fjarskiptamarkaði, einkum tengt samnýtingu innviðakerfa í fjarskiptaþjónustu. Samkeppniseftirlitið mun á næstunni birta á heimasíðu sinni ákvörðun um undanþáguna með rökstuðningi og nánari skýringum á skilyrðunum sem henni eru sett. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Samkeppniseftirlitsins heimilar Fjarskiptum hf. (Vodafone) og Nova ehf. að hafa með sér samstarf um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu gegn tilteknum skilyrðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Forsenda samstarfsins er að aðilar hafa fallist á að hlíta skilyrðum sem vinna eiga gegn því að samstarf félaganna um rekstur dreifikerfisins raski samkeppni á mörkuðum fyrir farsímaþjónustu á bæði heildsölustigi og smásölustigi. Í tilkynningunni segir að skilyrðunum sé einnig ætlað að skapa fleiri valkosti og þar með aukna möguleika fyrir núverandi og nýja þjónustuaðila á markaði fyrir farsímaþjónustu á smásölustigi og stuðla þannig að frekari samkeppni á viðkomandi mörkuðum. Einnig sé skapað tækifæri til betri nýtingar á fjárfestingum í undirliggjandi kerfum farsímaþjónustu. Vodafone og Nova óskuðu eftir því að Samkeppniseftirlitið veitti þeim undanþágu fyrir stofnun sameiginlegs félags í jafnri eigu þeirra beggja um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu. Samkvæmt 15. gr. samkeppnislaga er Samkeppniseftirlitinu heimilt að veita undanþágu frá banni 10. gr. samkeppnislaga við samráði fyrirtækja, enda sé slíkt samstarf m.a. til þess fallið að stuðla að bættri nýtingu fjármuna og komi neytendum til góða. Að undangenginni rannsókn taldi Samkeppniseftirlitið forsendur til að heimila samstarfið að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Vodafone og Nova hafa nú gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að fara að þeim skilyrðum.Sáttin felur í sér eftirfarandi meginatriði: · Við heildsölu Fjarskipta og Nova á markaði m.a. fyrir aðgang og upphaf símtala í farsímakerfum (m.a. fyrir sýndarnetsaðila og endursöluaðila), skulu félögin gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis gagnvart þeim fjarskiptafyrirtækjum sem óska eftir slíkum aðgangi. · Fyrirmæli um tiltekið óhæði þeirra sem sitja í stjórn rekstrarfélagsins, þar sem girt er fyrir að stjórnendur samstarfsaðila (Vodafone og Nova) geti setið saman í stjórninni og koma í veg fyrir að samstarfið geti orðið uppspretta frekara samstarfs sem skaðaði samkeppni. · Fyrirmæli um óhæði stjórnenda og lykilstarfsmanna rekstrarfélagsins. · Fyrirmæli um tilhögun tæknilegs samstarfs, m.a. skipan og umgjörð tímabundins tæknihóps við innleiðingu starfseminnar. · Ákvæði um eftirfylgni vegna ákvæða sáttarinnar, kynningu o.fl. Framangreind skilyrði eru byggð á mati á samkeppnisaðstæðum á viðkomandi mörkuðum. Var leitað sjónarmiða hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum á fjarskiptamörkuðum. Jafnframt var höfð hliðsjón af sambærilegum erlendum úrlausnum og þróun á fjarskiptamarkaði, einkum tengt samnýtingu innviðakerfa í fjarskiptaþjónustu. Samkeppniseftirlitið mun á næstunni birta á heimasíðu sinni ákvörðun um undanþáguna með rökstuðningi og nánari skýringum á skilyrðunum sem henni eru sett.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent