Sif og frelsið til fordóma Bryndís Nielsen skrifar 13. október 2015 07:00 Sif Sigmarsdóttir birti nýverið pistil í Fréttablaðinu um fordóma og fer þar víða. Nú er ég sammála minni gömlu vinkonu varðandi ýmislegt en finnst þó skjóta skökku við að hún hefji greinina með því að afhjúpa djúpstæða fordóma gagnvart almannatenglum. Ganga jafnvel svo langt að kalla þá „flór-mokandi afstæðisprédikara“ og segja stéttina vera „sannleikanum eins og engisprettufaraldur er gróðri“. Þetta er auðvitað ekkert annað en argasti atvinnurógur.Óprúttnir spunameistarar? Sem ráðgjafi í almannatengslum hef ég margoft þurft að sitja undir ásökunum af þessu tagi, ásökunum sem hafa þó verið í litlum sem engum tengslum við raunveruleg störf mín eða flestra annarra almannatengla hér á landi. Almannatenglar eru gjarnan sagðir óprúttnir spunameistarar sem starfa við að afbaka sannleikann gagnvart grunlausum almenningi, spilltum stórfyrirtækjum í vil. Slíkar fullyrðingar hafa ekkert með sannleikann að gera. Nú er misjafn sauður í mörgu fé, en við verðum að hafa það í huga að raunveruleikinn er ekki ávallt eins og bandarískir sjónvarpsþættir vilja túlka hann. Að líkja almannatenglum við plágur sem starfi við það eitt að hvítþvo spillta og valdamikla aðila gagnvart grunlausum almenningi er sambærilegt því að segja að allir ljósmyndarar séu óforskammaðir papparassar sem eltist við appelsínuhúð erlendra leikkvenna með aðdráttarlinsum. Þó einhverjir þeirra geri vissulega slíkt þá er af og frá að segja þá starfshætti einkennandi fyrir stéttina.Úlfur, úlfur! Almannatenglar eru ráðgjafar í samskiptamálum. Þeir aðstoða fyrirtæki, félög og stofnanir við að koma skilaboðum sínum á framfæri og að veita þeim góð ráð í samskiptum, bæði inn á við og út á við. Oft felst það í að skrifa fréttatilkynningar eða koma skilaboðum með öðrum hætti áleiðis til almennings. Þannig þjóna þeir viðskiptavinum sínum en stuðla um leið að því að fjölmiðlar spegli umræðuna í samfélaginu frá sem flestum sjónarhornum. Við þekkjum öll dæmisöguna um drenginn sem kallaði „úlfur, úlfur“ og á hún ekki síst við um störf okkar almannatengla. Verði ég til að mynda uppvís að lygum fyrir viðskiptavin er traust mitt gagnvart starfsfólki fjölmiðla og almenningi uppurið og erfitt að sjá hvernig ég ætlaði að sjá fyrir mér í því starfi framvegis.Fordómar í verki Pistil sinn kallar Sif „Frelsi til að sýna fordóma í verki“ og má vel heimfæra þá fyrirsögn á efni greinarinnar. Fordómar eru af ýmsum toga en góðu fréttirnar eru þær að með aukinni fræðslu og upplýsingu má vel uppræta þá. Því vil ég nota tækifærið og bjóða Sif í kaffi til mín, hvenær sem henni hentar, svo við getum farið saman yfir raunveruleg störf íslenskra almannatengla. Vonandi verður það til þess að uppræta þá fordóma sem hún ber í garð stéttarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Sif Sigmarsdóttir birti nýverið pistil í Fréttablaðinu um fordóma og fer þar víða. Nú er ég sammála minni gömlu vinkonu varðandi ýmislegt en finnst þó skjóta skökku við að hún hefji greinina með því að afhjúpa djúpstæða fordóma gagnvart almannatenglum. Ganga jafnvel svo langt að kalla þá „flór-mokandi afstæðisprédikara“ og segja stéttina vera „sannleikanum eins og engisprettufaraldur er gróðri“. Þetta er auðvitað ekkert annað en argasti atvinnurógur.Óprúttnir spunameistarar? Sem ráðgjafi í almannatengslum hef ég margoft þurft að sitja undir ásökunum af þessu tagi, ásökunum sem hafa þó verið í litlum sem engum tengslum við raunveruleg störf mín eða flestra annarra almannatengla hér á landi. Almannatenglar eru gjarnan sagðir óprúttnir spunameistarar sem starfa við að afbaka sannleikann gagnvart grunlausum almenningi, spilltum stórfyrirtækjum í vil. Slíkar fullyrðingar hafa ekkert með sannleikann að gera. Nú er misjafn sauður í mörgu fé, en við verðum að hafa það í huga að raunveruleikinn er ekki ávallt eins og bandarískir sjónvarpsþættir vilja túlka hann. Að líkja almannatenglum við plágur sem starfi við það eitt að hvítþvo spillta og valdamikla aðila gagnvart grunlausum almenningi er sambærilegt því að segja að allir ljósmyndarar séu óforskammaðir papparassar sem eltist við appelsínuhúð erlendra leikkvenna með aðdráttarlinsum. Þó einhverjir þeirra geri vissulega slíkt þá er af og frá að segja þá starfshætti einkennandi fyrir stéttina.Úlfur, úlfur! Almannatenglar eru ráðgjafar í samskiptamálum. Þeir aðstoða fyrirtæki, félög og stofnanir við að koma skilaboðum sínum á framfæri og að veita þeim góð ráð í samskiptum, bæði inn á við og út á við. Oft felst það í að skrifa fréttatilkynningar eða koma skilaboðum með öðrum hætti áleiðis til almennings. Þannig þjóna þeir viðskiptavinum sínum en stuðla um leið að því að fjölmiðlar spegli umræðuna í samfélaginu frá sem flestum sjónarhornum. Við þekkjum öll dæmisöguna um drenginn sem kallaði „úlfur, úlfur“ og á hún ekki síst við um störf okkar almannatengla. Verði ég til að mynda uppvís að lygum fyrir viðskiptavin er traust mitt gagnvart starfsfólki fjölmiðla og almenningi uppurið og erfitt að sjá hvernig ég ætlaði að sjá fyrir mér í því starfi framvegis.Fordómar í verki Pistil sinn kallar Sif „Frelsi til að sýna fordóma í verki“ og má vel heimfæra þá fyrirsögn á efni greinarinnar. Fordómar eru af ýmsum toga en góðu fréttirnar eru þær að með aukinni fræðslu og upplýsingu má vel uppræta þá. Því vil ég nota tækifærið og bjóða Sif í kaffi til mín, hvenær sem henni hentar, svo við getum farið saman yfir raunveruleg störf íslenskra almannatengla. Vonandi verður það til þess að uppræta þá fordóma sem hún ber í garð stéttarinnar.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun