Undanþágur verði afnumdar Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. mars 2015 13:00 Gunnlaugur Jónsson segir ómögulegt að þurfa að byggja heimildir sínar á sögusögnum. fréttablaðið/vilhelm Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir að miðað við sínar upplýsingar ætti að vera hægt að afnema þær undanþágur sem veittar eru frá gjaldeyrishöftum og setja almennar reglur á grundvelli þeirra. Nema að það sé verið að mismuna umsækjendum verulega um undanþágur. Hann gagnrýnir þá leynd sem hefur verið um þær undanþágur sem hafa verið veittar. „Það er grundvallarregla í réttarsamfélagi að rétturinn sé þekktur fyrirfram. Til dæmis er gerð sú krafa að lög gilda ekki fyrr en þau hafa verið birt, reglugerðir gilda ekki fyrr en þær hafa verið birtar. En undanþágur sem augljóslega eiga að hafa fordæmisgildi ef allir eiga að vera meðhöndlaðir á sama hátt, þær eru ekki birtar,“ segir hann. Gunnlaugur bætir því við að fólk hafi ekki hugmynd um hvernig undanþágu það á að sækja um. „Kannski skiptir þá máli að þekkja einhvern í Seðlabankanum sem veit þá hvernig undanþágu maður á að sækja um,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að fólk standi frammi fyrir tvenns konar vandamálum. Í fyrsta lagi að það viti ekki um hvers konar undanþágur það á að sækja. Í öðru lagi að það sé ekkert aðhald. „Maður getur ekki sótt neitt mál, maður getur ekki beitt neinum rökum um jafnræði vegna þess að maður veit ekki hvað hefur verið gert annars staðar,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að Eykon hafi sótt um undanþágu sem var hafnað í sinni ýtrustu mynd en síðar fengið vægari undanþágu. Eykon fékk þá undanþágu frá formreglu, en undanþágan hafði ekki áhrif á gjaldeyrisflæði frá Íslandi. Gunnlaugur segist enga ástæðu hafa til þess að telja að Seðlabankinn misbeiti valdi sínu. Hann skilji niðurstöðuna varðandi umsókn Eykons, ef ekki eru einhverjar aðrar undanþágur sem ganga í berhögg við þau vinnubrögð sem Seðlabankinn viðhafði þá. „En það sem mér finnst ef til vill gagnrýnivert og ég veit ekki hvort ég get gagnrýnt eða rökrætt er hvort einhverjir aðrir hafi fengið betri fyrirgreiðslu. Ég hef heyrt um nokkur slík dæmi,“ segir Gunnlaugur. Hann hafi hins vegar engar áreiðanlegar heimildir um það þar sem upplýsingar um undanþágurnar eru ekki opinberar. „Það hlýtur að vera eðlilegt að stjórnvald eins og Seðlabankinn gefi nægar upplýsingar til þess að orðrómur sem þessi skipti engu máli. Ég er sem sagt ekki að setja orðróminn fram vegna þess að ég trúi á hann, heldur sem rök fyrir því að þetta eigi að opna til að taka af öll tvímæli,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undanþágurnar frá gjaldeyrishöftum hafa sætt gagnrýni. Bæði Viðskiptaráð og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, hafa gagnrýnt ógagnsæið. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir að miðað við sínar upplýsingar ætti að vera hægt að afnema þær undanþágur sem veittar eru frá gjaldeyrishöftum og setja almennar reglur á grundvelli þeirra. Nema að það sé verið að mismuna umsækjendum verulega um undanþágur. Hann gagnrýnir þá leynd sem hefur verið um þær undanþágur sem hafa verið veittar. „Það er grundvallarregla í réttarsamfélagi að rétturinn sé þekktur fyrirfram. Til dæmis er gerð sú krafa að lög gilda ekki fyrr en þau hafa verið birt, reglugerðir gilda ekki fyrr en þær hafa verið birtar. En undanþágur sem augljóslega eiga að hafa fordæmisgildi ef allir eiga að vera meðhöndlaðir á sama hátt, þær eru ekki birtar,“ segir hann. Gunnlaugur bætir því við að fólk hafi ekki hugmynd um hvernig undanþágu það á að sækja um. „Kannski skiptir þá máli að þekkja einhvern í Seðlabankanum sem veit þá hvernig undanþágu maður á að sækja um,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að fólk standi frammi fyrir tvenns konar vandamálum. Í fyrsta lagi að það viti ekki um hvers konar undanþágur það á að sækja. Í öðru lagi að það sé ekkert aðhald. „Maður getur ekki sótt neitt mál, maður getur ekki beitt neinum rökum um jafnræði vegna þess að maður veit ekki hvað hefur verið gert annars staðar,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að Eykon hafi sótt um undanþágu sem var hafnað í sinni ýtrustu mynd en síðar fengið vægari undanþágu. Eykon fékk þá undanþágu frá formreglu, en undanþágan hafði ekki áhrif á gjaldeyrisflæði frá Íslandi. Gunnlaugur segist enga ástæðu hafa til þess að telja að Seðlabankinn misbeiti valdi sínu. Hann skilji niðurstöðuna varðandi umsókn Eykons, ef ekki eru einhverjar aðrar undanþágur sem ganga í berhögg við þau vinnubrögð sem Seðlabankinn viðhafði þá. „En það sem mér finnst ef til vill gagnrýnivert og ég veit ekki hvort ég get gagnrýnt eða rökrætt er hvort einhverjir aðrir hafi fengið betri fyrirgreiðslu. Ég hef heyrt um nokkur slík dæmi,“ segir Gunnlaugur. Hann hafi hins vegar engar áreiðanlegar heimildir um það þar sem upplýsingar um undanþágurnar eru ekki opinberar. „Það hlýtur að vera eðlilegt að stjórnvald eins og Seðlabankinn gefi nægar upplýsingar til þess að orðrómur sem þessi skipti engu máli. Ég er sem sagt ekki að setja orðróminn fram vegna þess að ég trúi á hann, heldur sem rök fyrir því að þetta eigi að opna til að taka af öll tvímæli,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undanþágurnar frá gjaldeyrishöftum hafa sætt gagnrýni. Bæði Viðskiptaráð og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, hafa gagnrýnt ógagnsæið.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira