Undanþágur verði afnumdar Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. mars 2015 13:00 Gunnlaugur Jónsson segir ómögulegt að þurfa að byggja heimildir sínar á sögusögnum. fréttablaðið/vilhelm Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir að miðað við sínar upplýsingar ætti að vera hægt að afnema þær undanþágur sem veittar eru frá gjaldeyrishöftum og setja almennar reglur á grundvelli þeirra. Nema að það sé verið að mismuna umsækjendum verulega um undanþágur. Hann gagnrýnir þá leynd sem hefur verið um þær undanþágur sem hafa verið veittar. „Það er grundvallarregla í réttarsamfélagi að rétturinn sé þekktur fyrirfram. Til dæmis er gerð sú krafa að lög gilda ekki fyrr en þau hafa verið birt, reglugerðir gilda ekki fyrr en þær hafa verið birtar. En undanþágur sem augljóslega eiga að hafa fordæmisgildi ef allir eiga að vera meðhöndlaðir á sama hátt, þær eru ekki birtar,“ segir hann. Gunnlaugur bætir því við að fólk hafi ekki hugmynd um hvernig undanþágu það á að sækja um. „Kannski skiptir þá máli að þekkja einhvern í Seðlabankanum sem veit þá hvernig undanþágu maður á að sækja um,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að fólk standi frammi fyrir tvenns konar vandamálum. Í fyrsta lagi að það viti ekki um hvers konar undanþágur það á að sækja. Í öðru lagi að það sé ekkert aðhald. „Maður getur ekki sótt neitt mál, maður getur ekki beitt neinum rökum um jafnræði vegna þess að maður veit ekki hvað hefur verið gert annars staðar,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að Eykon hafi sótt um undanþágu sem var hafnað í sinni ýtrustu mynd en síðar fengið vægari undanþágu. Eykon fékk þá undanþágu frá formreglu, en undanþágan hafði ekki áhrif á gjaldeyrisflæði frá Íslandi. Gunnlaugur segist enga ástæðu hafa til þess að telja að Seðlabankinn misbeiti valdi sínu. Hann skilji niðurstöðuna varðandi umsókn Eykons, ef ekki eru einhverjar aðrar undanþágur sem ganga í berhögg við þau vinnubrögð sem Seðlabankinn viðhafði þá. „En það sem mér finnst ef til vill gagnrýnivert og ég veit ekki hvort ég get gagnrýnt eða rökrætt er hvort einhverjir aðrir hafi fengið betri fyrirgreiðslu. Ég hef heyrt um nokkur slík dæmi,“ segir Gunnlaugur. Hann hafi hins vegar engar áreiðanlegar heimildir um það þar sem upplýsingar um undanþágurnar eru ekki opinberar. „Það hlýtur að vera eðlilegt að stjórnvald eins og Seðlabankinn gefi nægar upplýsingar til þess að orðrómur sem þessi skipti engu máli. Ég er sem sagt ekki að setja orðróminn fram vegna þess að ég trúi á hann, heldur sem rök fyrir því að þetta eigi að opna til að taka af öll tvímæli,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undanþágurnar frá gjaldeyrishöftum hafa sætt gagnrýni. Bæði Viðskiptaráð og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, hafa gagnrýnt ógagnsæið. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir að miðað við sínar upplýsingar ætti að vera hægt að afnema þær undanþágur sem veittar eru frá gjaldeyrishöftum og setja almennar reglur á grundvelli þeirra. Nema að það sé verið að mismuna umsækjendum verulega um undanþágur. Hann gagnrýnir þá leynd sem hefur verið um þær undanþágur sem hafa verið veittar. „Það er grundvallarregla í réttarsamfélagi að rétturinn sé þekktur fyrirfram. Til dæmis er gerð sú krafa að lög gilda ekki fyrr en þau hafa verið birt, reglugerðir gilda ekki fyrr en þær hafa verið birtar. En undanþágur sem augljóslega eiga að hafa fordæmisgildi ef allir eiga að vera meðhöndlaðir á sama hátt, þær eru ekki birtar,“ segir hann. Gunnlaugur bætir því við að fólk hafi ekki hugmynd um hvernig undanþágu það á að sækja um. „Kannski skiptir þá máli að þekkja einhvern í Seðlabankanum sem veit þá hvernig undanþágu maður á að sækja um,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að fólk standi frammi fyrir tvenns konar vandamálum. Í fyrsta lagi að það viti ekki um hvers konar undanþágur það á að sækja. Í öðru lagi að það sé ekkert aðhald. „Maður getur ekki sótt neitt mál, maður getur ekki beitt neinum rökum um jafnræði vegna þess að maður veit ekki hvað hefur verið gert annars staðar,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að Eykon hafi sótt um undanþágu sem var hafnað í sinni ýtrustu mynd en síðar fengið vægari undanþágu. Eykon fékk þá undanþágu frá formreglu, en undanþágan hafði ekki áhrif á gjaldeyrisflæði frá Íslandi. Gunnlaugur segist enga ástæðu hafa til þess að telja að Seðlabankinn misbeiti valdi sínu. Hann skilji niðurstöðuna varðandi umsókn Eykons, ef ekki eru einhverjar aðrar undanþágur sem ganga í berhögg við þau vinnubrögð sem Seðlabankinn viðhafði þá. „En það sem mér finnst ef til vill gagnrýnivert og ég veit ekki hvort ég get gagnrýnt eða rökrætt er hvort einhverjir aðrir hafi fengið betri fyrirgreiðslu. Ég hef heyrt um nokkur slík dæmi,“ segir Gunnlaugur. Hann hafi hins vegar engar áreiðanlegar heimildir um það þar sem upplýsingar um undanþágurnar eru ekki opinberar. „Það hlýtur að vera eðlilegt að stjórnvald eins og Seðlabankinn gefi nægar upplýsingar til þess að orðrómur sem þessi skipti engu máli. Ég er sem sagt ekki að setja orðróminn fram vegna þess að ég trúi á hann, heldur sem rök fyrir því að þetta eigi að opna til að taka af öll tvímæli,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undanþágurnar frá gjaldeyrishöftum hafa sætt gagnrýni. Bæði Viðskiptaráð og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, hafa gagnrýnt ógagnsæið.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira