GK Reykjavík fær rykskemmdirnar bættar Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2015 17:11 Þau Guðmundur Hallgrímsson og Ása Ninna Pétursdóttir sem reka GK Reykjavík. Vísir/skjáskot „Við erum auðvitað bara mjög kát með þessa niðurstöðu þó að málinu sé hvergi nærri lokið,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, annar eigenda GK Reykjavík en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag tryggingarfélagið VÍS til að bæta eigendum tískuvöruverslunarinnar tjón sem þeir urðu fyrir í október 2013. Eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 66 sem hýsti verslun þeirra Ásu og Guðmundar Hallgrímssonar stóðu þá í miklum framkvæmdum við að breyta húsnæðinu í hotel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðingum að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. Þau hafi því þurft að loka versluninni í um tvær vikur með tilheyrandi rekstratjóni og skemmdum á tískufatnaði sem þar var til sölu.Vísir fjallaði um mál GK Reykjavík á sínum tíma og töldu eigendur verslunarinnar tjónið sem þau urðu fyrir af hendi ógætilegra vinnubragða starfsmanna Viðskiptavits ehf. nema tugum milljóna króna.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um framkvæmdirnar í október 2013. Því höfðuðu þau Ása og Guðmundur mál gegn tryggingarfélagi Viðskiptavits, VÍS, og dæmdi héraðsdómur þeim í vil sem fyrr segir. Í dómi héraðsdóms segir að ekki hafi ráðstafanir verktakafyrirtækisins hefðu engan veginn dugað til að halda ryki og óhreinindum frá versluninni – 'fyrir liggur að ryk átti um tíma greiða leið inn um op sem myndaðist við framkvæmdirnar,” segir þar meðal annars. 'Með ófullnægjandi aðgerðum og athafnaleysi sínu að þessu leyti sýndi verktakinn af sér gáleysi sem bakaði honum bótaábyrgð vegna þess tjóns sem varð á vörum í versluninni þegar ryk lagðist yfir þær” Þá segir héraðsdómur það verulega ámælisverð vinnubrögð hjá verktakanum að kjarnabora í gegnum steypta plötu milli hæða 'án þess að ganga úr skugga um hvort eitthvað hafi verið fyrir neðan sem hugsanlega gæti orðið fyrir skemmdum.“ Um leið og þau Guðmundur og Ása fagna niðurstöðu héraðsdóms vilja þau bíða með allar 'stríðsfyrirsagnir.” Dómurinn sé hluti af lengra ferli og það sé í raun enn fátt í hendi, annað en bótaskylda Viðskiptavits. Nú taki við tímafrekt mat á umfangi tjónsins og því sé ekki enn hægt að áætla með fullri vissu hvað þau geti átt von á háum bótum vegna 'ófullnægjandi aðgerða og athafnaleysis” verktakafyrirtækisins, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að orði á föstudag. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
„Við erum auðvitað bara mjög kát með þessa niðurstöðu þó að málinu sé hvergi nærri lokið,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, annar eigenda GK Reykjavík en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag tryggingarfélagið VÍS til að bæta eigendum tískuvöruverslunarinnar tjón sem þeir urðu fyrir í október 2013. Eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 66 sem hýsti verslun þeirra Ásu og Guðmundar Hallgrímssonar stóðu þá í miklum framkvæmdum við að breyta húsnæðinu í hotel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðingum að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. Þau hafi því þurft að loka versluninni í um tvær vikur með tilheyrandi rekstratjóni og skemmdum á tískufatnaði sem þar var til sölu.Vísir fjallaði um mál GK Reykjavík á sínum tíma og töldu eigendur verslunarinnar tjónið sem þau urðu fyrir af hendi ógætilegra vinnubragða starfsmanna Viðskiptavits ehf. nema tugum milljóna króna.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um framkvæmdirnar í október 2013. Því höfðuðu þau Ása og Guðmundur mál gegn tryggingarfélagi Viðskiptavits, VÍS, og dæmdi héraðsdómur þeim í vil sem fyrr segir. Í dómi héraðsdóms segir að ekki hafi ráðstafanir verktakafyrirtækisins hefðu engan veginn dugað til að halda ryki og óhreinindum frá versluninni – 'fyrir liggur að ryk átti um tíma greiða leið inn um op sem myndaðist við framkvæmdirnar,” segir þar meðal annars. 'Með ófullnægjandi aðgerðum og athafnaleysi sínu að þessu leyti sýndi verktakinn af sér gáleysi sem bakaði honum bótaábyrgð vegna þess tjóns sem varð á vörum í versluninni þegar ryk lagðist yfir þær” Þá segir héraðsdómur það verulega ámælisverð vinnubrögð hjá verktakanum að kjarnabora í gegnum steypta plötu milli hæða 'án þess að ganga úr skugga um hvort eitthvað hafi verið fyrir neðan sem hugsanlega gæti orðið fyrir skemmdum.“ Um leið og þau Guðmundur og Ása fagna niðurstöðu héraðsdóms vilja þau bíða með allar 'stríðsfyrirsagnir.” Dómurinn sé hluti af lengra ferli og það sé í raun enn fátt í hendi, annað en bótaskylda Viðskiptavits. Nú taki við tímafrekt mat á umfangi tjónsins og því sé ekki enn hægt að áætla með fullri vissu hvað þau geti átt von á háum bótum vegna 'ófullnægjandi aðgerða og athafnaleysis” verktakafyrirtækisins, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að orði á föstudag.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira