GK Reykjavík fær rykskemmdirnar bættar Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2015 17:11 Þau Guðmundur Hallgrímsson og Ása Ninna Pétursdóttir sem reka GK Reykjavík. Vísir/skjáskot „Við erum auðvitað bara mjög kát með þessa niðurstöðu þó að málinu sé hvergi nærri lokið,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, annar eigenda GK Reykjavík en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag tryggingarfélagið VÍS til að bæta eigendum tískuvöruverslunarinnar tjón sem þeir urðu fyrir í október 2013. Eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 66 sem hýsti verslun þeirra Ásu og Guðmundar Hallgrímssonar stóðu þá í miklum framkvæmdum við að breyta húsnæðinu í hotel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðingum að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. Þau hafi því þurft að loka versluninni í um tvær vikur með tilheyrandi rekstratjóni og skemmdum á tískufatnaði sem þar var til sölu.Vísir fjallaði um mál GK Reykjavík á sínum tíma og töldu eigendur verslunarinnar tjónið sem þau urðu fyrir af hendi ógætilegra vinnubragða starfsmanna Viðskiptavits ehf. nema tugum milljóna króna.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um framkvæmdirnar í október 2013. Því höfðuðu þau Ása og Guðmundur mál gegn tryggingarfélagi Viðskiptavits, VÍS, og dæmdi héraðsdómur þeim í vil sem fyrr segir. Í dómi héraðsdóms segir að ekki hafi ráðstafanir verktakafyrirtækisins hefðu engan veginn dugað til að halda ryki og óhreinindum frá versluninni – 'fyrir liggur að ryk átti um tíma greiða leið inn um op sem myndaðist við framkvæmdirnar,” segir þar meðal annars. 'Með ófullnægjandi aðgerðum og athafnaleysi sínu að þessu leyti sýndi verktakinn af sér gáleysi sem bakaði honum bótaábyrgð vegna þess tjóns sem varð á vörum í versluninni þegar ryk lagðist yfir þær” Þá segir héraðsdómur það verulega ámælisverð vinnubrögð hjá verktakanum að kjarnabora í gegnum steypta plötu milli hæða 'án þess að ganga úr skugga um hvort eitthvað hafi verið fyrir neðan sem hugsanlega gæti orðið fyrir skemmdum.“ Um leið og þau Guðmundur og Ása fagna niðurstöðu héraðsdóms vilja þau bíða með allar 'stríðsfyrirsagnir.” Dómurinn sé hluti af lengra ferli og það sé í raun enn fátt í hendi, annað en bótaskylda Viðskiptavits. Nú taki við tímafrekt mat á umfangi tjónsins og því sé ekki enn hægt að áætla með fullri vissu hvað þau geti átt von á háum bótum vegna 'ófullnægjandi aðgerða og athafnaleysis” verktakafyrirtækisins, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að orði á föstudag. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Við erum auðvitað bara mjög kát með þessa niðurstöðu þó að málinu sé hvergi nærri lokið,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, annar eigenda GK Reykjavík en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag tryggingarfélagið VÍS til að bæta eigendum tískuvöruverslunarinnar tjón sem þeir urðu fyrir í október 2013. Eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 66 sem hýsti verslun þeirra Ásu og Guðmundar Hallgrímssonar stóðu þá í miklum framkvæmdum við að breyta húsnæðinu í hotel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðingum að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. Þau hafi því þurft að loka versluninni í um tvær vikur með tilheyrandi rekstratjóni og skemmdum á tískufatnaði sem þar var til sölu.Vísir fjallaði um mál GK Reykjavík á sínum tíma og töldu eigendur verslunarinnar tjónið sem þau urðu fyrir af hendi ógætilegra vinnubragða starfsmanna Viðskiptavits ehf. nema tugum milljóna króna.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um framkvæmdirnar í október 2013. Því höfðuðu þau Ása og Guðmundur mál gegn tryggingarfélagi Viðskiptavits, VÍS, og dæmdi héraðsdómur þeim í vil sem fyrr segir. Í dómi héraðsdóms segir að ekki hafi ráðstafanir verktakafyrirtækisins hefðu engan veginn dugað til að halda ryki og óhreinindum frá versluninni – 'fyrir liggur að ryk átti um tíma greiða leið inn um op sem myndaðist við framkvæmdirnar,” segir þar meðal annars. 'Með ófullnægjandi aðgerðum og athafnaleysi sínu að þessu leyti sýndi verktakinn af sér gáleysi sem bakaði honum bótaábyrgð vegna þess tjóns sem varð á vörum í versluninni þegar ryk lagðist yfir þær” Þá segir héraðsdómur það verulega ámælisverð vinnubrögð hjá verktakanum að kjarnabora í gegnum steypta plötu milli hæða 'án þess að ganga úr skugga um hvort eitthvað hafi verið fyrir neðan sem hugsanlega gæti orðið fyrir skemmdum.“ Um leið og þau Guðmundur og Ása fagna niðurstöðu héraðsdóms vilja þau bíða með allar 'stríðsfyrirsagnir.” Dómurinn sé hluti af lengra ferli og það sé í raun enn fátt í hendi, annað en bótaskylda Viðskiptavits. Nú taki við tímafrekt mat á umfangi tjónsins og því sé ekki enn hægt að áætla með fullri vissu hvað þau geti átt von á háum bótum vegna 'ófullnægjandi aðgerða og athafnaleysis” verktakafyrirtækisins, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að orði á föstudag.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira