Leikir stöðvaðir vegna bænahalds Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 12:00 Björgvin (númer 92) ásamt liðsfélögum sínum. Mynd/Facebook-síða Al Wasl Björgvin Hólmgeirsson er í athyglisverðu viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem hann segir frá reynslu sinni af því að spila með handboltaliði Al-Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eins og gefur að skilja hefur dvölin hjá ÍR-ingnum verið mikið ævintýri en á meðan hann nýtur þess að vera á góðum launum og að æfa við bestu aðstæður eru gæði handboltans ekki mikil. Einn atvinnumaður er í hverju liði í deildinni og er Björgvin atvinnumaðurinn í sínu liði. Hann segir að það séu einfaldlega örlög atvinnumannanna að vera laminn sundur og saman í hverjum einasta leik.Sjá einnig: Í versta falli langt sumarfrí „Við fáum enga vernd. Ef maður segir stakt orð við dómarana er maður sendur af velli. Þetta er svakalegt. Maður kannski gefur frá sér boltann og fær þá högg í bakið. Þetta er „dirty“ handbolti,“ segir Björgvin í viðtalinu við Morgunblaðið. Björgvin skoraði tólf mörk í síðusta leik sem Al-Wasl tapaði, 19-18, en segist hafa verið laminn hvað eftir annað. „Maður þarf að fara einn gegn einum svona 60 sinnum í leik til að búa eitthvað til og því fylgja högg. Ég fæ til dæmis 3-4 högg í andlitið í hverjum leik,“ segir Björgvin sem fékk nýverið góm til að verja tennurnar.Tveir kexruglaðir Björgvin segir að atvinnumennirnir sem spila í deildinni séu góðir - flestir eru landsliðsmenn. En þeir eru yfirburðamenn í sínum liðum. „Við erum með tvo menn í okkar liði sem eru alveg kexruglaðir og þeir eru settir á þessa leikmenn. [Þeir] eru alveg barðir jafnmikið sundur og saman og ég.“ Menningarmunurinn er einnig mikill en Björgvin er eini maðurinn í liðinu sem talar ekki arabísku. Því gleymir þjálfarinn stundum þegar hann er að stilla upp í leikkerfi. Þá séu aðeins fáir tugir áhorfenda á hverjum leik sem eru stöðvaðir þegar kemur að bænastund. „Þá stoppar allt. Maður nýtir bara tímann til að teygja aðeins og svona, og svo heldur leikurinn áfram. Menn vilja auðvitað sinna sinni trú.“Allt dýrt nema bensínið Björgvin er samningsbundinn fram á næsta sumar og segir að það komi fljótt í ljós hvert hann fari þá. Hann hafi fleiri tækifæri nú en eftir að hafa spilað á Íslandi undanfarin ár. Þangað til býr Björgvin í Dúbaí þar sem ekki er ódýrt að lifa. „Það er allt dýrt hérna nema bensínið,“ segir Björgvin sem leigir í íbúð í miðbænum. „Íbúðin er 95 fermetrar og leigan er 550 þúsund á mánuði! En félagið borgar sem betur fer 80 prósent af því.“ Handbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Björgvin Hólmgeirsson er í athyglisverðu viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem hann segir frá reynslu sinni af því að spila með handboltaliði Al-Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eins og gefur að skilja hefur dvölin hjá ÍR-ingnum verið mikið ævintýri en á meðan hann nýtur þess að vera á góðum launum og að æfa við bestu aðstæður eru gæði handboltans ekki mikil. Einn atvinnumaður er í hverju liði í deildinni og er Björgvin atvinnumaðurinn í sínu liði. Hann segir að það séu einfaldlega örlög atvinnumannanna að vera laminn sundur og saman í hverjum einasta leik.Sjá einnig: Í versta falli langt sumarfrí „Við fáum enga vernd. Ef maður segir stakt orð við dómarana er maður sendur af velli. Þetta er svakalegt. Maður kannski gefur frá sér boltann og fær þá högg í bakið. Þetta er „dirty“ handbolti,“ segir Björgvin í viðtalinu við Morgunblaðið. Björgvin skoraði tólf mörk í síðusta leik sem Al-Wasl tapaði, 19-18, en segist hafa verið laminn hvað eftir annað. „Maður þarf að fara einn gegn einum svona 60 sinnum í leik til að búa eitthvað til og því fylgja högg. Ég fæ til dæmis 3-4 högg í andlitið í hverjum leik,“ segir Björgvin sem fékk nýverið góm til að verja tennurnar.Tveir kexruglaðir Björgvin segir að atvinnumennirnir sem spila í deildinni séu góðir - flestir eru landsliðsmenn. En þeir eru yfirburðamenn í sínum liðum. „Við erum með tvo menn í okkar liði sem eru alveg kexruglaðir og þeir eru settir á þessa leikmenn. [Þeir] eru alveg barðir jafnmikið sundur og saman og ég.“ Menningarmunurinn er einnig mikill en Björgvin er eini maðurinn í liðinu sem talar ekki arabísku. Því gleymir þjálfarinn stundum þegar hann er að stilla upp í leikkerfi. Þá séu aðeins fáir tugir áhorfenda á hverjum leik sem eru stöðvaðir þegar kemur að bænastund. „Þá stoppar allt. Maður nýtir bara tímann til að teygja aðeins og svona, og svo heldur leikurinn áfram. Menn vilja auðvitað sinna sinni trú.“Allt dýrt nema bensínið Björgvin er samningsbundinn fram á næsta sumar og segir að það komi fljótt í ljós hvert hann fari þá. Hann hafi fleiri tækifæri nú en eftir að hafa spilað á Íslandi undanfarin ár. Þangað til býr Björgvin í Dúbaí þar sem ekki er ódýrt að lifa. „Það er allt dýrt hérna nema bensínið,“ segir Björgvin sem leigir í íbúð í miðbænum. „Íbúðin er 95 fermetrar og leigan er 550 þúsund á mánuði! En félagið borgar sem betur fer 80 prósent af því.“
Handbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira