Segir starfsmenn Kaupþings hafa litið svo á að samþykki Hreiðars jafngilti formlegu samþykki lánanefndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 17:46 Hreiðar Már fyrir miðju ásamt verjendateymi sínu. Vísir/Stefán „Það var þannig að ef það lá fyrir samþykki frá Hreiðari, sem var forstjóri bankans og sat í lánanefnd stjórnar, þá gáfu menn sér það að myndi liggja fyrir formlegt samþykki fyrir því að eiga viðskipti,” sagði Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, þegar hann bar vitni í svokölluðu CLN-máli í dag. Í málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga sem veitt voru eignalitlum eignarhaldsfélögum skömmu fyrir bankahrun. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forsjtír Kaupþings í lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Umrædd lán voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings og til að mæta veðköllum vegna kaupanna. Bræðingur á milli láns og fjárfestingar Að sögn Bjarka litu viðskiptin nánast út eins og Kaupþing væri að kaupa skuldabréf sem hann gæfi út sjálfur. Bregðast hefði þurft við hækkandi skuldatryggingarálagi bankans sem var farið að valda honum skaða. Þá var rökstuddur grunur um að vogunarsjóðir væru að vinna gegn bankanum. „Það má kannski segja að þessi viðskipti hafi verið einhvers konar bræðingur á milli láns og fjárfestingar af hálfu bankans,” sagði Bjarki. Aðspurður hver aðkoma sín hefði verið að lánveitingunum sagði Bjarki að hún hefði fyrst og fremst falist í því að kynna málið í lánanefnd stjórnar í september 2008. Þau lán sem samþykkt voru þá höfðu hins vegar þegar verið greidd út en Bjarki sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um útgreiðslu lánanna. Bjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi.vísir/ernir Sagði Hreiðar hafa samþykkt að greiða út lánin Spilað var fyrir hann hlerað símtal hans við Guðmund Þór Gunnarsson sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði bankans og undirmaður Bjarka. Í símtalinu ræða þeir um það hver hafi tekið ákörðun um að greiða út lánin og segir Bjarki að það hafi verið Hreiðar sem hafi samþykkt það. Saksóknari spurði hvort að hann myndi eftir þessu og kvaðst Bjarki þá fyrir sitt leyti ekki hafa samþykkt að greiða út lánin. „Það sem lýtur að Hreiðari, þá hafði hann svo sem samþykkt fyrir sitt leyti viðskiptin sem slík en hvort að hann hafi samþykkt að greiða út lánin, ég man það ekki sérstaklega,“ svaraði Bjarki. Í öðru hleruðu símtali sem spilað var fyrir dómi ræddi Bjarki við Hreiðar Má. Þar sagði Bjarki að það hefði þurft „að afgreiða þetta með formlegum hætti eftir á“ og að tveir nefndarmenn í lánanefnd stjórnar hafi vitað af því. Saksóknari spurði hvaða nefndarmenn hann hefði verið að tala um. Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú er Arion banki.Vísir/GVA Kom fyrir að peningamarkaðslán voru greidd út án formlegs samþykkis „Ég geri ráð fyrir að ég sé að vísa til Hreiðars Más en ég átta mig á því hver hinn hefur verið. Hugsanlega var það Sigurður Einarsson en það eru bara einhverjar ágiskanir.“ Lánin sem ákært er fyrir voru svokölluðu peningamarkaðslán sem veitt voru til skamms tíma. Bjarki sagði að það hefði komið fyrir í bankanum að slík lán voru greidd út án þess að fyrir lægi formlegt samþykki lánanefndar stjórnar. Ítrekaði Bjarki svo að ef samþykki Hreiðars Más lægi fyrir hefðu menn gefið sér að formlegt samþykki lánanefndar myndi liggja fyrir, „enda var það reynslan.“ „Ég man ekki neitt dæmi þess að lánanefnd stjórnar hafi hafnað viðskiptum sem forstjórinn var búinn að samþykkja.“ Lánum ekki haldið leyndum fyrir lánanefnd Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði hvort að forstjórinn hefði ekki í grunninn mátt treysta því að farið væri eftir ferlum í bankanum þrátt fyrir að menn virðist hafa gefið sér að samþykki hans jafngilti formlegu samþykki lánanefndar. Bjarki svaraði því játandi. Þá kvaðst Bjarki aldrei hafa upplifað það að lánum væri haldið leyndum fyrir lánanefndinni. Hreiðar Már neitaði því staðfastlega við skýrslutöku fyrir dómi í gær að hafa haft aðkomu að lánveitingunum. Kvaðst hann aldrei hafa gefið fyrirmæli í starfi sínu sem forstjóri Kaupþings að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. Þá hefði það ekki verið á hans ábyrgð að fara með lánveitingar fyrir lánanefnd stjórnar bankans. Þess má geta að Bjarki Diego hlaut í júní síðastliðnum tveggja ára fangelsisdóm í héraði vegna umboðssvika í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir. CLN-málið Tengdar fréttir Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Ólafur gaf skýrslu í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju 8. desember 2015 14:34 Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
„Það var þannig að ef það lá fyrir samþykki frá Hreiðari, sem var forstjóri bankans og sat í lánanefnd stjórnar, þá gáfu menn sér það að myndi liggja fyrir formlegt samþykki fyrir því að eiga viðskipti,” sagði Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, þegar hann bar vitni í svokölluðu CLN-máli í dag. Í málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga sem veitt voru eignalitlum eignarhaldsfélögum skömmu fyrir bankahrun. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forsjtír Kaupþings í lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Umrædd lán voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings og til að mæta veðköllum vegna kaupanna. Bræðingur á milli láns og fjárfestingar Að sögn Bjarka litu viðskiptin nánast út eins og Kaupþing væri að kaupa skuldabréf sem hann gæfi út sjálfur. Bregðast hefði þurft við hækkandi skuldatryggingarálagi bankans sem var farið að valda honum skaða. Þá var rökstuddur grunur um að vogunarsjóðir væru að vinna gegn bankanum. „Það má kannski segja að þessi viðskipti hafi verið einhvers konar bræðingur á milli láns og fjárfestingar af hálfu bankans,” sagði Bjarki. Aðspurður hver aðkoma sín hefði verið að lánveitingunum sagði Bjarki að hún hefði fyrst og fremst falist í því að kynna málið í lánanefnd stjórnar í september 2008. Þau lán sem samþykkt voru þá höfðu hins vegar þegar verið greidd út en Bjarki sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um útgreiðslu lánanna. Bjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi.vísir/ernir Sagði Hreiðar hafa samþykkt að greiða út lánin Spilað var fyrir hann hlerað símtal hans við Guðmund Þór Gunnarsson sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði bankans og undirmaður Bjarka. Í símtalinu ræða þeir um það hver hafi tekið ákörðun um að greiða út lánin og segir Bjarki að það hafi verið Hreiðar sem hafi samþykkt það. Saksóknari spurði hvort að hann myndi eftir þessu og kvaðst Bjarki þá fyrir sitt leyti ekki hafa samþykkt að greiða út lánin. „Það sem lýtur að Hreiðari, þá hafði hann svo sem samþykkt fyrir sitt leyti viðskiptin sem slík en hvort að hann hafi samþykkt að greiða út lánin, ég man það ekki sérstaklega,“ svaraði Bjarki. Í öðru hleruðu símtali sem spilað var fyrir dómi ræddi Bjarki við Hreiðar Má. Þar sagði Bjarki að það hefði þurft „að afgreiða þetta með formlegum hætti eftir á“ og að tveir nefndarmenn í lánanefnd stjórnar hafi vitað af því. Saksóknari spurði hvaða nefndarmenn hann hefði verið að tala um. Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú er Arion banki.Vísir/GVA Kom fyrir að peningamarkaðslán voru greidd út án formlegs samþykkis „Ég geri ráð fyrir að ég sé að vísa til Hreiðars Más en ég átta mig á því hver hinn hefur verið. Hugsanlega var það Sigurður Einarsson en það eru bara einhverjar ágiskanir.“ Lánin sem ákært er fyrir voru svokölluðu peningamarkaðslán sem veitt voru til skamms tíma. Bjarki sagði að það hefði komið fyrir í bankanum að slík lán voru greidd út án þess að fyrir lægi formlegt samþykki lánanefndar stjórnar. Ítrekaði Bjarki svo að ef samþykki Hreiðars Más lægi fyrir hefðu menn gefið sér að formlegt samþykki lánanefndar myndi liggja fyrir, „enda var það reynslan.“ „Ég man ekki neitt dæmi þess að lánanefnd stjórnar hafi hafnað viðskiptum sem forstjórinn var búinn að samþykkja.“ Lánum ekki haldið leyndum fyrir lánanefnd Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði hvort að forstjórinn hefði ekki í grunninn mátt treysta því að farið væri eftir ferlum í bankanum þrátt fyrir að menn virðist hafa gefið sér að samþykki hans jafngilti formlegu samþykki lánanefndar. Bjarki svaraði því játandi. Þá kvaðst Bjarki aldrei hafa upplifað það að lánum væri haldið leyndum fyrir lánanefndinni. Hreiðar Már neitaði því staðfastlega við skýrslutöku fyrir dómi í gær að hafa haft aðkomu að lánveitingunum. Kvaðst hann aldrei hafa gefið fyrirmæli í starfi sínu sem forstjóri Kaupþings að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. Þá hefði það ekki verið á hans ábyrgð að fara með lánveitingar fyrir lánanefnd stjórnar bankans. Þess má geta að Bjarki Diego hlaut í júní síðastliðnum tveggja ára fangelsisdóm í héraði vegna umboðssvika í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir.
CLN-málið Tengdar fréttir Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Ólafur gaf skýrslu í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju 8. desember 2015 14:34 Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Ólafur gaf skýrslu í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju 8. desember 2015 14:34
Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20