Afglæpavæðing er milliskref Pawel Bartoszek skrifar 10. október 2015 07:00 Þeir sem eru teknir með meira en 30 grömm af kókaíni í Singapúr hljóta sjálfkrafa dauðarefsingu. Sama gildir um þá sem gripnir eru með meira en hálft kíló af hassi í fórum sér. Þá er einfaldlega gert ráð fyrir að efnið sé til sölu og hendur dómara bundnar. Rök þeirra sem styðja þetta fyrirkomulag eru þessi: „Stefnan skilar árangri. Yfir 8% Breta nota kannabis að staðaldri, en aðeins 0,005% íbúa Singapúr.“ Við getum dregið tölfræðina í efa. En ef við samþykkjum það að markmið laga sé að móta þjóðfélagið í ákveðna átt, með hagsmuna heildarinnar í huga, þá getur hugsanlega verið að Singapúr hafi á réttu að standa. Það getur verið að í slíku lagaumhverfi selji fólk dóp síður, neyti dóps síður og menn lifi þá að meðaltali hamingjuríkara lífi. Þótt svo einstaka burðardýri sé fórnað þá bjargast fleiri mannslífi á móti. Líkt og íbúar Singapúr þá virðumst við enn trúa því að harðar refsingar, sérstaklega fyrir sölu og smygl, séu til gagns þegar á heildina er litið. Í vikunni var kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir eiturlyfjainnflutning. Yfir þúsund manns fara á sakaskrá á hverju ári fyrir brot tengd ólöglegum fíkniefnum. Oftast bara vegna neyslu. Fólk spyr enn: „Viltu að börnin þín verði dópistar?“ þegar það ætti í raun að spyrja: „Viltu að börnin þín fari í fangelsi?“ Þótt einhverjir vilji leyfa neysluna þykir það enn öfgastefna að vilja leyfa sölu eða framleiðslu. En það getur varla gengið til lengdar. Afglæpavæðing er redding. Hún er pragmatískt milliskref á svipaðan hátt og staðfest samvist samkynhneigðra var á sínum tíma. En sem heildstæð lausn meikar hún takamarkaðan lagalegan eða siðferðislegan sens. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun
Þeir sem eru teknir með meira en 30 grömm af kókaíni í Singapúr hljóta sjálfkrafa dauðarefsingu. Sama gildir um þá sem gripnir eru með meira en hálft kíló af hassi í fórum sér. Þá er einfaldlega gert ráð fyrir að efnið sé til sölu og hendur dómara bundnar. Rök þeirra sem styðja þetta fyrirkomulag eru þessi: „Stefnan skilar árangri. Yfir 8% Breta nota kannabis að staðaldri, en aðeins 0,005% íbúa Singapúr.“ Við getum dregið tölfræðina í efa. En ef við samþykkjum það að markmið laga sé að móta þjóðfélagið í ákveðna átt, með hagsmuna heildarinnar í huga, þá getur hugsanlega verið að Singapúr hafi á réttu að standa. Það getur verið að í slíku lagaumhverfi selji fólk dóp síður, neyti dóps síður og menn lifi þá að meðaltali hamingjuríkara lífi. Þótt svo einstaka burðardýri sé fórnað þá bjargast fleiri mannslífi á móti. Líkt og íbúar Singapúr þá virðumst við enn trúa því að harðar refsingar, sérstaklega fyrir sölu og smygl, séu til gagns þegar á heildina er litið. Í vikunni var kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir eiturlyfjainnflutning. Yfir þúsund manns fara á sakaskrá á hverju ári fyrir brot tengd ólöglegum fíkniefnum. Oftast bara vegna neyslu. Fólk spyr enn: „Viltu að börnin þín verði dópistar?“ þegar það ætti í raun að spyrja: „Viltu að börnin þín fari í fangelsi?“ Þótt einhverjir vilji leyfa neysluna þykir það enn öfgastefna að vilja leyfa sölu eða framleiðslu. En það getur varla gengið til lengdar. Afglæpavæðing er redding. Hún er pragmatískt milliskref á svipaðan hátt og staðfest samvist samkynhneigðra var á sínum tíma. En sem heildstæð lausn meikar hún takamarkaðan lagalegan eða siðferðislegan sens.