Meira um stórar gjafir þessi jól sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2015 12:55 Andrés Magnússon vísir/stefán Jólaverslun hefur verið blómlegri í ár en í fyrra, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir neytendur eyða meiru en undanfarin ár og að ljóst sé að svartur föstudagur hafði töluverð áhrif á verslunina. „Ég held að við getum alveg sagt að hún hafi verið blómlegri í ár en í fyrra, þannig að þetta er allt í rétta átt. Mjög margar verslanir nýttu sér Black Friday í fyrsta sinn. Það var greinilegt þarna síðustu helgina í nóvember að neytendur kunnu mjög vel að meta þá miklu afslætti sem þá voru í boði," segir Andrés og bætir við að nokkur breyting hafi átt sér stað í jólaversluninni í ár. „Almenningur er ekki bara að kaupa þessar hefðbundnu jólagjafavörur eða slíkar vörur heldur hefur almenningur verið að kaupa meira af stórum heimilistækjum, húsgögnum, húsbúnaði og ljósum. Það er aukning sem er greinileg þannig að samsetning verslunarinnar er töluvert öðruvísi en við höfum átt að venjast á þessum tíma árs." Andrés segir þennan stíganda að vissu leyti í takt við það sem átti sér stað fyrir hrun. „Við erum kannski að einhverju leyti að sjá upptaktinn af einhverju svipuðu þó að það verði nú kannski, og ég vil segja vonandi ekki í sama mæli og var fyrir hrun. En ég vil segja að það sé kominn eðlilegri gangur í jólaverslunina, gangur eins og við viljum sjá hana vera þannig að fólk sé bara að gera eðlileg jólainnkaup. Engir öfgar, fólk er bara að gera vel við sig í mat og drykk," segir hann. Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira
Jólaverslun hefur verið blómlegri í ár en í fyrra, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir neytendur eyða meiru en undanfarin ár og að ljóst sé að svartur föstudagur hafði töluverð áhrif á verslunina. „Ég held að við getum alveg sagt að hún hafi verið blómlegri í ár en í fyrra, þannig að þetta er allt í rétta átt. Mjög margar verslanir nýttu sér Black Friday í fyrsta sinn. Það var greinilegt þarna síðustu helgina í nóvember að neytendur kunnu mjög vel að meta þá miklu afslætti sem þá voru í boði," segir Andrés og bætir við að nokkur breyting hafi átt sér stað í jólaversluninni í ár. „Almenningur er ekki bara að kaupa þessar hefðbundnu jólagjafavörur eða slíkar vörur heldur hefur almenningur verið að kaupa meira af stórum heimilistækjum, húsgögnum, húsbúnaði og ljósum. Það er aukning sem er greinileg þannig að samsetning verslunarinnar er töluvert öðruvísi en við höfum átt að venjast á þessum tíma árs." Andrés segir þennan stíganda að vissu leyti í takt við það sem átti sér stað fyrir hrun. „Við erum kannski að einhverju leyti að sjá upptaktinn af einhverju svipuðu þó að það verði nú kannski, og ég vil segja vonandi ekki í sama mæli og var fyrir hrun. En ég vil segja að það sé kominn eðlilegri gangur í jólaverslunina, gangur eins og við viljum sjá hana vera þannig að fólk sé bara að gera eðlileg jólainnkaup. Engir öfgar, fólk er bara að gera vel við sig í mat og drykk," segir hann.
Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira