Viðskipti innlent

Brim kaupir starfsemi Icelandic Group í Asíu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vörumerki félagsins, Icelandic Seafood, fylgir ekki með í kaupum Brims á starfsemi  félagsins í Asíu.
Vörumerki félagsins, Icelandic Seafood, fylgir ekki með í kaupum Brims á starfsemi félagsins í Asíu. Vísir/GVA
Brim hf og Icelandic Group hafa undirritað samning um kaup Brims á starfsemi Icelandic Group í Asíu. Með kaupunum fylgir Brim vörum sínum lengra inn á Asíumarkað. Sala Icelandic Group er rökrétt skref í stefnu félagsins að starfa sem næst neytendum á mörkuðum í Vestur-Evrópu segir í tilkynningu.

Icelandic Group hefur um all langt skeið rekið starfsstöð í Asíu og hafa 20 starfsmenn séð um miðlun sjávarafurða félagsins fyrst og fremst til stórnotenda og heildsala.

Icelandic Group dró sig út úr sambærilegri starfsemi í Noregi árið 2013, en hefur á undanförnum árum dregið markvisst úr þeim þætti starfseminnar sem lítur að miðlun sjávarfangs milli framleiðanda og heildsala.  Þess í stað hefur Icelandic Group styrkt starfsemi í framleiðslu fyrir veitinga- og hótelmarkað og til stórmarkaða, m.a. með kaupum á Gadus í Belgíu árið 2013 sem er annar stærsti söluaðili sjávarfangs inn á smásölumarkað í Belgíu.

Brim hefur verið stór viðskiptavinur Icelandic Group á þessum mörkuðum og með þessum kaupum færist Brim sem framleiðandi sjávarafurða nær markaði með beinni sölu til dreifingaraðila á mörkuðum í Asíu.

Vörumerki félagsins, Icelandic Seafood, fylgir ekki með í kaupum Brims á starfsemi  félagsins í Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×