Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Pressunnar á tólf blöðum Fótspors Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. desember 2015 14:45 Samkeppniseftirlitið telur að samruninn feli ekki í sér röskun á fjölmiðlamarkaði. Vísir/Ernir Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Pressunnar á tólf héraðsfréttablöðum víðs vegar um landið. Um er að ræða kaup félagsins á útgáfufélaginu Fótspor sem gefur hefuð út blöð í Reykjavík, Akureyri, Reykjanesi, Selfossi, Austurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum, Hafnarfirði og Kópavogi auk blaðanna Aldan, Birta og Sleggjan.Hindrar ekki samkeppni „Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. „Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.“Tengjast mörgum útgáfum Eftir samrunann rekur Pressan því áðurnefnd blöð, DV og vefútgáfuna DV.is, og Pressuna, sem einnig gefur út undir merkjum Bleikt og Eyjunnar. Nýverið hóf Bleikt svo útgáfu prentaðs blaðs og Eyjan hefur verið með sjónvarpsþátt á Stöð 2, sem er í eigu 365, sem er meðal annars útgefandi Vísis. Pressan á meirihluta hlutafjár í DV ehf, auk fleiri aðila, en DV ehf. á aftur 60 prósent hlutafé í vefnum eirikurjonsson.is, vefs Eiríks Jónssonar, ritstjóra Séð og Heyrt, sem hins vegar er gefið út af Birtingi.Fjölmiðlanefnd segir fjölræði minnka Í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins segir að Fjölmiðlanefnd, sem skoðaði málið með eftirlitinu, að með kaupum Pressunnar á blöðum Fótspors minnki fjölræði á fjölmiðlamarkaði þar sem útgáfufélag, sem gaf út tólf fjölmiðla, hverfi af markaði. Hins vegar hafi viðræður við aðra um kaup á félaginu ekki gengið og því hafi litið út fyrir að félagið yrði lagt niður. Samkeppniseftirlitið telur þó umsögn Fjölmiðlanefndar gefi ekki til kynna að dregið sé umtalsvert úr fjölræði og/eða fjölbreytni í fjölmiðlum með samrunanum þannig að skaðleg áhrif hljótist af honum sem leiða skuli til ógildingar eða setningu skilyrða. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Pressunnar á tólf héraðsfréttablöðum víðs vegar um landið. Um er að ræða kaup félagsins á útgáfufélaginu Fótspor sem gefur hefuð út blöð í Reykjavík, Akureyri, Reykjanesi, Selfossi, Austurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum, Hafnarfirði og Kópavogi auk blaðanna Aldan, Birta og Sleggjan.Hindrar ekki samkeppni „Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. „Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.“Tengjast mörgum útgáfum Eftir samrunann rekur Pressan því áðurnefnd blöð, DV og vefútgáfuna DV.is, og Pressuna, sem einnig gefur út undir merkjum Bleikt og Eyjunnar. Nýverið hóf Bleikt svo útgáfu prentaðs blaðs og Eyjan hefur verið með sjónvarpsþátt á Stöð 2, sem er í eigu 365, sem er meðal annars útgefandi Vísis. Pressan á meirihluta hlutafjár í DV ehf, auk fleiri aðila, en DV ehf. á aftur 60 prósent hlutafé í vefnum eirikurjonsson.is, vefs Eiríks Jónssonar, ritstjóra Séð og Heyrt, sem hins vegar er gefið út af Birtingi.Fjölmiðlanefnd segir fjölræði minnka Í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins segir að Fjölmiðlanefnd, sem skoðaði málið með eftirlitinu, að með kaupum Pressunnar á blöðum Fótspors minnki fjölræði á fjölmiðlamarkaði þar sem útgáfufélag, sem gaf út tólf fjölmiðla, hverfi af markaði. Hins vegar hafi viðræður við aðra um kaup á félaginu ekki gengið og því hafi litið út fyrir að félagið yrði lagt niður. Samkeppniseftirlitið telur þó umsögn Fjölmiðlanefndar gefi ekki til kynna að dregið sé umtalsvert úr fjölræði og/eða fjölbreytni í fjölmiðlum með samrunanum þannig að skaðleg áhrif hljótist af honum sem leiða skuli til ógildingar eða setningu skilyrða.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira