Velta á fasteignamarkaði aukist um helming Höskuldur Kári Schram skrifar 27. desember 2015 18:45 Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um nærri helming á síðustu þremur árum. Rúmlega sjö þúsund samningum hefur verið þinglýst í ár, þúsund fleiri en allt árið í fyrra. Fasteignamarkaðurinn hefur verið á stöðugri uppleið frá árinu 2009 en verulega dró úr fasteignaviðskiptum fyrstu misserin eftir hrun. Á þessu ári hefur fasteignaverð hækkað að meðaltali um tíu prósent. Sé litið á veltu á markaði má sjá að hún hefur aukist um rúmlega helming frá árinu 2012. Þá var hún 166 milljarðar en var komin upp í rúma 270 milljarða um miðjan desembermánuð. Sömu sögu er að segja fjölda þinglýstra samninga. Þeir voru 5.400 árið 2012 og rúmlega 6.200 í fyrra. Um desember var búið að þinglýsa rúmlega sjö þúsund og eitt hundrað samningum á höfuðborgarsvæðinu eða þúsund fleiri en í fyrra. Kjartan Hallgeirsson fasteignasali og stjórnarmaður í Félagi fasteignasala segir að markaðurinn sé enn að jafna sig eftir hrunið og það skýri að sumu leyti þennan vöxt. „Það er aukinn kaupmáttur, aukið lánsfé og þörfin hjá unga fólkinu er sannarlega til staðar. Það voru nokkur ár þar sem unga fólkið var ekki á markaðinum en það kom sannarleg inn á þessu ári,“segir Kjartan. Hann segir mismundandi eftir hverfum hvort jafnvægi sé á milli eftirspurnar og framboðs. Flestir séu þó að leita að íbúðum í vesturbæ Reykjavíkur og miðborginni. Hann á von á því að markaðurinn muni halda áfram að vaxa á næsta ári. „Ég hef reyndar örlitlar áhyggjur af því að framboðið fyrir unga fólkið sé ekki nógu mikið. Unga fólkið sem er að koma inn á markaðinn er að kaupa minni og ódýrari íbúðir. Framboðið á þessum eignum er ekki mikið og þær nýbyggingar sem eru að koma inn á markaðinn eru fæstar á því verðbili sem hentar ungu fólki,“ segir Kjartan. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um nærri helming á síðustu þremur árum. Rúmlega sjö þúsund samningum hefur verið þinglýst í ár, þúsund fleiri en allt árið í fyrra. Fasteignamarkaðurinn hefur verið á stöðugri uppleið frá árinu 2009 en verulega dró úr fasteignaviðskiptum fyrstu misserin eftir hrun. Á þessu ári hefur fasteignaverð hækkað að meðaltali um tíu prósent. Sé litið á veltu á markaði má sjá að hún hefur aukist um rúmlega helming frá árinu 2012. Þá var hún 166 milljarðar en var komin upp í rúma 270 milljarða um miðjan desembermánuð. Sömu sögu er að segja fjölda þinglýstra samninga. Þeir voru 5.400 árið 2012 og rúmlega 6.200 í fyrra. Um desember var búið að þinglýsa rúmlega sjö þúsund og eitt hundrað samningum á höfuðborgarsvæðinu eða þúsund fleiri en í fyrra. Kjartan Hallgeirsson fasteignasali og stjórnarmaður í Félagi fasteignasala segir að markaðurinn sé enn að jafna sig eftir hrunið og það skýri að sumu leyti þennan vöxt. „Það er aukinn kaupmáttur, aukið lánsfé og þörfin hjá unga fólkinu er sannarlega til staðar. Það voru nokkur ár þar sem unga fólkið var ekki á markaðinum en það kom sannarleg inn á þessu ári,“segir Kjartan. Hann segir mismundandi eftir hverfum hvort jafnvægi sé á milli eftirspurnar og framboðs. Flestir séu þó að leita að íbúðum í vesturbæ Reykjavíkur og miðborginni. Hann á von á því að markaðurinn muni halda áfram að vaxa á næsta ári. „Ég hef reyndar örlitlar áhyggjur af því að framboðið fyrir unga fólkið sé ekki nógu mikið. Unga fólkið sem er að koma inn á markaðinn er að kaupa minni og ódýrari íbúðir. Framboðið á þessum eignum er ekki mikið og þær nýbyggingar sem eru að koma inn á markaðinn eru fæstar á því verðbili sem hentar ungu fólki,“ segir Kjartan.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira