„Leiðinlegt ef menn reyna að þykjast vera við“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. desember 2015 20:46 Bíl Iceland Safari er lagt við Skógarsel með blikkljósum. vísir/vilhelm „Við fengum ábendingu frá aðila sem fóru þarna til að kaupa flugelda og hélt að hann væri að versla við björgunarsveitirnar en áttaði sig svo á að svo væri ekki,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, formaður Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Í mörg ár stóðu ÍR og Flugbjörgunarsveitin saman að flugeldasölu í ÍR-heimilinu en því samstarfi lauk árið 2013. Nú er Flugbjörgunarsveitin með sína sölu í Mjóddinni en ÍR er með sína sölu á sama stað og áður. Fyrir framan sölustað ÍR má finna upphækkaðan jeppa með appelsínugul blikkljós. Bíllinn er frá ferðaþjónustufyrirtækinu Iceland Safari. „Við höfum verið áður á þessum stað og margir koma þangað í raun af gömlum vana. Auðvitað eru margir að selja og það er ekkert athugavert við það en það er svolítið undarlegt ef menn þykjast vera við. Það er eiginlega skrítið og nánast leiðinlegt,“ segir Jóhannes.Kemur ekki til hugar að reyna að tengja söluna sveitunum „Það er alveg rétt að þessi bíll er þarna en við hliðina á bílnum er skilti sem sýnir að þetta sé flugeldasala ÍR,“ segir Árni Birgisson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, aðspurður um málið. Knattspyrnudeildin stendur að baki flugeldasölunni og hefur hún í gegnum tíðina verið ein stærsta fjáröflunarleið deildarinnar. „Framsetningin er keimlík en hún er ekki gerð til að ljúga að neinum. Við erum miðju ÍR-hverfinu að selja sem ÍR-ingar til ÍR-inga. Hvergi höfum við haldið því fram að við séum í samstarfi við neina björgunarsveit og okkur dettur ekki í hug að ljúga því að fólki,“ segir Árni. Að sögn Árna stóð samstarf félagsins og björgunarsveitarinnar yfir í talsverðan tíma en það hafi runnið út í sandinn eftir að aðilar komust ekki að samkomulagi um áframhald sem báðir gátu sætt sig við. „Þess vegna eru þeir með sína sölu í Mjóddinni og við hjá okkur. Þeir sem vilja versla við okkur koma til okkar og þeir sem vilja versla við þá fara þangað.“ „Bíllinn og ljósin á honum er aðeins til að vekja athygli á því að hér eru seldir flugeldar. Við erum alls ekki að tengja okkur við björgunarsveitina því við vitum að það yrði okkur alls ekki til tekna. Það er í raun líklegra til að hafa þveröfug áhrif,“ segir Árni að lokum. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
„Við fengum ábendingu frá aðila sem fóru þarna til að kaupa flugelda og hélt að hann væri að versla við björgunarsveitirnar en áttaði sig svo á að svo væri ekki,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, formaður Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Í mörg ár stóðu ÍR og Flugbjörgunarsveitin saman að flugeldasölu í ÍR-heimilinu en því samstarfi lauk árið 2013. Nú er Flugbjörgunarsveitin með sína sölu í Mjóddinni en ÍR er með sína sölu á sama stað og áður. Fyrir framan sölustað ÍR má finna upphækkaðan jeppa með appelsínugul blikkljós. Bíllinn er frá ferðaþjónustufyrirtækinu Iceland Safari. „Við höfum verið áður á þessum stað og margir koma þangað í raun af gömlum vana. Auðvitað eru margir að selja og það er ekkert athugavert við það en það er svolítið undarlegt ef menn þykjast vera við. Það er eiginlega skrítið og nánast leiðinlegt,“ segir Jóhannes.Kemur ekki til hugar að reyna að tengja söluna sveitunum „Það er alveg rétt að þessi bíll er þarna en við hliðina á bílnum er skilti sem sýnir að þetta sé flugeldasala ÍR,“ segir Árni Birgisson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, aðspurður um málið. Knattspyrnudeildin stendur að baki flugeldasölunni og hefur hún í gegnum tíðina verið ein stærsta fjáröflunarleið deildarinnar. „Framsetningin er keimlík en hún er ekki gerð til að ljúga að neinum. Við erum miðju ÍR-hverfinu að selja sem ÍR-ingar til ÍR-inga. Hvergi höfum við haldið því fram að við séum í samstarfi við neina björgunarsveit og okkur dettur ekki í hug að ljúga því að fólki,“ segir Árni. Að sögn Árna stóð samstarf félagsins og björgunarsveitarinnar yfir í talsverðan tíma en það hafi runnið út í sandinn eftir að aðilar komust ekki að samkomulagi um áframhald sem báðir gátu sætt sig við. „Þess vegna eru þeir með sína sölu í Mjóddinni og við hjá okkur. Þeir sem vilja versla við okkur koma til okkar og þeir sem vilja versla við þá fara þangað.“ „Bíllinn og ljósin á honum er aðeins til að vekja athygli á því að hér eru seldir flugeldar. Við erum alls ekki að tengja okkur við björgunarsveitina því við vitum að það yrði okkur alls ekki til tekna. Það er í raun líklegra til að hafa þveröfug áhrif,“ segir Árni að lokum.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira