Eigendur Art Medica tóku 265 milljónir í arð sæunn gísladóttir skrifar 16. desember 2015 07:00 Art Medica er eina stöðin sem sinnir tæknifrjóvgunum hér á landi. vísir/getty Fyrirtækið IVF Iceland, sem rekur Art Medica, einu stöðina sem sinnir tæknifrjóvgunum hér á landi, hagnaðist um 56,3 milljónir á síðasta ári. Hagnaðurinn dróst saman milli ára, en hann nam 82,8 milljónum árið 2013. Greiddur var út arður upp á 265 milljónir króna árið 2014, samanborið við 44 milljónir árið 2013. Eignir námu 120 milljónum króna í árslok 2014, samanborið við 304,8 milljónir árið 2013. Rekstrartekjur á árinu 2014 námu 60,4 milljónum króna, og lækkuðu um 33 milljónir króna milli ára. Skuldir í árslok námu 57 milljónum króna, samanborið við 33 milljónir króna árið 2013. Eigið fé nam tæpum 63 milljónum króna, samanborið við 271,7 milljónir króna í árslok 2013. Hlutafé félagsins í árslok nam 6,6 milljónum króna. Hluthafar voru tveir í árslok 2014, þeir Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson. Gjaldskrárhækkanir urðu hjá fyrirtækinu í september síðastliðnum. Þá hækkaði glasameðferð um 37 þúsund krónur, úr 376 þúsund krónum í 413 þúsund krónur. Greint var frá því að mikil óánægja væri með hækkanirnar. Valborg Rut Geirsdóttir ritaði pistil þar sem hún gagnrýndi hækkanirnar. Hún benti á að Art Medica væri eina fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og gæti því fólk ekki leitað annað nema þá erlendis. Í pistlinum sagðist hún vita af mörgum sem ekki hefðu efni á því að eignast börn þar sem læknisaðstoðin kostaði allt of mikið. Valborg gagnrýndi að hækkanirnar væru að eiga sér stað í ljósi þess að samkvæmt ársreikningi frá árinu 2013 ætti fyrirtækið 271 milljón króna í eigið fé og að eigendurnir tveir greiddu sér 44 milljóna króna í arð það ár. Greint var frá því í síðustu viku að sænska fyrirtækið IVF Sverige hafi keypt Art Medica og muni leggja niður starfsemina og opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík í febrúar á næsta ári. Ný deild sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. Tengdar fréttir Svíar í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. 3. desember 2015 16:08 Gagnrýnir gjaldskrárhækkanir Art Medica Síðustu mánuði hefur Valborg unnið að því að eignast barn en hún segist safna hverri einustu krónu til að eiga fyrir glasameðferð. 11. september 2015 21:41 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Fyrirtækið IVF Iceland, sem rekur Art Medica, einu stöðina sem sinnir tæknifrjóvgunum hér á landi, hagnaðist um 56,3 milljónir á síðasta ári. Hagnaðurinn dróst saman milli ára, en hann nam 82,8 milljónum árið 2013. Greiddur var út arður upp á 265 milljónir króna árið 2014, samanborið við 44 milljónir árið 2013. Eignir námu 120 milljónum króna í árslok 2014, samanborið við 304,8 milljónir árið 2013. Rekstrartekjur á árinu 2014 námu 60,4 milljónum króna, og lækkuðu um 33 milljónir króna milli ára. Skuldir í árslok námu 57 milljónum króna, samanborið við 33 milljónir króna árið 2013. Eigið fé nam tæpum 63 milljónum króna, samanborið við 271,7 milljónir króna í árslok 2013. Hlutafé félagsins í árslok nam 6,6 milljónum króna. Hluthafar voru tveir í árslok 2014, þeir Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson. Gjaldskrárhækkanir urðu hjá fyrirtækinu í september síðastliðnum. Þá hækkaði glasameðferð um 37 þúsund krónur, úr 376 þúsund krónum í 413 þúsund krónur. Greint var frá því að mikil óánægja væri með hækkanirnar. Valborg Rut Geirsdóttir ritaði pistil þar sem hún gagnrýndi hækkanirnar. Hún benti á að Art Medica væri eina fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og gæti því fólk ekki leitað annað nema þá erlendis. Í pistlinum sagðist hún vita af mörgum sem ekki hefðu efni á því að eignast börn þar sem læknisaðstoðin kostaði allt of mikið. Valborg gagnrýndi að hækkanirnar væru að eiga sér stað í ljósi þess að samkvæmt ársreikningi frá árinu 2013 ætti fyrirtækið 271 milljón króna í eigið fé og að eigendurnir tveir greiddu sér 44 milljóna króna í arð það ár. Greint var frá því í síðustu viku að sænska fyrirtækið IVF Sverige hafi keypt Art Medica og muni leggja niður starfsemina og opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík í febrúar á næsta ári. Ný deild sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing.
Tengdar fréttir Svíar í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. 3. desember 2015 16:08 Gagnrýnir gjaldskrárhækkanir Art Medica Síðustu mánuði hefur Valborg unnið að því að eignast barn en hún segist safna hverri einustu krónu til að eiga fyrir glasameðferð. 11. september 2015 21:41 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Svíar í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. 3. desember 2015 16:08
Gagnrýnir gjaldskrárhækkanir Art Medica Síðustu mánuði hefur Valborg unnið að því að eignast barn en hún segist safna hverri einustu krónu til að eiga fyrir glasameðferð. 11. september 2015 21:41