Ekki sama bankakerfi og fyrir hrun? Skjóðan skrifar 16. desember 2015 09:00 Íslendingar virðast ætla að forðast eins og heitan eldinn að draga lærdóm af bankahruninu sem hér varð fyrir sjö árum. Vissulega var íslenska bankahrunið angi af alþjóðlegri fjármálakrísu sem lagði að velli fjölda heimsþekktra og virtra fjármálafyrirtækja en ekkert annað land mátti horfa upp á fjármálakerfi sitt hrynja til grunna nánast í einu lagi. Eitthvað hefur því verið sér á parti hér á landi. Reglu- og lagaumhverfi fjármálastofnana hefur lítið sem ekkert verið breytt frá því fyrir hrun. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur fengið aukna fjármuni en þar hefur ekkert breyst – að minnsta kosti ekki til bóta. Í nokkur ár stýrði FME maður, sem varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína á saknæman hátt til að reyna að klekkja á og ófrægja einstaklinga úti í bæ. Stofnað var embætti sérstaks saksóknara, sem varið hefur mörgum árum í að sækja til saka suma stjórnendur og eigendur gömlu íslensku bankanna. Val á sakborningum virðist þó vera heldur handahófskennt. Dæmi um það er að annar bankastjóri Landsbankans hefur sætt ákæru í fleiri en einu máli og hlotið fangelsisdóm en hinn bankastjórinn þarf ekki einu sinni að ómaka sig til að mæta í réttarsal til að bera vitni, hvað þá að hann sé sóttur til saka. Þegar fram komu ásakanir um að einn æðsti stjórnandi Arion banka hefði sem lykilmaður í Kaupþingi gerst sekur um innherjasvik með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi 3. október 2008, komst FME að því að ekki hefði verið um innherjasvik að ræða, viðkomandi hefði ekki haft meiri innherjaupplýsingar en maðurinn á götunni. Yfirmenn hans í Kaupþingi voru þó dæmdir í margra ára fangelsi á grundvelli vitnisburðar þessa manns. Maðurinn sem hafði að mati Hæstaréttar Íslands slíka yfirsýn yfir stöðu mála og athafnir æðstu stjórnenda í Kaupþingi þá örlagaríku daga sem liðu frá því Lehman Brothers féll 15. september 2008 þar til Kaupþing féll 8. október sama ár, að hægt var að byggja margra ára fangelsisdóma yfir fjórum mönnum á vitnisburði hans, hafði 3. október engar innherjaupplýsingar um bankann að mati FME. Þar réð slembilukkan ein að mati FME. Sami maður hefur úthlutað gömlum skólafélögum sínum hlutabréfum á afsláttarverði í fyrirtækjum sem Arion banki hefur selt úr eignasafni sínu. Eflaust verður það niðurstaða FME að þar hafi slembilukkan enn verið á ferð ef málið verður þá yfirleitt skoðað. Nýja bankakerfið býr við sama regluverk og lagaumhverfi og gamla kerfið sem hrundi til grunna. FME virðist vera enn slappara en fyrr. En kannski erum við ekki að byggja upp sama bankakerfi og áður.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Íslendingar virðast ætla að forðast eins og heitan eldinn að draga lærdóm af bankahruninu sem hér varð fyrir sjö árum. Vissulega var íslenska bankahrunið angi af alþjóðlegri fjármálakrísu sem lagði að velli fjölda heimsþekktra og virtra fjármálafyrirtækja en ekkert annað land mátti horfa upp á fjármálakerfi sitt hrynja til grunna nánast í einu lagi. Eitthvað hefur því verið sér á parti hér á landi. Reglu- og lagaumhverfi fjármálastofnana hefur lítið sem ekkert verið breytt frá því fyrir hrun. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur fengið aukna fjármuni en þar hefur ekkert breyst – að minnsta kosti ekki til bóta. Í nokkur ár stýrði FME maður, sem varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína á saknæman hátt til að reyna að klekkja á og ófrægja einstaklinga úti í bæ. Stofnað var embætti sérstaks saksóknara, sem varið hefur mörgum árum í að sækja til saka suma stjórnendur og eigendur gömlu íslensku bankanna. Val á sakborningum virðist þó vera heldur handahófskennt. Dæmi um það er að annar bankastjóri Landsbankans hefur sætt ákæru í fleiri en einu máli og hlotið fangelsisdóm en hinn bankastjórinn þarf ekki einu sinni að ómaka sig til að mæta í réttarsal til að bera vitni, hvað þá að hann sé sóttur til saka. Þegar fram komu ásakanir um að einn æðsti stjórnandi Arion banka hefði sem lykilmaður í Kaupþingi gerst sekur um innherjasvik með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi 3. október 2008, komst FME að því að ekki hefði verið um innherjasvik að ræða, viðkomandi hefði ekki haft meiri innherjaupplýsingar en maðurinn á götunni. Yfirmenn hans í Kaupþingi voru þó dæmdir í margra ára fangelsi á grundvelli vitnisburðar þessa manns. Maðurinn sem hafði að mati Hæstaréttar Íslands slíka yfirsýn yfir stöðu mála og athafnir æðstu stjórnenda í Kaupþingi þá örlagaríku daga sem liðu frá því Lehman Brothers féll 15. september 2008 þar til Kaupþing féll 8. október sama ár, að hægt var að byggja margra ára fangelsisdóma yfir fjórum mönnum á vitnisburði hans, hafði 3. október engar innherjaupplýsingar um bankann að mati FME. Þar réð slembilukkan ein að mati FME. Sami maður hefur úthlutað gömlum skólafélögum sínum hlutabréfum á afsláttarverði í fyrirtækjum sem Arion banki hefur selt úr eignasafni sínu. Eflaust verður það niðurstaða FME að þar hafi slembilukkan enn verið á ferð ef málið verður þá yfirleitt skoðað. Nýja bankakerfið býr við sama regluverk og lagaumhverfi og gamla kerfið sem hrundi til grunna. FME virðist vera enn slappara en fyrr. En kannski erum við ekki að byggja upp sama bankakerfi og áður.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira