"Ég myndi ekki treysta mér til að reka fyrirtæki hér“ ingvar haraldsson skrifar 17. desember 2015 12:13 Fundarmenn hlustuðu af athygli á erindi framsögumanna. vísir/gva „Ég myndi ekki treysta mér til að reka fyrirtæki hér, ég varla treysti mér til þess að reka lögmannsstofu,“ sagði Brynjar Níelsson, lögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á fundi Viðskiptaráðs Íslands um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála. Brynjar og fleiri framsögumenn gagnrýndu matskennd ákvæði í samkeppnislögum, sem meðal annars byggðust á mati stjórnvalda og dómstóla á huglægri afstöðu stjórnenda fyrirtækja til ætlaðra brota. Þetta gerði fyrirtækjum erfitt fyrir að átta sig á hvort þau væru á öllum tímum að fara að lögum á hverju sviði.Málsmeðferð eftirlitsaðila voru gagnrýnd á fundinum. Mörgum fannst á fyrirtæki hallað.vísir/gvaUpplýsa verði fyrirtækiMikilvægt væri að opinberir aðilar fullnægðu leiðbeiningarskyldu sinni og útskýrðu fyrir fyrirtækjum með hvaða hætti þau geti farið að lögum. Misjafnt væri hve vel opinberir aðilar tækju í slíkar beiðnir. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að hún hefði lagt áherslu á í sinni ráðherratíð að opinberar aðilar fullnægðu leiðbeiningaskyldu sinni. Brynjar sagði að erfitt væri fyrir löggjafann að breyta þessu, heldur yrði það að byggja á hugarfari þeir sem hefðu eftirlit með fyrirtækjum. Hugarfarið mætti ekki vera þannig að öll fyrirtæki væru brotleg og hlutverk eftirlitsaðila snerist bara um að finna þessi brot. Lögin veiti litla leiðsögnReimar Pétursson lögmaður gagnrýndi einnig lagaumhverfi sem fyrirtæki búi við. Fyrirtækjum væri oft refsað fyrir brot á matskenndum og síbreytilegum lagaákvæðum, sem erfitt væri fyrir fyrirtæki að átta sig á hvernig mætti fylgja. Hann benti til dæmis á matskennd ákvæði samkeppnislaga á hvað væru samstilltar aðgerðir til að raska samkeppni. „Fyrirtæki sem brjóta gegn þessu af gáleysi verða að sæta refsingum. Það er þó afar matskennt hvað teljist hvað er samstillt aðgerð til að raska samkeppni, ég tala nú ekki um þegar metið er hvort þetta hafi átt sér stað af gáleysi eða ekki.“ sagði Reimar. Lagatextinn einn og sér veiti því fyrirtækjum litla leiðsögn um hvernig eigi að haga sér.Reimar Pétursson gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ eftirlitsstofana í fyrirtækivísir/gvaGott ef fyrirtæki fari að 70-80 prósent af reglumReimar sagði að um fyrirtæki giltu síbreytileg og matskennd lagaákvæði og því geti verið erfitt fyrir stór fyrirtæki að fylgja ætíð öllum lögum sem um þau gildi. Hann sagði virðulegan en ónafngreindan bankalögfræðing út í hinum stóra heimi hafa sagt að gott þætti hjá stórum fjármálafyrirtækjum að fylgja 70-80 prósent af þeim reglum sem um þau giltu. Ef tækist að fara eftir 90 prósent af þeim reglunum væri það framúrskarandi. Vegna þessa væri nánast óhjákvæmilegt að einhver brot finndust við húsleit hjá fyrirtæki. Reimar líkti stöðu fyrirtækja við ef lög við ofhröðum akstri byggðust ekki á fastri tölu um ökuhraða á hverjum stað heldur væru matskennd á hverjum tíma, auk þess að þeim væri breytt handahófskennt, stundum oft á ári.Gagnrýndi „veiðiferðir“ eftirlitsstofnanaReimar gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ opinbera aðila í fyrirtækjum. Farið væri í húsleitir gagngert til að finna einhver brot, langt út fyrir það sem úrskurður dómara til heimildar til húsleitar gerði ráð fyrir. „Ef rannsókn leiddi ekki í ljós brot gegn gjaldeyrislögum væri hægt að leita eftir vísbendingum að lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, samkeppnislögum og svo framvegis og framvegis og ef allt um þryti væri hægt að leita eftir brotum á skattalögum. Vegur skattalaga er nefnilega síbreytilegri og torrataðri en vegur fyllstra annara laga og þess vegna eru verulegar líkur á því að brot fyndist á endanum hjá stórfyrirtæki í meðferð sem þessari.“ Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
„Ég myndi ekki treysta mér til að reka fyrirtæki hér, ég varla treysti mér til þess að reka lögmannsstofu,“ sagði Brynjar Níelsson, lögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á fundi Viðskiptaráðs Íslands um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála. Brynjar og fleiri framsögumenn gagnrýndu matskennd ákvæði í samkeppnislögum, sem meðal annars byggðust á mati stjórnvalda og dómstóla á huglægri afstöðu stjórnenda fyrirtækja til ætlaðra brota. Þetta gerði fyrirtækjum erfitt fyrir að átta sig á hvort þau væru á öllum tímum að fara að lögum á hverju sviði.Málsmeðferð eftirlitsaðila voru gagnrýnd á fundinum. Mörgum fannst á fyrirtæki hallað.vísir/gvaUpplýsa verði fyrirtækiMikilvægt væri að opinberir aðilar fullnægðu leiðbeiningarskyldu sinni og útskýrðu fyrir fyrirtækjum með hvaða hætti þau geti farið að lögum. Misjafnt væri hve vel opinberir aðilar tækju í slíkar beiðnir. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að hún hefði lagt áherslu á í sinni ráðherratíð að opinberar aðilar fullnægðu leiðbeiningaskyldu sinni. Brynjar sagði að erfitt væri fyrir löggjafann að breyta þessu, heldur yrði það að byggja á hugarfari þeir sem hefðu eftirlit með fyrirtækjum. Hugarfarið mætti ekki vera þannig að öll fyrirtæki væru brotleg og hlutverk eftirlitsaðila snerist bara um að finna þessi brot. Lögin veiti litla leiðsögnReimar Pétursson lögmaður gagnrýndi einnig lagaumhverfi sem fyrirtæki búi við. Fyrirtækjum væri oft refsað fyrir brot á matskenndum og síbreytilegum lagaákvæðum, sem erfitt væri fyrir fyrirtæki að átta sig á hvernig mætti fylgja. Hann benti til dæmis á matskennd ákvæði samkeppnislaga á hvað væru samstilltar aðgerðir til að raska samkeppni. „Fyrirtæki sem brjóta gegn þessu af gáleysi verða að sæta refsingum. Það er þó afar matskennt hvað teljist hvað er samstillt aðgerð til að raska samkeppni, ég tala nú ekki um þegar metið er hvort þetta hafi átt sér stað af gáleysi eða ekki.“ sagði Reimar. Lagatextinn einn og sér veiti því fyrirtækjum litla leiðsögn um hvernig eigi að haga sér.Reimar Pétursson gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ eftirlitsstofana í fyrirtækivísir/gvaGott ef fyrirtæki fari að 70-80 prósent af reglumReimar sagði að um fyrirtæki giltu síbreytileg og matskennd lagaákvæði og því geti verið erfitt fyrir stór fyrirtæki að fylgja ætíð öllum lögum sem um þau gildi. Hann sagði virðulegan en ónafngreindan bankalögfræðing út í hinum stóra heimi hafa sagt að gott þætti hjá stórum fjármálafyrirtækjum að fylgja 70-80 prósent af þeim reglum sem um þau giltu. Ef tækist að fara eftir 90 prósent af þeim reglunum væri það framúrskarandi. Vegna þessa væri nánast óhjákvæmilegt að einhver brot finndust við húsleit hjá fyrirtæki. Reimar líkti stöðu fyrirtækja við ef lög við ofhröðum akstri byggðust ekki á fastri tölu um ökuhraða á hverjum stað heldur væru matskennd á hverjum tíma, auk þess að þeim væri breytt handahófskennt, stundum oft á ári.Gagnrýndi „veiðiferðir“ eftirlitsstofnanaReimar gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ opinbera aðila í fyrirtækjum. Farið væri í húsleitir gagngert til að finna einhver brot, langt út fyrir það sem úrskurður dómara til heimildar til húsleitar gerði ráð fyrir. „Ef rannsókn leiddi ekki í ljós brot gegn gjaldeyrislögum væri hægt að leita eftir vísbendingum að lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, samkeppnislögum og svo framvegis og framvegis og ef allt um þryti væri hægt að leita eftir brotum á skattalögum. Vegur skattalaga er nefnilega síbreytilegri og torrataðri en vegur fyllstra annara laga og þess vegna eru verulegar líkur á því að brot fyndist á endanum hjá stórfyrirtæki í meðferð sem þessari.“
Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira