"Ég myndi ekki treysta mér til að reka fyrirtæki hér“ ingvar haraldsson skrifar 17. desember 2015 12:13 Fundarmenn hlustuðu af athygli á erindi framsögumanna. vísir/gva „Ég myndi ekki treysta mér til að reka fyrirtæki hér, ég varla treysti mér til þess að reka lögmannsstofu,“ sagði Brynjar Níelsson, lögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á fundi Viðskiptaráðs Íslands um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála. Brynjar og fleiri framsögumenn gagnrýndu matskennd ákvæði í samkeppnislögum, sem meðal annars byggðust á mati stjórnvalda og dómstóla á huglægri afstöðu stjórnenda fyrirtækja til ætlaðra brota. Þetta gerði fyrirtækjum erfitt fyrir að átta sig á hvort þau væru á öllum tímum að fara að lögum á hverju sviði.Málsmeðferð eftirlitsaðila voru gagnrýnd á fundinum. Mörgum fannst á fyrirtæki hallað.vísir/gvaUpplýsa verði fyrirtækiMikilvægt væri að opinberir aðilar fullnægðu leiðbeiningarskyldu sinni og útskýrðu fyrir fyrirtækjum með hvaða hætti þau geti farið að lögum. Misjafnt væri hve vel opinberir aðilar tækju í slíkar beiðnir. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að hún hefði lagt áherslu á í sinni ráðherratíð að opinberar aðilar fullnægðu leiðbeiningaskyldu sinni. Brynjar sagði að erfitt væri fyrir löggjafann að breyta þessu, heldur yrði það að byggja á hugarfari þeir sem hefðu eftirlit með fyrirtækjum. Hugarfarið mætti ekki vera þannig að öll fyrirtæki væru brotleg og hlutverk eftirlitsaðila snerist bara um að finna þessi brot. Lögin veiti litla leiðsögnReimar Pétursson lögmaður gagnrýndi einnig lagaumhverfi sem fyrirtæki búi við. Fyrirtækjum væri oft refsað fyrir brot á matskenndum og síbreytilegum lagaákvæðum, sem erfitt væri fyrir fyrirtæki að átta sig á hvernig mætti fylgja. Hann benti til dæmis á matskennd ákvæði samkeppnislaga á hvað væru samstilltar aðgerðir til að raska samkeppni. „Fyrirtæki sem brjóta gegn þessu af gáleysi verða að sæta refsingum. Það er þó afar matskennt hvað teljist hvað er samstillt aðgerð til að raska samkeppni, ég tala nú ekki um þegar metið er hvort þetta hafi átt sér stað af gáleysi eða ekki.“ sagði Reimar. Lagatextinn einn og sér veiti því fyrirtækjum litla leiðsögn um hvernig eigi að haga sér.Reimar Pétursson gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ eftirlitsstofana í fyrirtækivísir/gvaGott ef fyrirtæki fari að 70-80 prósent af reglumReimar sagði að um fyrirtæki giltu síbreytileg og matskennd lagaákvæði og því geti verið erfitt fyrir stór fyrirtæki að fylgja ætíð öllum lögum sem um þau gildi. Hann sagði virðulegan en ónafngreindan bankalögfræðing út í hinum stóra heimi hafa sagt að gott þætti hjá stórum fjármálafyrirtækjum að fylgja 70-80 prósent af þeim reglum sem um þau giltu. Ef tækist að fara eftir 90 prósent af þeim reglunum væri það framúrskarandi. Vegna þessa væri nánast óhjákvæmilegt að einhver brot finndust við húsleit hjá fyrirtæki. Reimar líkti stöðu fyrirtækja við ef lög við ofhröðum akstri byggðust ekki á fastri tölu um ökuhraða á hverjum stað heldur væru matskennd á hverjum tíma, auk þess að þeim væri breytt handahófskennt, stundum oft á ári.Gagnrýndi „veiðiferðir“ eftirlitsstofnanaReimar gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ opinbera aðila í fyrirtækjum. Farið væri í húsleitir gagngert til að finna einhver brot, langt út fyrir það sem úrskurður dómara til heimildar til húsleitar gerði ráð fyrir. „Ef rannsókn leiddi ekki í ljós brot gegn gjaldeyrislögum væri hægt að leita eftir vísbendingum að lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, samkeppnislögum og svo framvegis og framvegis og ef allt um þryti væri hægt að leita eftir brotum á skattalögum. Vegur skattalaga er nefnilega síbreytilegri og torrataðri en vegur fyllstra annara laga og þess vegna eru verulegar líkur á því að brot fyndist á endanum hjá stórfyrirtæki í meðferð sem þessari.“ Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
„Ég myndi ekki treysta mér til að reka fyrirtæki hér, ég varla treysti mér til þess að reka lögmannsstofu,“ sagði Brynjar Níelsson, lögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á fundi Viðskiptaráðs Íslands um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála. Brynjar og fleiri framsögumenn gagnrýndu matskennd ákvæði í samkeppnislögum, sem meðal annars byggðust á mati stjórnvalda og dómstóla á huglægri afstöðu stjórnenda fyrirtækja til ætlaðra brota. Þetta gerði fyrirtækjum erfitt fyrir að átta sig á hvort þau væru á öllum tímum að fara að lögum á hverju sviði.Málsmeðferð eftirlitsaðila voru gagnrýnd á fundinum. Mörgum fannst á fyrirtæki hallað.vísir/gvaUpplýsa verði fyrirtækiMikilvægt væri að opinberir aðilar fullnægðu leiðbeiningarskyldu sinni og útskýrðu fyrir fyrirtækjum með hvaða hætti þau geti farið að lögum. Misjafnt væri hve vel opinberir aðilar tækju í slíkar beiðnir. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að hún hefði lagt áherslu á í sinni ráðherratíð að opinberar aðilar fullnægðu leiðbeiningaskyldu sinni. Brynjar sagði að erfitt væri fyrir löggjafann að breyta þessu, heldur yrði það að byggja á hugarfari þeir sem hefðu eftirlit með fyrirtækjum. Hugarfarið mætti ekki vera þannig að öll fyrirtæki væru brotleg og hlutverk eftirlitsaðila snerist bara um að finna þessi brot. Lögin veiti litla leiðsögnReimar Pétursson lögmaður gagnrýndi einnig lagaumhverfi sem fyrirtæki búi við. Fyrirtækjum væri oft refsað fyrir brot á matskenndum og síbreytilegum lagaákvæðum, sem erfitt væri fyrir fyrirtæki að átta sig á hvernig mætti fylgja. Hann benti til dæmis á matskennd ákvæði samkeppnislaga á hvað væru samstilltar aðgerðir til að raska samkeppni. „Fyrirtæki sem brjóta gegn þessu af gáleysi verða að sæta refsingum. Það er þó afar matskennt hvað teljist hvað er samstillt aðgerð til að raska samkeppni, ég tala nú ekki um þegar metið er hvort þetta hafi átt sér stað af gáleysi eða ekki.“ sagði Reimar. Lagatextinn einn og sér veiti því fyrirtækjum litla leiðsögn um hvernig eigi að haga sér.Reimar Pétursson gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ eftirlitsstofana í fyrirtækivísir/gvaGott ef fyrirtæki fari að 70-80 prósent af reglumReimar sagði að um fyrirtæki giltu síbreytileg og matskennd lagaákvæði og því geti verið erfitt fyrir stór fyrirtæki að fylgja ætíð öllum lögum sem um þau gildi. Hann sagði virðulegan en ónafngreindan bankalögfræðing út í hinum stóra heimi hafa sagt að gott þætti hjá stórum fjármálafyrirtækjum að fylgja 70-80 prósent af þeim reglum sem um þau giltu. Ef tækist að fara eftir 90 prósent af þeim reglunum væri það framúrskarandi. Vegna þessa væri nánast óhjákvæmilegt að einhver brot finndust við húsleit hjá fyrirtæki. Reimar líkti stöðu fyrirtækja við ef lög við ofhröðum akstri byggðust ekki á fastri tölu um ökuhraða á hverjum stað heldur væru matskennd á hverjum tíma, auk þess að þeim væri breytt handahófskennt, stundum oft á ári.Gagnrýndi „veiðiferðir“ eftirlitsstofnanaReimar gagnrýndi það sem hann kallaði „veiðiferðir“ opinbera aðila í fyrirtækjum. Farið væri í húsleitir gagngert til að finna einhver brot, langt út fyrir það sem úrskurður dómara til heimildar til húsleitar gerði ráð fyrir. „Ef rannsókn leiddi ekki í ljós brot gegn gjaldeyrislögum væri hægt að leita eftir vísbendingum að lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, samkeppnislögum og svo framvegis og framvegis og ef allt um þryti væri hægt að leita eftir brotum á skattalögum. Vegur skattalaga er nefnilega síbreytilegri og torrataðri en vegur fyllstra annara laga og þess vegna eru verulegar líkur á því að brot fyndist á endanum hjá stórfyrirtæki í meðferð sem þessari.“
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira