Viðskipti innlent

Stofna þriggja milljarða ferðaþjónustusjóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hrönn Greipsdóttir (t.v.) ásamt Elínu Jónsdóttur hjá VÍB.
Hrönn Greipsdóttir (t.v.) ásamt Elínu Jónsdóttur hjá VÍB.
Stofnað hefur verið nýtt hlutafélag, Eldey TLH, sem fjárfestir í íslenskri ferðaþjónustu. Arev og VÍB sjá um rekstur félagsins sem er í eigu fagfjárfesta og einkafjárfesta. Samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka mun Eldey fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og stefnt er að fjárfestingum í 7-10 kjarnafélögum.

Stærð félagsins við stofnun nemur þremur milljörðum króna en stefnt er að stækkun á næstu mánuðum. Áætlað er að skrá félagið á markað eftir 4-6 ár. Fyrstu tvær fjárfestingar Eldeyjar eru í Norðursiglingu og í Fontana en fjárfest er í félögum með rekstrarsögu og gott tekjustreymi. 

Hrönn Greipsdóttir verður framkvæmdastjóri Eldeyjar. 

Í stjórn Eldeyjar sitja: Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Símans Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia Arnar Þórisson, fjárfestir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×