Viðskipti innlent

Einungis 143 fyrirtæki með fleiri en 100 starfsmenn

Sæunn Gísladóttir skrifar
11.472 störf eru í rekstri gististaða og veitingarekstri.
11.472 störf eru í rekstri gististaða og veitingarekstri. Vísir/Vilhelm
Einungis 143 fyrirtæki voru með fleiri en 100 starfsmenn á árinu 2014, en hjá þeim störfuðu tæplega 42 þúsund manns og rekstrartekjur námu 1.527 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Árið 2014 voru 26.801 virk fyrirtæki með tæplega 111 þúsund starfsmenn. Rekstrartekjur þessara fyrirtækja námu rúmlega 3.300 milljörðum króna. Af virkum fyrirtækjum eru 23.718 með færri en 5 starfsmenn og alls 25.180 með færri en 10 starfsmenn. Hjá fyrirtækjum með færri en 10 starfsmenn starfa samtals 32.150 og rekstrartekjur þessara fyrirtækja námu tæpum 708 milljörðum króna árið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×