„Höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 15:23 Björgunarsveitir voru líkt og endranær á vaktinni í alla nótt og áttu án efa sinn þátt í að lágmarka tjón vegna óveðursins. Vísir/Auðunn Forsvarsmenn tryggingarfélaganna Sjóvá, VÍS og TM segja allir að svo virðist sem að minna tjón hafi orðið í óveðrinu í gær og í nótt en búast mátti við og ekki hafi mikið af tilkynningum komið inn það sem af er degi. Augljóst sé að fólk hafi meira og minna farið eftir tilmælum Almannavarna en þó er gert ráð fyrir að tjónatilkynningum fjölgi á næstu dögum. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvá, segir að dagurinn hafi verið frekar rólegur þó að eitthvað að tjónatilkynningum hafi dottið inn á borð til þeirra en ef til vill færri en mátti búast við. „Við höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel og farið eftir fyrirmælum,“ en Sigurjón býst þó við að tilkynningum eigi eftir að fjölga þegar á líður, fólk átti sig betur á stöðunni og hvað hafi skemmst.Veitingaskúr við Seljalandsfoss splúndraðist í óveðrinu í nótt.Vísir/Friðrik ÞórEkkert stórt komið inn á borð VÍS Það sama segir Sigrún A. Þorsteinsddótir, sérfræðingur hjá VÍS. Dagurinn hafi verið rólegur hjá þeim og engar stórar tjónatilkynningar komið inn til þeirra. „Þetta hefur mest verið þakplötur, þakkantar og því um líkt. Fólk tekur sér yfirleitt tíma í að meta þetta og þetta á eftir að skýrast.“ Hún tekur undir ummæli Sigurjóns hjá Sjóvá um að betur hafi farið en búist var við og augljóst hafi verið að fólk hafi farið eftir tilmælum Almannavarna og fleiri um að ganga vel frá lausum hlutum og vera ekki á ferðinni að óþörfu. „Okkar tilfinning er að fólk hafi farið eftir tilmælum og ég sá það kannski best þegar ég kom heim í gær, þá var búið að leggja flestum bílum upp í vindinn eins og mælst var til.“Grindverk fór í gegnum bílrúðu í gærkvöldi.Lekamál áberandi hjá TMÞað var að vísu í nógu að snúast hjá TM í morgun en þar var fyrst og fremst um að ræða tjónatilkynningar vegna vatnstjóns. „Þetta var líflegur morgun og það voru allskonar lekamál áberandi eftir að það hlánaði,“ segir Ragnheiður Dögg Arnardóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá TM. „Við gerum ráð fyrir að stærri málin, þessi óveðursmál, komi í ljós þegar fólk er búið að meta stöðuna.“ Öll vildu þau minna á að þótt að ekki væri spáð óveðri næstu dagana væri mikilvægt að vera meðvitaður um þær hættur sem geta skapast þegar fer að hlána líkt og í dag. Mikilvægt væri að huga að því að tryggja það að vatn hefði greiða leið af niðurföllum, að moka af svölum og flötum þokum til að koma í veg fyrir leka. Veður Tengdar fréttir Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59 Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56 Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Forsvarsmenn tryggingarfélaganna Sjóvá, VÍS og TM segja allir að svo virðist sem að minna tjón hafi orðið í óveðrinu í gær og í nótt en búast mátti við og ekki hafi mikið af tilkynningum komið inn það sem af er degi. Augljóst sé að fólk hafi meira og minna farið eftir tilmælum Almannavarna en þó er gert ráð fyrir að tjónatilkynningum fjölgi á næstu dögum. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvá, segir að dagurinn hafi verið frekar rólegur þó að eitthvað að tjónatilkynningum hafi dottið inn á borð til þeirra en ef til vill færri en mátti búast við. „Við höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel og farið eftir fyrirmælum,“ en Sigurjón býst þó við að tilkynningum eigi eftir að fjölga þegar á líður, fólk átti sig betur á stöðunni og hvað hafi skemmst.Veitingaskúr við Seljalandsfoss splúndraðist í óveðrinu í nótt.Vísir/Friðrik ÞórEkkert stórt komið inn á borð VÍS Það sama segir Sigrún A. Þorsteinsddótir, sérfræðingur hjá VÍS. Dagurinn hafi verið rólegur hjá þeim og engar stórar tjónatilkynningar komið inn til þeirra. „Þetta hefur mest verið þakplötur, þakkantar og því um líkt. Fólk tekur sér yfirleitt tíma í að meta þetta og þetta á eftir að skýrast.“ Hún tekur undir ummæli Sigurjóns hjá Sjóvá um að betur hafi farið en búist var við og augljóst hafi verið að fólk hafi farið eftir tilmælum Almannavarna og fleiri um að ganga vel frá lausum hlutum og vera ekki á ferðinni að óþörfu. „Okkar tilfinning er að fólk hafi farið eftir tilmælum og ég sá það kannski best þegar ég kom heim í gær, þá var búið að leggja flestum bílum upp í vindinn eins og mælst var til.“Grindverk fór í gegnum bílrúðu í gærkvöldi.Lekamál áberandi hjá TMÞað var að vísu í nógu að snúast hjá TM í morgun en þar var fyrst og fremst um að ræða tjónatilkynningar vegna vatnstjóns. „Þetta var líflegur morgun og það voru allskonar lekamál áberandi eftir að það hlánaði,“ segir Ragnheiður Dögg Arnardóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá TM. „Við gerum ráð fyrir að stærri málin, þessi óveðursmál, komi í ljós þegar fólk er búið að meta stöðuna.“ Öll vildu þau minna á að þótt að ekki væri spáð óveðri næstu dagana væri mikilvægt að vera meðvitaður um þær hættur sem geta skapast þegar fer að hlána líkt og í dag. Mikilvægt væri að huga að því að tryggja það að vatn hefði greiða leið af niðurföllum, að moka af svölum og flötum þokum til að koma í veg fyrir leka.
Veður Tengdar fréttir Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59 Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56 Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25
Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18
Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59
Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56
Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun